Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 53
HELGI GUÐMUNDSSON
Sklokr
i
IorðabÓk Blöndals kemur íyrir orðið slokur n. sem er þýtt svo:1
„1. Savl el. Skum fra Munden af Dyr. — 2. det at drikke paa en
lydelig Maade, Slubren.“ Síðari merkingin kemur ekki á óvart, sbr.
so. slokra og sloka, en hin fyrri kemur einkennilega fyrir sjónir; hér
hlýtur að vera um tvö ólík orð að ræða. í seðlasafni Orðabókar Há-
skólans er ekkert dæmi um slolcur í fyrri merkingunni. Heimild
Blöndalsbókar er efalaust orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfús-
sonar, en þar stendur:2 „slokr, n. the slaver, saliva, from the mouth
of animals.“ Engin tilvísun fylgir.
Orðið er tekið úr Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar; þar segir:3
Þá mælti Kolr: „Undarligt þykki mér, bróðir, at þú mátt
hlæja, slíkt orðtak sem Þórhaddr hefir mælt við þik, ok muntu
aldri hefna vilja, ok beint er þér farit sem ólmum dýrum, er
smádýrum verða at skaða, ok ferr slokr þeira víða ok fýkr fyr-
ir vindi, ok mun ek hefna verða.“
Af þessari sögu eru tvö handrit sem sjálfstætt gildi hafa og eru bæði
afrit gerð af sama manni eftir skinnbók, sem nú er glötuð, en var tal-
in vera frá 14. öld. í öðru þessara bandrita, AM 142, fol., því sem
betra er talið, stendur reyndar ekki slokr, heldur sklolcr, og í hinu, JS
435, 4to, aðeins sk. . . ,4 Skal nú litið á hvernig útgefendur hafa vilj-
að lesa úr þessu. Fyrsti útgefandi sögunnar var Möbius; hann hefur
] Sigfús Blöndal, 1 slensk-dönsk orðabók (Reykjavík 1920—24), 755.
2 Richard Cleasby og Gudbrand Vigfusson, An Icelandic-English Dictionary
(Oxford 1874), 569.
3 Austfirðinga sggur, Jón Jóhannesson gaf út (íslenzk fornrit, XI; Reykjavík
1950), 315.
4 Islenzk fornrit, XI, cix og 315 neðanmáls.