Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 11
Fjölskyldan hefur, eins og allir vita, tekið mjög miklwn breytingum
síðastliðna áratugi. Fyrir tíma iðnbyltingar og þéttbýlisþróunar var at-
vinnu- og fjölskyldulíf nánast eitt og hið sama. Pví næst öll verðmœtasköp-
ttn þjóðfélagsins fór fram á vettvangi heimilis og fjölskyldu. í dag er þessu
öðruvísi farið og vísar heimilið nú ífæstum tilvikum til vinnunnar. En það
er ekki bara vinnan sem flust hefur út af heimilinu. Nú er ríkisvaldið búið
að taka á sína átbyrgð ýmislegt sem áður heyrði undir fjölskylduna, s. s.
umönnun sjúkra og aldraðra og kennslu barna. Mörgum þykirþví að búið
sé að kippa stoðunum undan því að vinna kvenna innan heimilisins geti
talist fullt starf. Utivinna giftra kvenna eykst líka stöðugt, og nú er svo
komið að rúmlega 80% þeirra eru útvinnandi.
Ann Oakley er breskur félagsfræðingur sem gerði árið 1970 rannsókn á
húsmæðrum í London. Þá kom margt athyglisvert í Ijós. 75% húsmæðr-
anna kvörtuðu yfir tilbreytingarlausu og slitróttu starfi og 50% þeirra yfir
því að húsverkin væru þess eðlis að þeim lyki aldrei. Einmanaleiki virtist
hrjá þær margar og þœr kvörtuðu yfir lítilli virðingu sem húsmœður nytu,
og nefndu í því sambandi orðatiltœkið sem allir þekkja: „Hún er nú bara
húsmóðir.“ Oánægju með húsverkin gætti frekar meðalþeirra kvenna sem
höfðu fengið fullnægju í því starfi sem þœr gegndu ciður en þær gerðust
húsmæður. Pá kom í Ijós að konur úr verkalýðsstétt gátu betur aðlagað sig
húsmóðurstarfinu en konur úr millistétt. Flestar þessara kvenna höfðu þá
hugmynd að kvenfrelsiskonur hefðu engan áhuga á húsmæðrum lieldur
þvert á móti, litu niður á þær.
Eg rabbaði eina kvöldstund við 3 heimavinnandi liúsmæður um þeirra
störf og skyldur. Pað voru þær Elinóra Guðjónsdóttir sem á 2 dætur, 4ra
og 7 ára; Hanna Níelsdóttir sem á 5 ára dóttur og 4 ára son og Jónína
Guðjónsdóttir en hún á tvo syni, 2ja og 7 ára. Jónína erfyrir skömmu farin
út á vinnumarkaðinn aftur og gegnir þar hálfs dags starfi.
Mér lék forvitni á að vita hvers vegna þessar konur hefðu valið þann kost
að vera heimavinnandi nú á þeim tímum sem svo margar giftar konur
vinna utan heimilisins.