Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 42
40
JAKOB BENEDIKTSSON
Skilldu, f. skildu).2(! Loks má geta þess að í sendibréfum þeim sem
Arni Magnússon hefur skrifað með eigin hendi er nær undantekn*
ingarlaust greint á milli lld og W;27 einu frávikin sem ég hef rekizt á
eru skilldum (þát.; Brevveksling med Torjœus 3525; en skilde, sama
rit 2091) og haldi (sama ril 5113; annars ávallt með lld).
3.2. Af þessu má sjá að yngstu dæmin sem tilfærð hafa verið um
þennan rithátt eru af Norður- og Vesturlandi; en séu athugaðar
sunnlenzkar heimildir kemur annað í ljós. 1 úrvali því úr bréfabókum
Brynjólfs biskups Sveinssonar sem Jón Helgason gaf út28 má sjá
rithátt ýmsra skrifara í Skálholti á árunum 1645—75. Framan af er
greiningunni á lld og Id haldið undantekningarlaust hjá flestum skrif-
urum; vafasamt er hversu mikið er leggjandi upp úr einstökum dæm-
um um Id fyrir lld.29 Grunsamlegra er þegar sami skrifari setur bæði
Id fyrir lld og lld fyrir Id, þó að dæmin séu fá. Oddur Eyjólfsson
skrifar uppheldi og skjldi (bls. 94 og 95, árið 1657), svo og til-
slcylldu ( = tilskildu, bls. 129, árið 1662). Algerður ruglingur verður
fyrst í bréfum sem Einar Einarsson heyrari skrifar á árunum 1673—
75 (bls. 274—83, 293—302). Hann skrifar miklu oftar Id, hvort sem
um er að ræða eldra eða yngra Id, en þó bregður lld fyrir öðru hverju
án nokkurrar sýnilegrar reglu. Einar Einarsson var fæddur 1649,
ættaður frá Reynivöllum í Kjós. Það er ef til vill ekki annað en til-
viljun að Oddur Eyjólfsson skólameistari var líka ættaður úr Kjós-
inni, að vísu nokkru eldri en Einar. Ruglingur á lld og Id kemur
20 AM 551 da, 4to; sjá Ármanns rímur eftir Jón Guðmundsson lærða og Ár-
manns þáttur eftir Jón Þorláksson, Jón Ilelgason bjó til prentunar (fslenzk rit
síðari alda, I; Kaupmannahöfn 1948), bls. xxvii og 136. Sbr. MóSars rímur,
40—41.
27 Sjá Ame Magnusson, Brevveksling med Torjœus, udg. af Kr. K&lund (Kjí-
benhavn og Kristiania 1916); Arne Magnussons prívate brevveksling (K0ben-
havn og Kristiania 1920).
28 Úr bréfabókum Brynjóljs biskups Sveinssonar (Safn Fræðafólagsins, XII;
Kaupmannahöfn 1942).
2n Sæmundur Oddsson skrifar 1655 einu sinni uppheldiss (bls. 39; fleiri dæmi
í sama bréfi um þetta orð með lld); Teitur Pétursson skrifar 1666 underhold-
ingar bls. 202; hér getur danskur ritháttur verið fyrirmyndin).