Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 54
52
HELGI GUÐMUNDSSON
álitið textann brenglaðan og prentar jloklcr.B Ári síðar er sagan gefin
út af Konráði Gíslasyni; hann prentar sklokr innan gæsalappa, en
getur þess til neðanmáls að slclokr standi fyrir slokr; setur þó spurn-
ingarmerki við.c Jakobsen prentar sklokr innan gæsalappa,7 Valdi-
mar Ásmundarson slokr eftir tilgátu Konráðs,8 Guðni Jónsson
sklokr,0 og loks Jón Jóhannesson slokr eftir tilgátu Konráðs, en til-
færir leshætti handritanna neðanmáls.10
Er nú ljóst að um orðið slokr, slokur sem komið er inn í orðabæk-
ur eru engar heimildir; það er aðeins tilgáta Konráðs Gíslasonar til
skýringar á torkennilegri orðmynd.
Þýðingin ,slefa, froða úr munni dýra‘ kemur fyrst fram í orðabók
Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar og sömu þýðingu tekur Jón Jó-
hannesson upp í útgáfu sína. Vandséð er að orðið geti merkt annað.
II
Ekki er að undra að orðið sklokr hafi orðið útgefendum nokkur
þyrnir í augum; orðið kemur aðeins fyrir á þessum eina stað og er
að auki hljóðfræðilega séð mjög sérkennilegt. Samhljóðasambands-
ins skl- er ekki að vænta í upphafi íslenzkra orða af germönskum
uppruna og hlýtur orðið því að vera tökuorð.
í skozk-gaelisku kemur fyrir orðið sgleog og merkir ,saliva, snot,
phlegm, drivel‘.11
5 Analecta norrœna, herausgegeben von Theodor Möbius (Leipzig 1859), 181.
6 Fire og jyrretyve .... pr0ver af oldnordisk sprog og literatur udgivne af
IConr. Gislason (Kjpbenhavn 1860), 55.
7Jakob Jakobsen, AustfirSinga sggur (Samfund til Udgivelse af gammel
nordisk Litteratur, XXIX; Kpbenhavn 1902—03), 228.
8 Þorsteins saga SíSu-Hallssonar, búið hefir til prentunar Vald. Ásmundarson
(Reykjavík 1902), 19.
8 AustfirSinga sögur, Guðni Jónsson bjó til prentunar (íslendinga sögur, X;
Reykjavík 1947), 399.
10 íslenzk fornrit, XI, 315.
11 Edward Dwelly, The Illustrated Gaelic-English Dictionary (Glasgow 1949),
826; einnig Norman MacLeod og Daniel Dewar, A Dictionary of the Gaelic
Language (London 1845), 512.