Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 150
146
RITFREGNIR
svo orð, sem helzt eru notuð í daglegu tali í almúgamáli, sem varðveitt hafa
hljv.-sérhlj., þar sem það eru aftur á móti orð um almenn hugtök og svokölluð
„menningarorð“, sem hafa breiðzt út hljv.-laus. T. d. hefur aln breiðzt út hljv.-
laust í verzlunarmáli um allan Noreg. Til viÖbótar þessu hefði höf. mátt benda
á, að þegar eitthvert einkenni hefur mismunandi mállýzkuútbreiðslu í einstök-
um atriðum eða jafnvel einstökum orðum, þá er yfirleitt um að ræða útbreiðslu
vegna utanaðkomandi áhrifa, þó að ekki sé til að dreifa ólíkum merkingarflokk-
um orða. Er þetta alkunna í almennri mállýzkulandafræði, og er eitt gleggsta
dæmið í germ. málum útbreiðsla háþýzku hljóðfærslunnar, sem nær mjög mis-
langt norður í einstökum þáttum sínum og jafnvel í einstökum orðum.
Höf. ræðir heldur ekki til neinnar hlítar, hvar verið hafi í Svíþjóð kjarn-
svæði hljv.-Iausu myndanna, sem þær hafi breiðzt út frá, né heldur hvernig þær
hafi orðið til á því svæði, hvort það hafi verið við hljóðrétt samfall a og p eða
við áhrifsbreytingar. Ekki virðist hún telja þessar ntyndir hafa breiðzt út fyrst
og fremst frá vissum svæðum í Austur-Svíþjóð, sem verið hafi hljv.-laus frá
upphafi, eins og Hesselman taldi (sbr. að frantan), því að hún álítur (s. 293),
að einnig á þessum svæðuni hafi orðiÖ u-hljv. (Gollandi, Eystra Auslur-Gauta-
landi).
f III. kap. (s. 302—330) fjallar höf. loks um hljv.-Iausar orðntyndir í vestur-
norr. „eymálunum“ (ísl., fær., og hjaltl. og orkn.), og hefur hún í því sam-
handi m. a. athugað mikinn fjölda ísl. bréfa og skjala frá 14. og 15. öld. Hún
sýnir fram á, að þessum myndum fækkar, eftir því sem vestar dregur. Fæstar
eru þær í ísl. (í nýísl. aðallega hattur f. hgttr; ef til vill einnig þakk, s. 304).
Hún bendir einnig á, að ósennilegt sé, að þessar myndir hafi orðið til sjálfstætt
í hverju máli fyrir sig (við áhrifsbreytingu, eins og t. d. Noreen laldi), þar sem
að miklu leyti sé um sömu orð að ræða í öllum málunum; hljóti því að vera
beint samhengi á milli þeirra. Hún hendir á, að þessar myndir nái mestri
útbreiðslu í miðaldamáli og séu þá mun fleiri en í nýmáli (í ísl. t. d. hall, hand,
kattr o. fl.), þ. e. um svipað leyti eða nokkru eftir, að þetta einkenni breiddist
aðallega út í norsku. Telur hún því, að þessar myndir eigi rætur sínar að rekja
til norskra áhrifa (síður danskra, þar sem þeirra gætti minna á þessum tíma)
og séu þannig yzti anginn af þeirri þróun, sem varð í norsku fyrir sænsk áhrif-
Þessu til stuðnings bendir hún m. a. á, að síðar, er sainbandið við Noreg fór að
losna og norsk áhrif að dvína, fari þessum orðmyndum fækkandi.
Um það liefur verið deilt, hvort hinar hljv.-lausu orðmyndir í fornbréfunum
ísl., sem síðar hurfu úr málinu, hafi náð fótfeslu í ísl. talmáli eða hafi aðeins
verið ritmálsmyndir, teknar eftir norskum fyrirmyndum eða komnar inn ineð
norskum skrifurum. Virðist höf. álíta, að þetta hafi veriÖ lalmálsmyndir i
ríkara mæli en aðrir fræðimenn hafa talið (t. d. Björn K. Þórólfsson, Jón
Helgason, er töldu þó sumar þessara mynda, t. d. hall, örugglega hafa verið not-