Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 18

Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 18
Fiskur • Sdpa Snittur -Aðalr. með (2 gafflar)Fiskur (2 g.) Aðalr. með salati Aðalrettur Avextir eða salati Ostar Ábætir ostar Abætir Æbætir munu sleppa þessum undirdiski í heima- húsum og láta sér nægja að nota diska fyrir hvern rétt. Yfirleitt er þörf á, að ætla hverjum manni a. m. k. 50 sm rúm við borðið, þegar setið er til borðs. Á meðfylgjandi myndum má sjá, hvernig siður er að leggja á borðið, þeg- ar um er að ræða fleirréttaðan veizlu- mat eftir því, hvaða réttir eru á borð bornir. Vaninn er að leggja glösin fyrir ofan diskinn hægra megin í þeirri röð, sem á að nota þau, sé um fleiri tegundir af drykk að ræða. Smáskálar fyrir salöt eða millirétti eru hafðar vinstra megin við diskinn. Þegar lagt er á borð fyrir smámáltíðir (frokost), og te eða kaffi á að vera með matnum, má setja boll- ana strax á borðið hægra megin við aðaldiskinn. Áhöldin í matinn er bezt að setja á borðið, þar sem hver réttur á að standa, eða þá nálægt húsmóðursæt- inu eða t. d. á hliðarborð eða teborð. Hentugt er einnig að setja þar lausa diska, ábætisskálar, sultu og þess hátt- ar, sem á að bera með seinni réttum mál- tíðarinnar. Vissast er fyrir húsmóður- ina að fara yfir í huga sér, áður en mál- 14 tíðin hefst, hvernig allt muni nú ganga og hvað þurfi að fylgja hverjum rétti, ennfremur að líta á borðið og aðgæta, hvort nokkuð vanti af áhöldum og lag- færa þau, ef með þarf. Ekki er rúm til að gera öllu því góð skil, sem við kemur veizluborði, serví- ettubrotum og reglum við að bera á borð. Húsfreyjan mun því ef til vill síð- ar birta smágreinar um þetta efni. En þar sem nú líður að jólum, og þá fer í hönd veizlutíð, verður reynt að tína til nokkrar hugmyndir og leiðbeiningar. Nú á dögum, þegar frjáls hugsun og hegðun eru mjög í hávegum hafðar, munu fáir fylgja ströngustu reglum um þjónustu og gamlar venjur við veizlu- borð út í yztu æsar, þótt gestaboð sé í heimahúsum fyrir frændur og kunn- ingja. En þó er gott að hafa nokkrar meginreglur í heiðri: Bjóðið ætíð mat af fati frá vinstri, en hellið kaffi í bolla eða drykk í glös- in frá hægri. Það flýtir fyrir máltíðinni, ef gestunum er boðið af fati, þegar aðal- réttur er borinn fram, og síður er hætta á að hann kólni um of, áður en allir HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.