Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 21

Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 21
ERLENDAR FRÉTTIRERLENDAR FRÉTTIRERLENDAR FRÉTTIR Rússland: Natalya Lazarcva, stofnandi fyrstu kristilegu kvennasamtaka Sovétríkjanna, hefur veriö hand- tekin og bíður dóms. Natalya stofnaði ,,Club Maria“ í mars 1980 ásamt með átta öðrum konum. Hópurinn gaf m. a. út „Almanak fyrir konur um konur" og tímaritiö María, en þá komu stjórnvöld í vcg fyrir frekari útgáfustarfsemi. Nokkrar kvennanna átta fluttu úr landi, aörar lentu t útistöðum viö valdhafa. Natalya Lazareva var handtekin í september 1980 og dæmd til tíu ára þrælkunarvinnu. Hún slapp þó úr klóm laganna en var handtekin aftur í mars s. 1. og ákærð fyrir and-sovéskan áróður. Sönnunargögnin voru tímaritið Maria. Hún mun nú bíða dóms. Kvenréttindakonur í Bretlandi og í Þýskalandi eru nú að skipuleggja bréfaskriftir til sovéskra sendiherra í viðkomandi löndum til að mót- mæla handtöku Natalyu. England: 1 Falklandseyjadeilunni blésu dagblöö og aðrir fjölmiðlar hetju- dáðir bresku hermannanna upp eins og blöðrur á forsíöunum. Tár- votar kærustur aö kveðja hetjurnar sínar á hafnarbakkanum voru myndaöar í bak og fyrir og haft el'tir þeim hversu stoltar þær væru af strákunum! Ef marka má fregnir úr útbreiddasta kvennablaði Eng- lands (og við meinum ekta kvenna- blaði!), Spare Rib, var hér enn þá einu sinni um að ræöa falsaða mynd af konum, því flestar eigin- konur og kærustur voru síður en svo stoltar af hetjunum sínum og síður en svo hressar með stríðið. Konur í Plymouth, hafnarborginni, þar sem flestir sjóliðar breska hers- ins búa, efndu til fjölmennra mót- mælafunda gegn stríðinu. Konur yfirhöfuð voru í miklum meirihluta þeirra, sem andmæltu framgöngu Breta á Falklandseyjum og voru einna duglegastar við aö benda á hræsnina, sem stjórnvöld sýndu með því að þykjast vera að berjast gegn fasisma Argentínu á sama tíma og þau selja fasista-stjórnum annars staðar í heiminum vopn. Og konurnar mótmæltu þeim ísmeygi- legu lygum fjölmiðla aö stríö væri hetjudáð og spurning um þjóðar- stolt. Þær sögðust meta mannslífin meir en slíkan þvætting. Bandaríkin: Efnahagsaðgerðir Reagan- stjórnarinnar hafa komið einkar illa niður á konum, segir sveitar- stjórnarkonan Barbara Boggs Sig- ismund í New Jersey í viðtali við þarlent blað. Eitt af því sem ríkis- stjórnin hefur komið til leiöar, er að láglaunakonur með börn á framfæri fá ekki lengur barnameð- lög og ókeypis heilbrigðisþjónustu, sem þær fengu þó áður. Slíka að- stoð er nú aðcins hægt að fá ef einstætt foreldri er atvinnulaust með öllu. Síðan þessi breyting var gerð, láta æ lleiri mæður skrá sig atvinnulausar svo þær ntegi áfram hljóta barnastyrkinn, því án hans geta þær ekki framfleytt sér og fjöl- skvldunni. Barbara þessi Sigismund mun hai'a látiö málefni kvenna sérstak- lega til sín taka i stjórnmálastörfum sínum og segir í því sambandi, að „svo lengi sem aðeins 12% stjórn- málamanna séu íulltrúar 51% þjóðarinnar, verða þær konur að einbeita sér að kvennamálunum". Hún bendir m. a. á þá skrýtnu staðreynd að konur, sem eru at- vinnurekendur geti dregiö kostnað vegna barna yngri en 15 ára frá skatti rétt eins og annan rekstrar- kostnað en á sama tíma fá launa- stéttir engar niöurgreiðslur á barnagæslu! „Eg er þeirrar skoð- unar," segir Barbara, „að konur verði að sameinast þvcrt á stétt og fjárhagsstöðu. fyrr verður ekki um að ræða efnahagslegt réttlæti til handa konum í þessu landi." Bar- bara Sigismund bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn við öldunga- deildarkosningar í vor. Á flokks- þinginu tapaði luin fyrir milljóna- mæringi nokkrum sem varði 900.000 dollurum í sjónvarpsaug- lýsingar einar saman í kosninga- baráttunni! Pólland: Eiginkonur stuðningsmanna Solidarnosc hafa horfið í fangelsi hver af annarri. Aðrar hafa verið reknar úr vinnu, börn hafa verið tekin að heiman og matar- skammtakort liafa verið tekin af konunum. Pólsk kvennasamtök í London hafa í sínum fórum nöfn 300 kvenna sem hafa horfiö spor- laust, líklega í vinnubúðir. Kvenna- samtökin heita Polskie Feminitsky, fara fram á þaö við kynsystur sínar um allan heim, að þær sendi föt til kvennanna í fangelsunum. þar er mjög kalt og tækifærisföt eru vel þegin aö sögn. Einnig er beðið um að konur skrifi pólsku stjórninni og mótmæli fangelsun kvennanna án dóms eða laga. Hægt er að skrifa bréfin til kvennanna í London og þær koma bréfum áleiðis til Pól- lands. Heimilisfangið er: Polskie Feminitsky, c/o 374 Gray’s Inn Road, London WCl. Dunmörk: Sveitafélögin í Kaupmannahafn- arumdætni hafa farið þess á leit við danska þingið að fæðingarorlofs- greiðslur verði lengdar í 12 mán. Fram til þess tírna sem þingið sam- þykkir þetta hafa sveitarfélögin boðist til að taka greiðslurnar á sig. Pessi lenging fæðingarorlofs er liður í því að koma til móts við hið mikla atvinnuleysi í Danmörku. Rökin eru sem sagt ekki heilsufars- ástand móður og barns eða félags- legur réttur foreldra. Það sem vakir fyrir mönnum er að rýma til á vinnumarkaðinum og koma þeim atvinnulausu í þessar stöður sem — í nær öllum tilfellum — konur hafa gegnt. Skv. núgildandi landslögum er greitt 4ra vikna orlof fyrir fæðingu og 14 vikna orlof eftir fæðingu. VERA VERA kemur næst út miðvikudaginn 10. nóvember. Aðalefnið þá verður OFBELDI. FRESTUR TIL AÐ SKILA GREINUM ER 27. OKTÓBBER. Styðjið VERU! — Skrifið VERU! 21 £

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.10.1982)
https://timarit.is/issue/346276

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.10.1982)

Aðgerðir: