Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 203

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 203
Ritdómar 201 Reyndar er athyglisvert, og segir e.t.v. sitt um það málræktarhlutverk sem bókinni er enn ætlað, að hvorki risgjald né risgjöld er að finna í Ritmálssafni Orðabókar Háskól- ans, en um reisugildi eru átta dæmi (19.-20. öld) og um reisugilli eitt (1968).8 Af sama toga, þótt annars konar sé, er það þegar orðið rúllupylsa (< da. ridlepolse) er skýrt sem „vöðlubjúga, slagvefja, huppur vafinn og saumaður saman ásamt kryddi, notuð sem álegg“ (bls. 1214). Bæði orðin vöðlubjúga og slagvejja eru á sínum stað í bókinni táknuð „sjaldg." og skýrð sem „rúllupylsa". 8. Hér að ffaman hefur verið staldrað við nokkra valda þætti nýrrar útgáfu íslenskrar orðabókar. Eins og gjaman vill verða í ritdómum hefur meira borið á aðfinnslum en hrósi, þótt reynt hafi verið að halla ekki réttu máli. Dæmi hafa verið tekin héðan og þaðan úr bókinni og má vera ljóst að engin leið er að gera jafnumfangsmiklu verki og 10 3 nein viðhlítandi skil í ritdómi ef halda á umfjöllun innan eðlilegra lengdarmarka. Rétt er að hér komi fram að ritdómari er í mörgum meginatriðum sáttur við verk- ið, einkum þegar hann hefur í huga að markmiðið með þessari útgáfu var ekki að end- urvinna verkið frá gmnni. A það lagði aðalritstjóri bókarinnar áherslu í fyrirlestri árið 1997 og er það endurtekið efnislega í inngangi 3. útgáfú (bls. v); markmiðið væri að ná vissum þrepum í endurskoðun þess með 3. útgáfunni, og hefja þá þegar vinnu við nýja útgáfú; sérhver útgáfa skyldi svo í framtíðinni verða skref á veginum í áttina að enn betra verki. Þetta þarf að hafa í huga þegar dómur er felldur um verkið. Þótt text- inn hafi víða verið meira og minna endurskrifaður er bókin í grundvallaratriðum sama verk og næsta útgáfa á undan. Ymis svið hafa verið endurskoðuð, en ekki öll, og stundum virðist nokkuð handa- hófskennt hvað hefúr verið endurskoðað. Sumt það sem fúndið var að fyrr í þessum dómi er eins í 2. útgáfú og þessari, og sýnir að umræddir gallar hafa þar einfaldlega færst áffam á milli útgáfna. Vissulega hefði gjarnan mátt hreinsa meira til i þeim orða- forða sem er að finna í bókinni; orð eins og bjúgaldin og sjálfrennireið eru vissulega skrítin og skemmtileg en hvað segja þau um íslenskan orðaforða? Þau hafa varla nokkurn tíma verið notuð neitt að ráði (seinna orðið er t.a.m. ekki að finna í Ritmáls- skrá Orðabókar Háskólans), og á síðari tímum helst til gamans þegar logið er að út- lendingum. En víst er að vandi er að halda utan um jafn mikinn orðaforða og þann sem er að finna í þessu verki og erfitt að gera stórtækar breytingar, ekki síst ef þær lytu að því að taka burt orð eða efnisþætti sem verið hafa í fýrri útgáfum. Og víst er að það yrði mjög umdeilt ef ritstjóm hinnar einu og sönnu Islensku orðabókar setti sig gegn ríkjandi málstefnu — og auðvitað hámálpólitísk spurning hvort slíkt væri rétt. Málstefna verksins er í öllum meginatriðum sú sama og áður þótt ytra borðið, táknun og merkingar orða, hafi verið endurskoðað, og samskonar íhaldssemi er á ferð- inni gagnvart nýjum tökuorðum og verið hefúr, þótt orð sem eiga sér eilítið lengri 8 Leit á Netinu leiddi i ljós eitt dæmi um risgjöld, 11 um reisugildi og 17 um reisugilli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.