Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 140
136
RITFREGNIR
í einum kafla eru rætldar tölfræðilegar rannsóknaraðferðir innan málvísind-
anna. Er þar vikið að mörgum merkilegum vandamálum, sem hér eru ekki tök á
að rekja. Eitt þeirra er tíðni orða í málum. Rannsóknir á henni eru nauðsynleg
undirstaða undir 9kynsamlega málakennslu. Er undarlegt, að íslenzkir kennarar
og kennslubókahöfundar hafa að mestu látið slíkar rannsóknir sem vind uni
eyrun þjóta. Væri t. d. ekki skynsamlegt að rannsaka rækilega, hver orð íslenzk-
um unglingum er nauðsynlegast að kunna að stafsetja fremur en reyna að leita
uppi sem sjaldgæfust orð og orðmyndir?
f síðasta kafla hókar er rakinn sá þáttur, sem sálfræði og heimspeki eiga í
þróun málvísindanna. Er þar vitanlega á margt minnzt, en einna veigamestur
er þátturinn um Karl Biihler, enda voru áhrif hans mjög mikil og eru raunar
enn. Þar er einnig greint frá hinu nýja verki Friedrichs Kainz, Psychologie
der Sprache. Lok þessa kafla eru helguð kenningum um uppruna málsins.
Undarlegt er það, að þar skuli ekki minnzt á kenningar Alexanders Jóhannes-
sonar. Það er kunnugt, að prófessor Malmberg er þeim andvígur. En það er
engin afsökun. Hann er greinilega andvígur mörgum kenningum, sem hann
ræðir um í bók sinni. En þess ber að gæta, að fáir núlifandi menn liafa helgað
svo mikið starf rannsóknum á uppruna málsins, og kenninga hans bar að geta
annaðhvort til lofs eða lasts.
Ef á heildina er litið, er bók prófessors Malmbergs hið þarfasta verk. Ég
hefði kosið hana lengri og rækilegri. En um slík sjónarmið má deila. Mér virð-
ast að vísu ýmsir þættir málvísindanna, svo sem beygingafræði, orðmyndunar-
fræði og setningafræði, verða að hálfgerðum olnbogabörnum í bókinni, og veit
ég ekki, hverju sætir. En allt um það er bókin skemmtilegur og menntandi lest-
ur. En hvernig væri, að einhver tæki sig nú til og ritaði sögu textafræðinnar,
einkum norrænnar textafræði til viðbótar bók prófessors Malmbergs?
HAI.LDÓR HALLDÓRSSON
Háskóla íslands,
Reykjavík.
Elias Wessén. Islánclsk grammatik. Scandinavian University Books.
Svenska bokförlaget/Norstedts. Stockholm 1958. iv + 124 bls.
Bók þessari mun fyrst og fremst ætlað að vera kennslubók í fornu íslenzku
máli við háskóla á Norðurlöndum. Er henni því ætlað svipað hlutverk og
t. d. Norrfin grammatikk Ragnvalds Iversens, Olclnordisk grammatik eftir Harry
Andersen eða Altislandisches Elcmentarbuch Andreasar Heuslers.
Er semja skal kennslubók eins og þessa, er ætíð vandamál, hvernig efnið skal