Húsfreyjan - 01.04.1961, Síða 36

Húsfreyjan - 01.04.1961, Síða 36
Frá Norska húsmæðrasambandinu Þegar litið er um öxl til ársins 1960 og horft fram til ársins 1961, ber mest á fræðslustarfi með námskeiðum. Félögin halda sem áður sín hagnýtu, staðbundnu námskeið, að mestu leyti með kennslu- kröftum heima fyrir. Á fundi félaganna er oftast flutt eitthvað fræðandi. Samin er áætlun, sem nefnd innan Húsmæðrasam- bands Noregs sendir frá sér. Áfram hefur verið haldið með hin stóru aðalnámskeið Húsmæðrasambandsins með nemendum víðs vegar að af landinu. Þessar konur dreifa svo þekkingunni út frá sér með því að ferðast um landið og leiðbeina. Fjórð- ungssamböndin halda líka uppi námskeið- um í líkingu við þessi námskeið aðalsam- bandsins. Venjulega hefur aðalnámskeið- ið verið haldið í Osló eða grenndinni, en á síðari árum hefur þetta námskeið verið haldið við og við í öðrum landshlutum. I ársbyrjun 1960 var haldið námskeið fyrir leiklistarunnendur og leiðbeinendur í lesefni fyrir börn. Kennari var sænsk kona, Doris Wicklund. í febrúar 1961 stjórnaði Elsa Olenius áframhaldsnám- ekki varizt þeirri hugsun, að húsmæðra- samtökin á Norðurlöndum verði annað- hvort í sameiningu, eða hvert út af fyrir sig, að gera stórfellda framtíðaráætlun um hjálparstarf til handa hinum nýstofn- uðu samböndum innan Alþjóðasambands húsmæðra. Það starf þarf að snúast um námskeið, þjálfun í félagsstarfi, kennslu handa hinum ungu félagsleiðbeinendum, sem nú eiga að hefja störf fyrir konurn- ar og heimilin í sínum löndum, á sama hátt og húsmæður á Norðurlöndum byrj- uðu fyrir 40—60 árum síðan. Johanne Dahlerup. (Sv. Þ. þýddi). skeiði af hinu fyrrnefnda og leiðbeindi í barnaleiklist. I samvinnu við iðnsamband- ið verður haldið námskeið um húsmæð- umar og iðnaðinn. Með tryggingarfélög- unum verður haldið námskeið í sparnaði og í samvinnu við geðheilbrigðisfélagið verður námskeið í hjúskaparfræðum fyrir ungt fólk. Vorið 1960 voru námskeið fyr- ir leiðbeinendur í námshringjum, bæði bóklegum og verklegum, leikhúsnámskeið og námskeið í hagnýtri heilsuvernd, mat- reiðslunámskeið og stórt norrænt nám- skeið í fjölskyldufræðum. Norska húsmæðrasambandið rekur um 370 vinnustofur, 1600 námsflokkar störf- uðu innan sambandsins og mun það, að tiltölu við meðlimatölu sambandsins, vera stærsta námsflokkastarfsemi landsins. I leikhúshring sambandsins eru um 6000 konur, sem fá aðgöngumiða að leiksýn- ingum með mjög niðursettu verði. Sam- bandið kaupir þá miðana að heilli sýningu í einu lagi. Árið 1960 nutu um 2000 hús- mæður ókeypis orlofsdvalar á vegum sam- bandsins. Leikvalladeild húsmæðrasam- takanna rekur nú um 110 stofnanir með útlærðum fóstrum, fyrir utan barnagarða og leikvelli einstakra félaga. Eins og venja er til fær stjórn Norska Húsmæðrasambandsins ýmis lagafrum- vörp til umsagnar. Nú er áhuginn mestur fyrir nýjum lögum um hjálparstúlkur heimilanna, lög um norrænan skóla í heimilisstörfum og auk þess ný lög um alþýðufræðsluna. Mjög mikilla vinsælda njóta gagn- kvæmar heimsóknir húsmæðra, sem sést af því að mörg hundruð húsmæðra frá Englandi, Hollandi og Norðurlöndum hafa á þennan hátt komið í heimsóknir hingað til lands. í Húsmæðrasambandi Noregs eru nú um 70 þúsund konur, er skiptast í 1200 félög. Umræðuefni Visby-þingsins, „Sam- skipti manna" hefur verið rætt á ýmsa vegu í félögunum og á námskeiðum og hugtakið á þann hátt orðið ljósara og fastmótaðra. 36 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.