Húsfreyjan - 01.10.1969, Síða 38

Húsfreyjan - 01.10.1969, Síða 38
FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆÐRA Á flestum heimilum er sá siður ríkj- andi að kveikja á kerti á hátíðastund- um eða a. m. k. finnst okkur, að kerta- ljós tilheyri jólahátíðinni, jafnvel þótt við nú á dögum raflýsum víðast hvar híbýli okkar og höfum nægilega mikla birtu. Áður fyrr tíðkaðist að gefa öllu fólkinu sitt kertið hverjum, og það hef- ur verið mjög hátíðleg stund, þegar kveikt var á öllum kertum í baðstofunni á jólanóttina, enda gáfu kertaljósin mun meiri birtu en lýsislamparnir og grútar- kolurnar, sem þá voru aðalljósfærin á bæjunum. Kertaljós veitir að vísu ekki mikla birtu á mælikvarða okkar, sem vön erum raflýsingu, en það veitir yl og ánægja og skapar hátíðlegan blæ og kaupa menn kerti í vaxandi mæli til að skreyta með híbýli sín. Kerti voru búin til úr tólg á heimilum áður fyrr. Þau voru oftast steypt í stokk sem kallað var. í íslenzkum þjóðháttum eftir Jónas Jónasson er því lýst á eftir- farandi hátt: „Fyrst voru nokkur rök búin til, hæfilega löng, og sett í röð 6—8 saman á spýtu með litlu millibili. 34 Þessir íallegu tréstjakar eru mjög einfaldir að gerð og auðvelt að smíða þá og skrúfa saman. Svo má skreyta þá aö vild, t. d. um jól og páska með viðeigandi skrauti. Síðan var brætt tólgarstykki nægilega stórt í kertin; svo var tekinn strokkur og hálffylltur með snarpvolgu vatni og tólginni bræddu hellt þar ofan á. Hélzt þá tólgin bráðin, af því að vatnið var volgt undir. Síðan voru rökin vætt í tólg- inni og haldið beinum, á meðan þau voru að storkna. Svo var öllum rökunum dýft samhliða ofan í tólgina upp að spýtunni og dregin upp aftur. Storknaði þá brædda tólgin utan um þau. Þetta var látið ganga, þangað til kertið var orðið nógu digurt.“ En kerti hafa einnig verið steypt, því að á sumum bæjum voru til kertaform. í kertaverksmiðjum nú á dögum eru notaðar svipaðar aðferðir. Kertin eru ýmist steypt í form, sem geta verið með ýmsu móti í laginu, eða þá búin til með því að dýfa kveiknum í brætt kerta- vax og láta það storkna, og endurtaka HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.