Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 15
HRINGTÖFRAR í ÍSLENZKUM ORÐTÖKUM
13
og verður rætt síðar í þessari grein. Eins og fornar heimildir sanna,
er orðið baugr upprunalegt í því orðtaki, sem hér um ræðir. Og þótt
orðin bugr og baugr séu rótskyld, er þó merking þeirra skýrt að-
greind. Baugr getur aldrei merkt ,beygja‘ (,,curvatura“) eða ,af-
hvarf1 (,,digressio“). Þessi Jrriðja skýring Johnsoniusar kemur því
alls ekki til greina.
En víkjum nú að því, sem Guðbrandur Vigfússon hefir um orð-
takið að segja í orðabók sinni. Honum farast svo orð:19
The explanation of this metaphor is doubtful, cp. Vkv. verses
5 and 7 (?), or is the metaphor taken from the weregild?
Guðbrandur Vigfússon tekur, sem sé, skýrt fram, að hann sé í vafa
um skýringu orðtaksins. Alll um það bendir hann á tvö merkingar-
svið orðsins, sem leita mætti til um skýringu á orðtakinu. Fyrra atrið-
ið, sem hann bendir á, er baugurinn í Völundarhviðu, en hið síðara
er manngjöldin. Ég efa ekki, að Guðbrandur Vigfússon er á réttri
leið, þegar hann bendir á fyrra atriðið. Ekki er það þó svo að skilja,
að ég hyggi, að það sé beinlínis baugurinn í Völundarkviðu, sem
orðið hafi tilefni orðtaksins. Hér er um það að ræða, að bæði i
kvæðinu og orðtakinu speglast trú á töfrahringa, þ. e. trú á hringa,
sem menn hugðu, að haft gætu áhrif á örlög manna. Þessa skoðun
rökstyð ég betur síðar. Hin skýringartilraunin, að líkingin sé dregin
af manngjöldum, virðist mér ekki koma til álita. Rétt er það, að
baugr er í fornum lögum haft um ýmiss konar bætur, m. a. mann-
gjöld, en vant er að sjá, hvernig orðtakið eiga þann (slíkan) á baugi
gæti átt rætur að rekja til þeirrar merkingar. Þeir, sem manngjöld
hlutu, áttu baug, en ekkert á baugi. Auk þess er skýringin ekki í sem
beztu samræmi við merkinguna. Þess ber að gæta, að Guðbrandur
slær þessu fram sem lauslegri tilgátu. Ovíst er, hvort hann hefir haft
nokkur rök fram að færa skoðun sinni til styrktar, og mér virðist
jafnvel hæpið að gera ráð fyrir, að hann hafi trúað skýringunni
sjálfur.
10 Richard Cleasby og Gudbrand Vigfusson, An lcelandic-English Dictionary
(2. útg. eftir Sir Williara A. Craigie; Oxford 1957), undir baugr.