Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 75
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR
73
ingu og samsetta orðið roppugoð. Líklegt er, að þetta sé sama orS og
kýrheitið Roppa, sem kemur fyrir í þulum: „Vantar mig Roppu,
Snoppu, Rauða-kolla / rótar í sátu / Ekki eru kýrnar allar.“15 En
hvað merkir þá roppa og hvar er frændgarður þess orðs? Mér þykir
sennilegt, að roppa merki eiginlega ,rófa‘, og ef til vill er það sú
merking, sem kemur fram í kýrnafninu. Um merkingarþróunina að
öðru leyti nægir að vísa til orða eins og stelpurófa, skotta eða hoppin-
tegla. Roppa er skylt færeyska orðinu roppur, kk. ,digur kaðall, kað-
alendi‘ og ef til vill líka áturoppa ,átvagl‘ og svarar til fsæ. roppa,
rumpa, nno. rumpa ,rófa, bakhluti1. Hér víxlast á samlagaðar og
ósamlagaðar orðmyndir (með mp og pp). íslenzka orðið rumpur
5rass‘, sem er af þessum sama toga, er vafalítið tökuorð úr dönsku eða
norsku. Oftast er talið, að nno. rumpa, fsæ. roppa o. s. frv. séu leidd
af rótinni *hremp- í fhþ. hrimfan ,herpa, hrukka‘, fe. hrympel
,hrukka‘, en íslenzka orðið roppa mælir fast gegn þeirri orðskýringu,
og því líklegast, að orösift þessi sé runnin af rótinni *remp-, sem
kemur m. a. fram í nno. rampa, rempa ,trefja‘, sæ. máll. rampa,
rámpa ,mjó (land)ræma‘, rimp ,drusla‘, józku rimpel ,rýja‘.
Trýja
í orÖabók Guðmundar Andréssonar kemur fyrir orðiÖ trya ,tjása,
lufsa‘ („striæ“).lc Ekki kannaðist ég við þetta orð, hvorki úr bók-
um né talmáli, og með því að prentvillur láta mjög til sín taka í orða-
hók Guðmundar, sneri ég mér til hlustenda þáttarins og spurðist fyr-
ir um orðið. Kom það þá upp úr kafinu, sem ég hafði naumast búizt
við, að margir könnuðust við þetta orð úr mæltu máli, einkum vest-
anlands og norðan. Algengasta merkingin var ,tjása eða trefja, þræð-
ii' í efni eða fötum, sem farnir eru að losna og trefjast úr‘; það eru,
farnar að lafa úr því trýjur. Trýja var og haft um ögn eða tægju af
o-u, t. d. að kría .sér út agnartrýju; það er ekki trýja til af þessu. En
trýja var einnig til í merkingunni ,stelputryppa‘. Þá þekktist og so.
trýjast ,trosna (um föt)‘ og lo. trýjaður ,trosnaður‘. Síöar fengum
15 íslenzkir vikivakar, 238.
^Lexicon, 242.