Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 17

Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 17
reisa íbúðabyggð í Vatnsmýrinni en minna fjallað um aðra og ekki síður mikilvæga þætti sem snerta flugvöllinn þar s. s. mengun og slysahættu. í þessu sambandi er vert að gefa gaum varnaðarorðum slökkviliðsstjórans í Reykjavík. Hann telur slysahættu þaö mikla, að stefna beri að því að flytja alla flugvallarstarfsemi úr miðborginni. í bréfi hans til borg- arráðs segir: ,,Á hálfu ári hafa átt sér stað tvö hörmuleg flugslys, í Wgshington 13. janúar og New Orleans 10. júlí, þar sem flúgvellir hafa veriö inni í byggð, sem vélarnar hafa hrapað á, og valdið bæði rnann- og eignatjóni umfram það, sem annars hefði orðið, ef vellirnir hefðu verið utan við byggðina. Undirritaður hefur oft áður bent á þá hættu sem á sama hátt stafar af Reykjavíkurflugvelli og telur það skyldu sína aö ítreka þaö nú. Miðað viö þá takmörkuðu starfsemi, eingöngu innanlandsflugið, sem nú fer fram á vellinum, er tekin alltof mikil óþarfa áhætta fyrir borgarbúa og byggðina í borginni." Sólrúrt Gísladóttir. Slökkviliðsstjóri: Stefna ber að því ad flytja alla flugvallarstarf- semi úr niiðborginni „AÐ GLÍMA VIÐ KERFIГ Saga af skóladagheimili í Seljahverfi Glíman hefst Á öðrurn fundi nýskipaðs félagsmálaráðs hinn 24. júní s. 1. var nt. a. á dagskrá ráðsins samþykkt frá fræðsluráði um að nota húsvarðaríbúð í Breiðagerðisskóla sem skóladag- heimili í vetur. Pess skal getið að í næsta nágrenni við skólann er starfandi annað skóladagheimili, nánar tiltekiö í Heiðargerði. Jafnframt var því lýst yfir aö þetta skóladag- heimili skyldi notað fyrir börn hvaðanæva úr bænum og þó einkunt og sérílagi fyrir börn úr Seljahverfi, en þar er ekkert skóladagheimili. Ég gerði athugasemdir við þessa áætlun og benti á erfiðleika foreldra úr fjarlægum hverfum á að nýta sér þetta tilboð hefðu þau ekki bíl til umráða. í öðru lagi tæki slík lausn ekki mið af þörfum barnanna. Pað væri óeðlilegt að slíta börn með rótum úr sínu heimahverfi og setja þau tímabundið í nýjan skóla og nýtt umhverfi. Eðli- legra væri að nýta þetta skóladagheimili fyrir börn úr hverf- inu án tillits til hjúskaparstöðu foreldra og leggja allt kapp á að koma upp skóladagheimili í Seljahverft fyrir haustið. Þessar athugasemdir fengu engan hljómgrunn í félags- málaráði. Fulltrúar Kvennaframboðs ákváðu þá að flytja tillögu á næsta borgarstjórnarfundi, 1. júlí s. I. þess efnis að skóladagheimilið í Breiðagerðisskóla yrði ætlað börnum í því hverfi án þess aö rígbinda innritun við forgangshópana svokölluðu, þ. e. börn einstæðra foreldra og börn frá fjöl- skyldum sem eiga við sérstaka félagslega erfiðleika að stríða. Jafnframt, að þegar í stað yrði fundic) húsnæði fyrir skóladagheimili í Seljahverfi. Þessari tillögu vísaði borgarstjórn til félagsmálaráðs. Þar var hún lögö fram á fundi 8. júlí s. I. Fyrrihluti hennar var felldur á næsta fundi á eftir, en seinni hluti hennar felldur með frávísunartillögu meirihlutans hinn 9. ágúst s. 1. Forsagan Strax eftir að ntál þetta var fyrst rætt í félagsmálaráði fór ég að reyna að afla mér frekari upplýsinga um forsögu þess. Hún er í stuttu máli þessi: Áskoranir um að koma á fót skóladagheimili í Seljahverfi fóru að berast félagsmálaráði og fræðsluráði þegar í marz s. I. og hafa verið ítrekaðar nokkrum sinnum síðan. Að þeim stóðu foreldrafélög, skólastjórar í hverfinu, starfsfólk Félagsmálastofnunar Reykjavíkur og Sálfræðideildar skóla svo og Félag einstæðra foreldra. Þessar áskoranir virðast hafa ýtt við viðkomandi ráðum því í byrjun maí s. I. samþykkti félagsmálaráð að starfrækja skyldi skóladagheintili í vtVur í færanlegum kennslustofum við Seljaskóla, en þar voru fimm slíkar stofur, sem fyrir- sjáanlegt var að ekki yrðu notaöar við þann skóla í vetur. Þcss skal getið að engar upplýsingar unt forsögu málsins fengust öðru vísi en að leita þær uppi eftir ýmsum króka- leiðum. Á tímabilinu frá því að tillaga Kvennaframboðs var send félagsmálaráði og þar til meirihluti ráðsins vísaði henni frá var rætt um málið á öllum fundum ráðsins. Félagsmálastjóra og framkvæmdastjóra dagvistar barna var falið að kanna möguleika á kaupum, leigu eða útvegun á lausri kennslustofu í viðbót við þá sem eftir var við Selja- skóla. Fræðsluráð hafði nefnilega þegar ráðstafað fjórum af stofunum fimm án samráðs við félagsmálaráð, þrátt fyrir samþykkt ráðsins í maí. I svona kerfum heyrir það fremur til undantekninga að stofnanir vinni saman. Þar ríkja smá- kóngasjónarmið embættismanna, sent horfa þröngt og hugsa aðeins um sína stofnun. Áðurnefndir embættismenn mættu jafnan á fundi ráðsins ráðleysið uppntálað og höfðu í frammi úrtölur. Ekki er ósennilegt að lítill dugur þeirra endurspegli áhugaleysi meirihlutans í ráðinu á málinu. Ég og annar fulltrúi minnihlutans í félagsmálaráði fórum því á fund forstööumanns byggingadeildar borgarinnar til þess að fá skýr svör varðandi fjármagn til kaupa á einni færanlegri kennslustofu sem til þurfti til þess að hægt væri að reka heimilið. Forstööumaðurinn er sá embættismaður borgarinnar sent hefur eftirlit og yfirlit yfir tjárhagsstöðu framkvæmda á vegunt borgarinnar. Hann tjáði okkur að hægt væri að koma upp færanlegri kennslustofu á 4 vikunt. Sömuleiðis aö fjármagn til þessa væri óverulegt þegar litið væri á heildarfjárveitingu til byggingar dagvistarstofnana. Auðvelt ætti því að vera að koma heimilinu í gang í haust væri vilji fyrir hendi í félagsmálaráði. Með þessar fréttir íbúö í Brciða)>cröi.s.skúla álti aö þjúna scm skolada^hciiuili fyrir börn úr Seljahvcrfi Danni um ráölcysi iif> dáðlcysi embættismanna

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.