Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 85
Doktorsvörn
Róuiírt A. Ottósson.
Sancti Thorlaci Episcopi
Ojjicia Rhytmica et Proprium
Missœ in AM 241 A Folio.
Bibliotheca Arnamagnæana, Suppl. III.
Ejnar Munksgaard.
Kopenhagen 1959.
Ilinn 10. októbcr 1959 varði Róberl A. Ottósson, hljómsveitarstjóri, rit sitt
Sancti Thorlaci Episcopi Ojjicia Rhytmica et Proprium Missœ in AM 241 A
Folio fyrir doktorsnafnbót í heimspeki við Háskóla Islands. Grein sú, er hér fer
á eftir, er að stofni til andmæli við doktorsvörnina, og er það ástæðan til þess,
að hér er aðeins rætt um nokkra þætti bókarinnar, en hinn andmælandinn, próf.
dr. Bruno Stablein frá Erlangen, Þýzkalandi, fjallaði aðallega um hinn tónlistar-
sögulega þátt verksins. Greininni íylgja þrír sérkaflar til nánari skýringar á
lveim þýðingarmiklum alriðum.
FYRir liggur á dóntþingi þessu merk rilgerð, er veitir nýja og
mikla innsýn á svið tónlistar- og menningarsögu liðins tíma —
ekki eingöngu íslendinga, heldur og annarra þjóða. Það mun engum
dyljast.
Það er sómi fyrir Háskóla Islands, að ritgerð þessi skuli varin hér.
hennan sóma hefur doktorsefnið sjálft kosið. Það er og sórni, en
nokkur vandi, að vera kvaddur lil að láta uppi álit um jafnfágaða
fitgerð, en það er þá einnig ljúft og þakklátt verk.
Aðaluppistaða andmælanna verður þá sú, að spunnið verður úr
nokkrum þáttum, sem doktorsefni sjálft er búið að kemba efni í.
Jafnframt verður drepið á þau mjög óverulegu atriði, sem hægt er
að gagnrýna.
Að því leyti, sem tekur til handritsins sjálfs, má gera nokkrar at-
hugasemdir. Handritalýsingin í safnskrá Kálunds getur af skiljan-