Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 10
8
HALLDÓR IIALLDÓRSSON
Ábóti segir þeim, at honum þótti búnaðarmunr mikill ok
þótti vera it mesta hætturáð at berjast, „en sá mun á baugi,
ef eigi er sætzt“.
Merkingin virðist hér vera ,ekki er annars kostur, ekki verður það
umflúið1.4
Sama afbrigði orðtaksins er einnig að finna í Gríms sögu loðin-
kinna:5
Þá var komit at kveldi; bjó Geiríðr þá sæng, ok spurði,
hvort Grímr vill liggja einsaman eða hjá sér; Grímr kvað
heldr vilja liggja einsaman; hún kveðst þá aungva stund vilja
áleggja at græða hann; Grímr sá at þat mátti honum eigi
nægja, ok kveðst þá heldr mundu hjá henni liggja, ef sá væri
á baugi.
Merking orðasambandsins er hér mjög svipuð og í Sturlungu. Ef
sú vœri ú baugi merkir hér ,ef sá (illi) kostur byðist1.
Þess má geta, að sumir fræðimenn telja — eða hafa talið — að
orðtakið eiga á baugi komi fyrir í lausavísu eftir Egil Skallagríms-
son,° en ósennilegt er, að þessi skilningur vísunnar sé réttur. Orða-
sambandið á baugi er í Möðruvallabók (AM 132, fol.), en í Wolfen-
biittelbók og Ketilsbók (AM 453, 4to) stendur at baugi. Sigurður
Nordal tekur þann rithátt fram yfir í sinni útgáfu og hyggur, að
baugr merki hér ,skjaldhringur‘.7 Virðist mér það eðlilegur skiln-
ingur. Finnur Jónsson breytir textanum og fær fram kenninguna
bauga œgir.% Ég treystist ekki til að fullyrða meira en það, að óvíst
sé, hvort orðtakið kemur fyrir í vísunni. í þessu sambandi skiptir
4 í Sturl., II, 307, er orðasambandið sá mun á baugi sagt merkja „það verður
ofan á“. Að minni hyggju er þessi þýðing ónákvæm, líklega meira gerð undir
áhrifum frá nútíðarmerkingu orðtaksins e-ð er á baugi en með hliðsjón af merk-
ingu orðtaksins og afbrigða þess í fornmáli.
5 Fornaldar sögur Nordrlanda (Kaupmannahöfn 1829—30), II, 150.
fi Sjá Lexicon poeticum antiquœ linguœ septentrionalis, conscripsit Svein-
björn Egilsson (Hafniæ 1860), 40, og endurgerða útg. Finns Jónssonar (2. útg.;
Kdhenhavn 1931), 37.
7 íslenzlc fornrit, II (1933), 202—203.
8 Den norsk-islandske Skjaldedigtning (K0benhavn og Kristiania 1912—15),
B, I, 48—49.