Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 46
44
JAKOB BENEDIKTSSON
4.3. Hj á yngri skálduin en þeim sem nú hafa verið nefnd hafa ekki
fundizt örugg dæmi um að greint sé á milli Id af yngri og eldri upp-
runa. Enda kemur þessi niðurstaða heim við það sem áður er sagt
um rithátt handrita og prentaðra bóka. Þegar prentsmiðjan tekur til
starfa aftur á Hólum 1703 er þegar farið að bera á ruglingi á Id og
lld, þó að greinilegar menjar um hinn forna rithátt sjáist langt fram
eftir 18. öld, einkum í því að orðin með hinu yngra Id eru oftar
prentuð með Id; hins vegar eru orð með fornu Id stundum líka prent-
uð með Id, og yfirleitt koma fyrir orð úr háðuin flokkum stafsett sitt
á hvað.
4.4. Niðurstaðan af þessum alhugunum verður því sú að hinn
forni greinarmunur á yngra og eldra Id hafi lagzt niður fyrst á Suður-
landi og Austurlandi (Bréfabækur Brynjólfs biskups og Bjarni Giss-
urarson), sennilega ekki löngu eftir miðja 17. öld, en haldizt nokkru
lengur á Vestur- og Norðurlandi (Guðmundur Bergþórsson og Páll
Vídalín). í rithætti helzt þessi greinarmunur fram undir 1700 vestan
lands og norðan (sjá § 3.1), en fer að ruglast á Suðurlandi á síðari
helmingi 17. aldar (sjá §§ 3.2—3).
5.0. Þessar niðurstöður geta verið til nokkurrar nytsemdar þegar
ákvarða skal aldur kveðskapar. Aðeins tvö dæmi skulu nefnd. í
Persíus rímum Guðmundar Andréssonar tók ég upp í texta tvær vísur
(VI 81—32) sem standa ekki í aðalhandritinu, heldur í hinum tveim-
ur (BC), en líkur eru til að handrit það sem þau eru frá runnin hafi
verið sunnlenzkt.‘i:í í annarri vísunni er rímað saman höldar : kvöld-
ar, og þess vegna hafði ég af því vonda samvizku að taka vísurnar
upp í textann, og lét þess getið að vafasamt væri að erindin væru
eftir Guðmund. Nú mundi ég vilja fullyrða að vísurnar væru síðari
viðbót, ortar inn í hið sunnlenzka forrit handritanna BC.
Hitt dæmið eru Amóratis rímur (útg. 1861), sem eignaðar eru
Bjarna Borgfirðingaskáldi í ungum heimildum. í þeim eru dæmi um
að rímað sé saman eldra og yngra Id: XII 53 tjaldi : haldið : valdi
: taldi, XIX 51 tjöldum : dvaldi. Hins vegar eru þar aðeins tvö dæmi
38 Sjá Persíus rímur, bls. xxviii.