Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 24

Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 24
FRA ►oí.aNOA Hlutur kvcnna í hefðbundinni tónlistarmenningu liefur takmark- ast af ráðandi hugmyndum karla- samfélagsins um stöðu konunnar, hlutverk hennar og svonefnda „kvenlega eiginleika". Konur hafa ekki öðlast neinn heiðurssess á spjöldum borgara- legrar tónlistarsögu, á þær er yfir- leitt ekki minnst að fáeinum undan- skildum sem fengið hafa nöfn sín skráð (innan sviga) og þá oftast fyrir það að hafa verið ýmist eiginkonur, ástkonur eða dætur frægra tón- skálda og tónlistarmanna (Clara Wieck Schumann, Alma Mahler). í umfjöllun um þessar konur virðast persónuleg tengsl þeirra við tón- skáldin frægu og hlutverk sem eiginkonur þeirra vega þyngra á metunum en framlag þeirra sjálfra til tónlistar. En þrátt fyrir að hefö- bundin tónlistarsaga eyöi ekki orð- um á konur vitum við þó að konur hafa lagt stund á tónlist gegnum aldirnar hafa spilað, sungið og samið þó að borgaraleg hugmynda- fræði hafi verið þeim þrándur í götu. Til dæmis helur hljóðfæraval kvenna takmarkast af hugmyndum um viðeigandi „kvenleg" hljóðfæri sem voru í reynd býsna fá sé tekið mið af fjölda hefðbundinna hljóð- færa. I samræmi við ríkjandi viðhorf um að staða kvenna væri inni á heimilinu hefur tónlistariðkun kvenna að langmestu leyti farið fram innan fjögurra veggja þess. Tónlistariðkun á heimilunum blómstraði meö uppgangi borgara- stéttarinnar á 19. öld enda taldi borgarastéttin þaö einn af kvenleg- um kostum húsfrúarinnar að kunna að leika á píanó. Á sama hátt var það talið ungum stúlkum til tekna með tilliti til stöðu þeirra á hjúskap- armarkaðnum að geta spilað á píanó fyrir utan að bródera og tala slangur í frönsku. En að sjálfsögðu var þessi hljóðfæraleikur einskorð- aður við dagstofur betri heimil- anna. Á sama hátt og hugmyndir karla- samfélagsins hafa takmarkað þátt- töku kvenna í opinberu tónlistarlífi hafa þær líka haft áhrif á afstööu kvenna til tónlistar. Uppeldi kvenna miðaði að því að gera þær aö ósjálfstæðum tilfinningaverum og mótaði þá afstöðu til tónlistar sem einkenndist af þolandahætti og jafnvel yfirdrifinni tilfinningasemi í samræmi við viðteknar hugmyndir um „kvenlega eiginleika" og „kvenlegan veikleika". „Konum var gert að bregðast tilfinningalega við tónlist og hrósað fyrir að vera næmar sem hlustendur en þetta gerði þær ekki aðeins yfirmáta til- finningasamar heldur fjarlægði þær jafnframt tónlistinni; tónlist var eitthvað til að njóta án virkrar þátt- töku og tónlistarsköpun var svcip- uð dulúðarblæ og aðeins fyrir fáa útvalda." (Lindsay Cooper, bls. 17.) Eins og aðrar listgreinar gegnum tíðina fjallaði tónlistin um konur út frá sjónarhorni karlmannsins sem alltaf meðhöndlar konuna sem við- fang (object). Þetta er ráðandi sjónarhorn og er samtvinnað hug- myndafræðilegri skilgreiningu þjóðfélagsins á konunni. Þ.e.a.s. þessi skilgreining er byggð á sjónar- horni karlmannsins en ekki á hug- myndum kvenna um sigsjálfar. Sem dæmi um þetta má benda á hug- myndina um rómantísku ástina og hvaöa mynd af konunni birtist í list- um sem afleiðing af henni. „Mikið af tónlist sækir efnivið sinn í róman- tísku ástina sem tengist einkvæni órjúfanlega og gerir tilfinningalíf fólks að einkamálum ... Róman- tísk ást er fyrirferðarmikil í öllum tegundum veraldlegra söngva allt l'rá 12. öld og hún beinist aö konum — ekki bara af því að næstum öll tónskáld og söngvasmiðir eru karl- menn sem fjalla um einstaklings- reynslu sína heldur vegna þess aö samfélagið skilgreinir karlmanninn sem geranda og konuna sem þol- anda.“ (L. Cooper, bls. 17.) Skilgreining þjóðfélagsins á kon- unni sem þolanda og ósjálfstæðri tilfinningaveru á ckki margt sam- eiginlegt með hugmyndinni um hinn stórkostlega listamann, hinn sjálfstæða snilling fullan af guöleg- um sköpunarkrafti. Fyrir utan þætti eins og takniarkaða möguleika kvenna til menntunar, fjárhagslegt ósjálfstæði þeirra og innilokun á heimilunum er þessi skilgreining á konunni og „kvenlegum eiginleik-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.