Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 71
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR
69
íugl hafi ekki tekið að verpa að ráði í eynni fyrr en alllöngu eftir
landnám og eyin, sem áður hafi aðeins heitið Freykja, þá líka fengið
nafnið Geirfuglaslcer? Um þetta get ég ekki dæmt.
Greppur
Bréfritari í Borgarfirði vestra skýrði okkur eitt sinn frá því, að
þar væri kk.-orðið greppur haft um litla eða þrönga flík, og veit ég
ekki til, að sú merking orðsins hafi áður komizt á bækur. Við tókum
þá að spyrjast nánar fyrir um þetta orð og fengum af því ýmsar fregn-
ir víðsvegar að. Menn könnuðust við það vestanlands og sunnan og
allt norður í Skagafjörð, en við höfðum hinsvegar engar spurnir af
því af Austfjörðum og eystri hluta Norðurlands. Aðalmerkingin var
jþröng, hlaupin flík‘. Víða var orðið notað um þófna og róna sjó-
vettlinga, vettlingakútla, en líka um sokka og bolflíkur eins og peysur
eða skyrtur, t. d. skyrtugreppur; þetta er orðinn soddan greppur, að
þú kemst ekki í það var algengt orðlak um þröngar og þófnar flíkur,
t- d. á krökkum.
En nú kom annað orð í kjölfarið, sem rifjaðist upp fyrir hlustend-
um í sambandi við orðið greppur, en það var kk.-orðið grippill eða
S’eppill. Orðmyndin greppill virðist bundin við Húnavatnssýslu, en
annarsstaðar er myndin grippill einráð, að því er ráðið verður af
þeim heimildum, sem við höfum undir höndum. Útbreiðslusvæðið er
svipað og að því er varðar orðið greppur. Við höfum ekki fengið
ueinar fregnir af þessu orði af Austurlandi eða Norðurlandi eystra.
En ekki skal þó fullyrt að svo komnu, að orðin greppur og grippill
þekkist ekki á þeim slóðum. Grippill eða greppill er likrar merkingar
°g greppur. Það er fyrst og fremst haft um litla og þófna flík, vettl-
lnga, peysu, sokka o. s. frv.; þella er orðinn óttalegur grippill (um
litla holflík á krakka); þetta eru Ijótu gripplarnir (um þrönga og
þófna sokka); hann var góður, en er orðinn grippill (um bol). Al-
gengast er þó að nota orðið um kútþófna vettlinga. í Húnavatnssýslu
er greppill haft í þeirri merkingu, en einnig um þrönga og óþjála flík
yfirleitt; bölvaður ekkisen greppill er þetta (um skorpinn og krukl-