Húsfreyjan - 01.10.1969, Síða 6

Húsfreyjan - 01.10.1969, Síða 6
Nœst var tékin niður af Jnli nýleg bók með gylltum kili. Fólkið sat og heyrði hljótt helgimál á jólanótt. Það var ritning ríkrar vonar, rœða Haralds Níelssonar: „Það er vakað yfir oss,“ — engill Guðs við stall og kross. Þá var Ijúft að liðnu kveldi, líkt og engill væng sinn felldi. Þaðan finnst mér óma enn englastef um Guð og menn. -K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-X-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K Jólasiðir frá ýmsum löndum Mörg börn á íslandi eru nú farin að setja skóinn sinn út í glugga og vakna snemma á morgnana til þess að athuga, hverju jólasveinninn hefur laumað í hann um nóttina. — Þessi siður er æva- gamall og byrjaði þannig, að börnin settu skóna sína, fulla af höfrum, á þröskuld heimilis síns, handa kameldýr- um vitringanna þriggja, svo að þau fengju eitthvað að eta á leiðinni til Betlehem. — Ef börnin voru hlýðin, brást það ekki, að vitringarnir skildu gjafir eftir í skónum. Á ítalíu og víðar eiga mörg heimili Presepio, sem er líkan af fjárhúsi og 2 Jesúbarninu í jötunni. Hlutir þessir eru vandlega varðveittir í fjölskyldunni og gengu oft í erfðir. I Bagdad hefur sá siður varðveitzt, að fólk brennir þyrninálum í garði sín- um, eftir að jólaguðspjallið hefur verið lesið. Fylgzt er nákvæmlega með því, hvernig nálarnar brenna, því að þær segja fyrir um, hvernig heimilislánið verður á nýja árinu. Sálmur er sunginn meðan bálið brennur og síðan stökkva allir yfir öskuna og bera fram ósk. Sérhver þjóð, sem heldur jólin há- tíðleg, virðist eiga sérstaka jólarétti. Islenzka laufabrauðið er eitt nærtækt dæmi. Margar fjölskyldur eiga líka sín- ar jólauppskriftir að smákökum og tert- um. Gaman væri í næsta jólablaði Hús- freyjunnar að geta birt nokkrar eftir- lætisuppskriftir íslenzkra húsmæðra. — í Þýzkalandi baka konurnar Pfeffer- kiichen og í Danmörku Pebernödder. í Póllandi eru bakaðar örþunnar kökur, oplatki, mótaðar á þær helgimyndir og þær blessaðar af prestunum. Síðan eru þær gefnar sem jólagjafir og jafnvel notaðar sem jólakort. Pólverjar nota þær einnig við sérstaka athöfn, sem er í því fólgin, að þegar fyrsta stjarnan birtist á jólahimninum, brjóta þeir op- latki fyrir hvern annan og skiptast á jólaóskum. í írlandi setur fólk logandi kerti í glugga húss síns til þess að lýsa Jesú- barninu á leið sinni. Hafið í huga, að þið getið sjálfar skap- að jólasiði í fjölskyldum ykkar, sem munu ganga í erfðir til barna og barna- barna. Margar af yndislegustu minning- um okkar eru tengdar jólunum og undir- búningi þeirra. K. H. P. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.