Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 7

Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 7
HIRÐIRINN Eftir NORAH LOFTS Þetta var fimmti veturinn, sem hann gætti hjarðar annars manns, en hann gat aldrei sætt sig við það. Fimmta árið síðan hann varð fyrir sínum þunga harmi, sem hann gat heldur aldrei sætt sig við. Margir höfðu sagt við hann til að hugga hann: ,,En þú átt fleiri börn, meira að segja annan son“. En sá, sem hefur eitt sinn unnað af alhug kann ekki að deila ást sinni. Menn höfðu líka sagt: „Hann dó hetjudauða". Hjarta hans svaraði ætíð hinu sama: „Dauði hans var tilgangslaus og heimsku- legur“. Ekki hafði hann þurft að lúta svo HÚSFHEYJAN lágt að biðja um vinnu. Hann hafði selt hjörð sína, lagðprúða og yndislega, selt hana manni að nafni Ezra og þegar kaupin voru gerð, hafði Ezra spurt: „Hvað ætlazt þú nú fyrir, Josodad?“ „Ég verð að fara til Jerúsalem og hræra himin og jörð til þess að bjarga drengnum. Lengra get ég ekki hugs- að“. Ezra hafði þá fyrstur manna minnt hann á, að hann ætti önnur börn. Josodad anzaði þunglega: „Ég veit það“. Honum þótti vænt um þau öll, litlu telpurnar tvær og drenginn, sem var tveggja ára, en hafði aldrei unnað þeim af alhug eins og Nathan, frumburðin- um, sem hafði starfað við hlið hans, gætt með honum lambánna í tólf vor, Nathan, sem var í senn svo líkur hon- um að stundum voru þeir sem einn mað- ur, og svo elskulega ólíkur, því hann var kátur og tónelskur og félagslynd- ur. Telpurnar og drenghnokkinn voru börn hans, en Nathan var sonur hans. „Þau verða að hafa eitthvað fyrir sig að leggja“, hélt Ezra áfram. „Ég mun eftirláta móður þeirra það fé, sem þau þurfa“, anzaði Josodad og sneri sér undan. „Ef þú vilt fá vinnu, þá þætti mér gott að fá þig sem hirði“. „En ég veit ekkert hvenær ég kem aftur“. „Ég get beðið“, svaraði Ezra ljúf- mannlega, enda vissi hann að biðin myndi ekki verða löng. Josodad fór og gekk frá sínum málum. Hann kom aftur í þann mund, sem Ezra hafði búizt við honum, févana og kalinn á hjarta, og tók strax við fjárgæzlunni. Hann fann fljótt að hann hafði látið lokkast í óþolandi aðstöðu. í tólf ár höfðu þeir Nathan gætt hjarðarinnar saman. Nú vann hann með tveimur unglingum, Arad og Ibri, daglauna- mönnum, sem aldrei höfðu þekkt ann- að líf. Þeir höfðu alizt upp í þorpinu og vissu allt um hann og hvað komið hafði fyrir Nathan. Allir í Betlehem og grennd vissu, að Nathan hafði verið 3

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.