Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 13
þunga og bitrum orðum fyrir að hafa látið óátalið, að unglingarnir högðuðu sér eins og fífl, eins og þau komust að orði. Það vœri þó sannarlega meira djúp staðfest milli þeirra en svo, að hjúskapur kæmi til greina. Eins og þau hefðu ekki margsinnis mælt varnaðarorð við Lísu! Jú, þau gátu sann- arlega haft góða samvizku þess vegna. Aumingja Lísa litla, skelfing hafði hún grátið sárt! Allan liðlangan daginn hafði hún setið inni í betri stofunni og grátið eins og hjarta hennar ætlaði að springa. Og langur tími leið, áður en Lísa tók gleði sína á ný — og ef til vill var það aðeins á yfirborðinu, sem hún var kát og hress, — hið innra sveið sjálfsagt enn í gömlu sári. Soninn í Engidal sáu þau aldrei fram- ar. Hann var sendur að heiman, var er- lendis um hríð og kvæntist síðan. Sagt var, að hann væri foreldrum sínum til lítillar gleði — og þau urðu víst að sjá honum og fjölskyldu hans farborða að mestu leyti. Margrét gamla hafði oft lofað hamingj- una fyrir að svo fór, sem fór, en það var eins og Lísa gæti ekki gleymt honum — jafnvel ekki eftir að hún giftist efnileg- um pilti úr öðru þyggðarlagi og fór að búa þar góðu búi. Kristinn og Margrét gleymdu þessum atburði ekki heldur. Hinn harði dómur, sem óðalsbóndinn og kona hans höfðu kveðið upp yfir þeim fyrir að láta undir höfuð leggjast að stía elskendunum sund- ur, lá þeim þungt á hjarta, enda hafði allri skuldinni þar með verið skellt á þau. Þessi ásökun hafði legið eins og mara á Kristni alla stund, sem hann lifði upp frá því, og Margréti gerði hún hálf- mannfælna með köflum. Einkum forð- aðist hún að verða á vegi fólks úr aust- urhreppnum, af bæjunum í nánd við Engi- dal. Fólkið þaðan leit lika varla í þá átt, sem hún var, og lét sér ekki til hugar koma að kasta á hana kveðju! Og úr því að Kristinn hafði ekkert getað úr þessu bætt, hvernig átti hún þá að geta það? En nú höfðu allt í einu þau undur gerzt, að móðir Péturs hafði komið alla leið inn í stofuna hennar og rætt við hana um erindi sitt eins og ekkert hefði í skorizt, — og sannarlega hafði hún verið minnt á Lísu, því að ekki hafði Margréti gefizt tóm til að taka myndina af henni burt af kommóðunni; já, frúin hafði meira að segja tekið myndina og skoðað hana. En Katrín í Austurey hafði verið með í för- inni og sennilega var það ástæðan til þess, að frúin vék ekkert að liðnum atburð- um. Og nú kvaðst hún ætla að koma ein- sömul einhvern daginn til að sjá, hvernig verkinu miðaði. — Margrét þorði naum- ast að hugsa þá hugsun til enda, og hún óskaði þess af heilum hug, að það innlit væri þegar afstaðið. Frúin í Engidal kom aftur og meira að segja fyrr en Margrét hafði búizt við. Hún varð þess ekki vör, að vagni væri ekið í hlaðið og vissi því ekki fyrri til en hinn tigni gestur gekk inn í stofuna til hennar. Frúin heilsaði og sat síðan góða stund og horfði á, hvernig Margrét gamla teygði úr hverri kembunni á fætur annarri og fyllti snælduna af fínu, sléttu bandi. Svo fóru þær að ræða um hersetuna, sem hafði valdið svo tilfinnanlegum skorti á ýmsum nauðsynjum, að margir höfðu tekið upp fjárbúskap á ný til þess að fá ull til fatnaðar. -— Að vísu var það nær eingöngu frúin, sem talaði, en samtalið gekk greiðlega fyrir þvi. — Að hugsa sér, að fyrir aðeins örfáum árum munaði minnstu, að felld yrði niður tilsögn í prjóni í skólunum vegna þess að farið var að nota nærri einvörðungu aðkeypt- an ullarfatnað. — Nú prjónaði aftur á HÚSFREYJAN 13

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.