Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 60
58
GUÐMUNDUR KJARTANSSON
rangæskum framburði þótti mér einsætt að Kjalnatœr drægju nafn
af keldunum (þ. e. lindunum) sem þar eru. Fyrir fáum árum átti ég
tal um þenna stað við mann sem þar er kunnugur og ættaður úr ná-
grenninu. Sá maður kallaði staðinn að vísu Keldnatær og kvaðst
ekki þekkja annan framburð á því nafrii. Af Uppdrœtli íslands er þó
Ijóst að þeim sem þarna spurðust fyrir um örnefni til að setja á kort-
ið hefur heyrzt þetta nafn vera Kjalnatœr, og vart hefur þeim dottið
í hug, hvort sem þeir voru Danir eða íslendingar, að það ætti nokkuð
skylt við keldur. Vitnisburður kortsins sannar fyllilega að málsmet-
andi menn í næstu sveitum hafa nefnt staðinn Kjalnatœr um það leyti
sem landið var mælt.
í ofanverðum Biskupstungum er bær sem nú heitir Kjarnholt (þgf.
Kjarnholtum ). Fullvíst er þó að upphaflegt nafn hans var Keldnaholt.
Kemur það nafn sæmilega heim við staðhætti, en hitt er drýgra á
metunum að svo er bærinn jafnan nefndur í gömlum bréfum, prent-
uðum í íslenzku jornhréjasafni, t. d. í máldaga Haukadalskirkju,
tíinasettum (nál.) 1331, kelldna hollt, í Vilchinsmáldaga, 1397, fimm
rossa beit j Kelldnahollti; og enn er nafnið óbrevtt að öðru en staf-
setningu í tveimur yngri máldögum, tímasettum 1553—54 og „1570
og síðar“.
í bréfi um jarðakaup í bréfabók Ögmundar biskups „medal brefa
dateradra 1526“ er jörðin nefnd Kellnhollt. Við það bréf er prentuð
eftirfarandi athugasemd um bæjarnafnið eftir Árna Magnússon:
„Nockrer kalla nu þessa jörd Kiarnhollt in numero plurali. adrer
kalla hana Kielldnhollt sömuleidis in plurali. contracté qv: Kielldna-
hollt. og er þetta oefad rettara“ (íslenzkt fornbréfasafn, IX (Reykja-
vík 1909—13), 392).
í Jarcfabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, saman tekinni á
rannsóknarferðum þeirra 1702—1712, er jörðin aðeins nefnd Kjarn-
holt („Kiarnhollt (in plurali)“). Samt þekkir Árni Magnússon hina
mynd nafnsins, Keldn(a)holt, sbr. athugasemd hans sem hér var til
færð, þar sem hann gefur í skyn að sú mynd sé enn algeng á hans
dögum og telur hana upprunalegri. Allt bendir þetta til að breyting
j