Húsfreyjan - 01.04.1961, Qupperneq 30
ætlaði þá að vera á ferð, og vinkona mín
hafði lofað að reiða mig til móts við hann.
Ég velti þessu fyrir mér fram og aftur,
og um fótaferðarleytið hafði ég tekið þá
ákvörðun að fara að ráðum gömlu kon-
unnar, ef þess væri nokkur kostur, þó að
mér í aðra röndina fyndist það barna-
legt og byggist við, að fólk myndi skopast
að mér, ef ég segði frá því.
Ég gat þess vegna ekkert um drauminn,
en tók að spyrjast fyrir um það, hvort um
nokkra ferð gæti verið að ræða suður
næstu daga. Kom þá í ljós, að bróðir hús-
freyjunnar í Lágholti, sem ók bíl, ætlaði
suður næsta laugardag, og gat ég fengið
far með honum. Það var talsvert dýrara,
og auk þess kom ég þá heim tveimur dög-
um of seint.
Ég lét samt hafa það, pantaði farið og
sagði fólkinu, að mig langaði til þess að
dveljazt í sveitinni örlítið lengur, og því
hefði ég tekið þessa ákvörðun.
Er svo ekki að orðlengja það. Ég
skemmti mér meðal vina og kuningja
þessa daga í bezta yfirlæti og fór síðan
með Grími frá Lágholti á laugardags-
morguninn. Gekk ferðin vel og ekkert
bar til tíðinda, er óvenjulegt gæti talizt.
En er ég var komin heim til Reykja-
víkur og tók að grennslast eftir, hvern-
ig vörubíl þeim, er ég hafði ætlað með,
hefði gengið, þá kom það á daginn, að
honum hafði hlekkst á uppi á miðri Hellis-
heiði. Bíllinn hafði bilað og farið út af
veginum, og var mildi að bílstjórinn slas-
aðist ekki stórkostlega. Til allrar ham-
ingju hafði hann sloppið með nokkrar
skrámur, en gangandi varð hann að fara
ofan að Kolviðarhóli.
Ég þóttist sæl og heppin, að hafa slopp-
ið við að lenda í þessu, og ekki er gott að
segja, hvernig farið hefði, ef ég hefði ver-
ið með og ekki hlýtt ráðum Laugu gömlu.
Óvíst er, að ég hefði komizt frá því lif-
andi með heila limi. Ég hafði að minnsta
kosti losnað við mikil óþægindi.
Hún Lauga mín í Lágholti hafði ekki
brugðizt mér fremur en fyrri daginn. Hún
vissi sínu viti bæði dauð og lifandi.
Ó skín þú sól
(söngtcxti)
Ó, skin þú sól
ú bygglS, á ból
og breif) þill skarl
<í dal og liól.
Kom, vor, mel5 Ijújlingslag,
meó léttan sólskinsbrag.
Leys klakans bönd
meii lilýrri hönd,
og l.'Jíei) />ú jörö
viíS jjall og fjörlí
i jiil sín græn og ný.
Svíf, jiröslur kcer, svíj jni liátl.
Svíf, liátt í heiSloftió blátt.
Syng fni um sólskin og fior,
syngjandi, yngjamli vor.
Vorfuglar vaka,
kliSa og kvaka,
kominn er júní meS albjarta nátt.
SöngljóSin óma,
sólgeislar Ijóma,
sigur er unninn á vetrinum bráilt.
Iln sólskin kemur
og sólskin fiver,
fiví ár og síS
ört flýgtir tíS.
Vorbirtan fiver,
kpmur og fer.
Sumar sitt blómaskrúS ber.
ViS skulum klingja,
vongluSir syngja
vorinu fagnaSarbrag.
Ljósunna Ijóma, litfegurS blóima
ilásama hátt sérhvern dag.
Luuslegn Jjýtt
Margrét jónsdóttir
30
H ú s f r e y j a n