Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 133
LUDVIG LARSSON
129
Þessar orðabækur eru ómissandi hjálpargögn fyrir alla sem fást
við íslenzka málsögu og handritafræði; þær hafa einnig mikið gildi
fyrir samanburðarmálfræði yfirleitt. Nú eftir mörg ár er tilsvarandi
orðaskrá yfir hin elztu norsku handrit komin út,-7 og vonandi fást
menn til að halda áfram að vinna — og að kosta — slík nauðsynja-
verk. Sannleikurinn er sá að rannsóknir á mörgum mikilvægum at-
riðum í íslenzkri mál- og bókmenntasögu — þróun íslenzks framburð-
ar, tímasetningu islenzkra miðaldatexta, tökuorðum, mállýzkum, er-
lendum áhrifum — hljóta að verða ófullkomnar, meðan þannig er á-
statt að við eigum ekki fleiri orðabækur, eins yfirgripsmiklar og eins
nákvæmar og bók Larssons, er ná yfir mörg handrit frá því um 1250
þangað til á 15. öld. Til dæmis hefur D. A. Seip á síðustu árum bent
á margt í íslenzkum handritum sem mætti skýra með því að gera ráð
fyrir norskum frumritum.28 Oft eru ekki föng á öðru en að láta slík-
ar skýringar liggja milli hluta, vegna þess að við getum ekki dæmt
um þær fyrr en við fáum frekari upplýsingar um, hvort svipuð dæmi
og hve mörg komi fyrir í öðrum handritum. Og hefði skrá yfir orð-
myndirnar í Möðruvallabók verið til, þá hefði Seip varla komizt að
þeirri niðurstöðu unr eitt aðalhandrit Sturlunga sögu að það væri
skrifað eftir frumriti rituðu af Norðmanni.2!) Um stafsetningarein-
kenni sem geta haft þýðingu fyrir aldur frumrits, skal ég leyfa mér
að nefna eitt lítið dæmi, sem sýnir m. a. hvað mikið við eigum Lars-
son að þakka að hann hafði að engu heilræði Brenners um að sleppa
öllum skáletrunum. í norska rikisskjalasafninu í Osló er varðveitt
falla fliot vnd kono sÍNne) og h'ta á vnd sem forsetningu (e. t. v. er þá jafnvel
meira háð í vísunni). Maður fær þá skothending fyrir aðalhending, en aðal-
hending vantar líka í öðru og fjórða vísuorði, enda skiptir það litlu máli þegar
Wiðað er við að fara sem næst handritinu sjálfu. Utgefandinn þurfti ekki að
binda sig við þýðingar Finns í þessu tilfelli og öðrum (sjá Glossar, 4).
27 Ordforr&dct i dc eldste norske h&ndskrijter til ca. 1250, utg. av Gammel-
"orsk Ordboksverk ved Anne Holtsmark (Oslo, 1955).
28 Sjá t. d. ritgerðasafn Seips, Nye studier i norsk sprákhistorie (Oslo 1954),
°g Maal og Minne, 1957, 82—207.
20 Sbr. Jakob Benediktsson, Sturlunga Saga (Early Icelandic Manuscripts in
f'acsimile, Vol. I; Copenhagen 1958), 15—16.
■SLENZK TMNCA
9