Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 145
RITFREGNIR
141
14, §16, ú > ö f. ú > ö; s. 70, §110, spákr f. spakr; s. 79, §118, setningin „1.
Som opt koinpareras ...“ er tvítekin: I fyrra skiptið á að slanda: 1. opt ofta —
optar — optast; s. 79, §118, víða, víðast f. víðar, víðast; s. 92, §128, brynnar f.
brýnnar; s. 107, §150, 3, jaðl f. jáði; s. 112, §158, briotið f. briótið; s. 118, §166,
fyrsta línan („I konstruktionen ...“) er tvítekin.
Að lokum skal fram tekið, að þrátt fyrir þá gagnrýni á einstökum atriðum,
sem hér hefur verið sett fram, þá er hókin í heild vel úr garði gerð og hefur að
geyma mikinn fróðleik, miðað við stærð. Þó virðist ekki líklegt, að hún geti
komið í stað þeirra kennslubóka, sem nefndar voru í upphafi, þar sem hún er
hvorki eins ýtarleg og þær né öðrum kostum búin í ríkara mæli.
HREINN BENEÐIKTSSON
Háskóla lslands,
Reykjavík.
Gun Wiumark. Uet nordislca u-omljudet; en dialektgeograjisk
undersökning. 1. A. Text. 1. B. Kartor. Skrifter utgivna av Insti-
tutionen för nordiska sprák vid Uppsala Universitet, 6. Uppsala
1959. 366 bls. + 22 landabréf.
Hökundur þessarar bókar, frú Gun Widmark, er vel þekktur hér á landi, þar
sem hún var sendikennari í sænsku við Háskóla Islands um árabil (1950—
53). I riti sínu, sem vera mun doktorsritgerð, ræðir hún um skipti milli hljóð-
verptra og hljóðvarpslausra u-hljóðvarps-orðmynda eins og hönd (hond, hpnd):
liand. í norrænum málum, einkum norsku. í 1. kap. (s. 7—17) er stutt yfirlit yfir
eldri rannsóknir og kenningar um it-hljv. Allar síðari tíma rannsóknir eru
hyggðar á kenningum Axels Kocks og S. Söderbergs, en samkvæmt kenningum
Kocks greinist a-hljv. í tvennt: (1) eldra u-hljv., er it féll brott og olli hljv.;
þetta liljv. varð í öllum norrænum málum; (2) yngra it-hljv., er it, sem hélzt,
olli hljv.; þetta hljv. varð aðeins í ísl. og vesturnorsku. Kock byggði kenningu
sína um yngra it-hljv. á því, að í fornu austurnorrænu og austurnorsku (einkum
þrænzku) ritmáli er sérhlj. yfirleitt táknað a (t. d. allum mannum f. gllum
niQnnum). Síðan hefur hins vegar verið sýnt fram á, að leifar eru af þessu it-
hljv., einkum í örnefnum, í nútíma-austurno. mállýzkum (E. Wadstein, A. B.
Larsen, O. Skulerud o. fl.) og einnig í sænsku, ef til vill að undanteknum viss-
um svæðum í Austur-Svíþjóð (Hesselman). Er því ríkjandi skoðun nú sú, að
þetla hljv. hafi orðið á öllu eða mestöllu norr. málssvæðinu, en hljv.-lausar
myndir í fornum ritum og síðar eigi fyrst og fremst rætur sínar að rekja til
áhrifsbreytinga, sem hafi getað verið mismunandi í ólíkum mállýzkum, svo og,
að fornu, til ritmálsálirifa og -blöndunar.