Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 14

Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 14
Sbemmtiíec^Lr fótaböcicilar Auk þess að líma afganga af borð- um á pakkana, má nota þá á þann hátt sem sést á myndinni. Börnin muna betur frá hverjum pakkinn er, ef hann er skemmtilega skreyttur. 10 Það er hætt við, að jólagjafir okkar til fjölskyldu og vina, verði nokkru minni á þessum jólum en undanfarandi ár, og einmitt þess vegna krefst val þeirra meiri hugkvæmni en áður. En það er annað, sem við getum gert líka til þess að bæta úr þessum mismun, og það er að búa skemmtilega um jóla- gjafir okkar. Til þess þarf ekki endi- lega óteljandi metra af dýrum silkiborð- um eða glanzandi gjafapappír. Aðal- atriðið er að gefa hugmyndafluginu lausan taum. Leyfið börnunum að taka þátt í að búa um gjafirnar, þau geta klippt út myndir, stjörnur, jólatré og önnur jóla- tákn úr mislitum pappír eða efnisbút- um, sem líma má síðan á pakkana. Það er misskilningur, að jólapakka þurfi að margvefja böndum og borðum. Oft og tíðum er fallegra að festa eina slaufu eða grenigrein á merkimiðann og iíma hann síðan á pakkann. Við getum líka ,,snuðað“ dálítið og límt borða ofan á kassann í kross eða á ská. Við þurfum ekki að vera stórskáld til þess að setja saman vísupart og skrifa á merkimiðann. Vísubotninn kem- ur þá venjulega frá þiggjanda gjafar- innar og verður gaman af. Gátur er líka skemmtilegt að nota og oft er hægt að finna þær, sem gefa til kynna innihald pakkans. (Bækur: íslenzkar gátur, safnað af Jóni Árnasyni; Margt er sér til gamans gert). Á pakka til barna má binda sleiki- pinna eða búa til andlit úr brjóstsykri. Eins mætti klippa út stafi og líma nöfn á pakkann. K. H. P. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.