Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 2
Leiðari:
Nýtt kvennablað, Vera, hefur nú göngu sína. Nýtt og
hressilegt blað sem cetlar sér það hlutverk að koma á
framfceri sjónarmiðum kvenna. Málgagn kvenna, tíma-
rit fyrir alla sem láta sig jafnréttismál einhverju varða.
I borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor
greiddu tæplega 6000 kjósendur Kvennaframboðinu
atkvæði sitt. Tveir fulltrúar Kvennaframboðsins sitja í
borgarstjórn. Á Akureyri greiddu rúmlega 1100 kjós-
endur atkvœði sitt til Kvennaframboðsins og þar sitja
nú tveir fulltrúar í bæjarstjórn.
Tilgangur Kvennaframboðanna í kosningunum í vor
var fyrst ogfremst að vekja konur til vitundar um stöðu
sína og hlutverk.
Þátttaka kvenna í hefðbundnu stjórnmálastarfi hefur
verið lítil til þessa, þrátt fyrir lagalegt jafnrétti. Kon-
ur hafa alltof lengi látið sig stjórnmál litlu varða
Þær hafa látið plata sig og talið sér trú um að þær hafi
ekkert til málanna að leggja. Þetta hefur beinlínis leitt til
þess að hagsmunir kvenna hafa verið fyrir borð bornir.
I Ijós kemur að þegar konur taka til við baráttuna, þá
eru baráttumálin kölluð kvennamál. Konur berjast fyrir
kvennamálum, en karlar fyrir.. . ja, ,,mikilvægum“
málum! Það sést best á því að ef rætt er um skipulag
Reykjavíkurborgar er það baráttumál flokka eða hópa
hvernig staðið er að því. Efinn í dæmið er tekin krafan
um bætta leikvallaþjónustu og aðstöðu fyrir börn í
skipulaginu kallast það kvennamál og þykir léttvægara
en annað.
Þessu gildismati viljum við breyta.
Hvers vegna kvennablað?
Oft var þörf en nú er nauðsyn. Konur um allt land
eru að vakna til vitundar um mcitt sinn og megin. Slík
hreyfing þarf nauðsynlega á vettvangi að halda til um-
ræðna og skoðanaskipta. Kvennaframboðin hafa sýnt
svo að ekki verður um villst að áhugann skortir ekki.
Vera er liður í baráttu íslenskra kvenna fyrir bættum
kjörum og auknum áhrifum. Verum með í þeirri bar-
áttu.
VERA
1/1982 OKTÓBER
Útgefandi:
Kvennaframboðið
í Reykjavík, Hótel Vík
sími 21500
Ritnefnd:
Elín V. Ólafsdóttir
Elísabet Guðbjörnsdóttir
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
Jóhanna V. Þórhallsdóttir
Kristjana Bergsdóttir
Magdalena Schram
Þóra Sigurðardóttir
Þær sem að auki unnu að blaðinu:
Anna Th. Rögnvaldsdóttir
Ása Jóhannsdóttir
Helga Haraldsdóttir
Hrefna Haraldsdóttir
Ina Salóme Hallgrímsdóttir
Rut Hallgrímsdóttir
Svala Sigurleifsdóttir
Þórakatla Aðalsteinsdóttir o.fl.
Setning, umbrot og prentun:
Prentsmiðjan Hólar hl'.
Ábyrgðarmaður:
Elísabet Guðbjörnsdóttir