Húsfreyjan - 01.04.1961, Síða 21

Húsfreyjan - 01.04.1961, Síða 21
60 sm — 1.10 m í eitt áklæði. 70—150 sm — 0.70 m--------— 60—100 sm — 1.00 m í áklæði með lausum kanti. 110—150 sm — 0.70 m í áklæði með lausum kanti. Sníðið pappirssnið eftir stólsetunni, bætið 8 sm við á hverja hlið. Klippið úr fyrir aftari fótunum (sjá 3. mynd). Brjót- ið efnið tvöfalt áður en þér klippið það, svo að báðir helmingar verði eins. Sníðið síðan. Setjið styrktarrenninga á aftari hornin. Saumið þá fasta á réttuna, brjótið þá síðan yfir á röngu og stingið þá með 1 sm breiðum saum. Saumið saman á fremri hornunum, þráðrétt. Saumurinn verður 8 sm langur, því að brúin, sem gengur niður með stólfótunum, er 8 sm. Brjótið 1 sm fald inn að neðan og saumið. Saumið 2 tölur í hvert horn að neðan við stólfæturna og festið áklæðið með teygju- snúru, sem má hneppa undir fæturna. (Sjá 5. mynd). Sé ætlunin að hafa lausan kant eða ská- kant, eins og sýnt er á 2. mynd, er áklæð- ið sniðið 1 sm minna en áður var lýst, þ. e. a. s. þér bætið aðeins 7 sm við í stað 8 áður. Saumarnir við fremri hornin verða aðeins 7 sm langir. Ræman, sem myndar lausa kantinn, er sniðin 9 sm breið og saumuð við á réttunni, 7 sm frá brún- inni. Snúið síðan ræmunni, faldið hana að neðan, pressið saumana, saumið styrktarræmur og hnappa, og festið á- klæðið eins og áður var lýst. Áklæði með felldum kanti (sjá 4. mynd). Þessi gerð er einnig heppileg sem hlífð- aráklæði á ýmsar gerðir stóla. I það fer álíka mikið efni og í áklæði með lausum kanti. Búið til pappírssnið af stólsetunni og bætið við 3 sm á þrjár hliðarnar, en 8 sm á þá fjórðu, þ. e. a. s. að aftan. Sníðið úr fyrir aftari fótunum og saumið styrkt- arrenninga á, eins og áður er lýst. Brjótið inn af mjóan fald að neðan og saumið. Brjótið fremri hornin eins og sýnt er á 6. mynd og saumið fallið fast, ef vill. Sníðið ræmu, sem er þreföld lengd á þrem hlið- um og 6—7 sm á breidd. Faldið hana á endum og að neðan og fellið hana, svo að hún verði hæfileg á þrjár hliðar setunn- 4. mynd // ú s I r c y j a n 21

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.