Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 32
við skólastjórn Halldóra Eggertsdóttir,
námsstjóri húsmæðrafræðslunnar. Aðrar,
sem verið hafa skólastjórar eru: Vilborg
Björnsdóttir, Rósa Þorgeirsdóttir, Bryn-
dís Steinþórsdóttir og svo Jensína Hall-
dórsdóttir, núverandi skólastjóri skólans,
og hefur hún gegnt því starfi síðan 1952.
Með sanni má segja, að Bjarni Bjarna-
son, fyrrv. skólastjóri, hafi verið aðal-
hvatamaðurinn að stofnun húsmæðra-
skóla að Laugarvatni. Skólanefndarfor-
maður var hann frá uphafi skólans til
ársins 1960, er hann lét af því starfi sam-
kvæmt eigin ósk og við tók Þórarinn
Stefánsson, kennari.
Lengst af hafa setið í skólanefnd frú
Herdís Jakobsdóttir, frú Sigurlaug Er-
lendsdóttir frá Torfastöðum, frú Halldóra
Guðmundsdóttir, Miðengi, Páll Friðriks-
son bóndi, Búrfelli og Böðvar Magnússon
hreppstjóri, Laugarvatni.
Nú stendur yfir bygging á tveimur
kennaraíbúðum fyrir skólann og verður
í vor hægt að taka í notkun nokkuð af
því húsnæði.
Samb. sunnl. kvenna barðist í fyrstu
fyrir stofnun húsmæðraskóla fyrir Suð-
urland. Það hefur frá upphafi átt tvo full-
trúa í skólanefnd. Fyrstu fulltrúar þess í
skólanefndinni voru þær Herdís Jakobs-
dóttir og Oddný Guðmundsdóttir. —
Samb. sunnl. kvenna hefur látið sér mjög
annt um skólann og með ráðum og dáð
stutt starfsemi hans, unnið að heill hans
og framgangi.
Fastir kennarar við skólann eru Gerð-
ur Jóhannsdóttir, húsmæðrakennari,
sem vérið hefur kennari við skólann síð-
an 1952 og Unnur Jónasdóttir handa-
vinnukennari, sem ráðin var að skólan-
um á síðastliðnu hausti í staðinn fyrir
Guðrúnu Lísu Óskarsdóttur frá Vest-
mannaeyjum, sem verið hefur kennari í
handavinnu síðastliðin 3 ár.
Tímakennarar eru: i söng Þórður Krist-
leifsson, Kristinn Kristmundsson í ís-
lenzku, íþróttakennarar eru Mínerva
Jónsdóttir og Ester Kristinsdóttir.
J. H.
32
H ú s freyjan