Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 5

Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 5
Betty Friedan: „THE SECOND STAGE“ Betty Friedan, sú erskrifaði bók- ina ,,The Feminine Mystique", hef- ur sent frá sér nýja bók um konur og heitir sú „The Second Stage", sem við gætum e. t. v. nefnt „Nœsta skref í fyrrnefndu bókinni talaði Betty um þetta óskilgreinda vandamál sem grúfði sig yfir bandarískar millistéttarkonur á 5. áratugnum, þessa innri rödd sem hvíslaði: ég vil eitthvað meira en eiginmann, börn og heimili. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið og mörgu hefur verið áorkað. En hvað svo? Þess spyr Betty í nýju bókinni. I lún segist sjá sigurvímu ofur-kvennanna, þeirra sem öölast hafa tjárhagslegt og valdslegt jafnrétti, blikna fyrir von- brigðum og brostnum vonum. Konur vilja allt, þær vilja sigra á vinnumarkaðnum og eiga börn um leið. Þær reyna hvoru tveggja í senn — að standast kröfur vinnu- markaðarins og kröl'ur heimilisins. Fyrr nefndu kröfurnar hafa verið gerðar af körlum, körlum sem gátu einbeitt sér þar vegna þcss að þeir áttu konur heima — síðarnefndu kröfurnar voru settar af konum, sem uröu að sækja allt sitt stolt í þaö að vera fullkontnar húsmæður. Hvoru tveggja eru gífurlega háar kröfur. Og konur nú til dags leita eftir valdi, sjálfsmynd, stöðu og ör- yggi utan heintilis og eru þá í and- stöðu viö afturhaldsseggi og á sama tíma leita þær eftir ást, sjálfsmynd, stöðu og öryggi innan veggja heim- ilisins og eru þá í andstöðu við rót- tækar kvenréttindakonur. En kon- um er þetta hvort tveggja nauðsyn- legt. Betty telur að kvennahreyf- ingin nú verði að einbeita sér að því að samræma þetta tvennt, að konur verði að fá að endurskipu- leggja samfélagið í þá átt að þörl'- um þeirra sé fullnægt bæði utan heimilis og innan. Hún stingur upp á sveigjanlegri vinnutíma svo feður megi líka vera foreldrar barnanna sinna. Mæöra- og feðraorlof ætti að vera sjálfsagður hlutur svo kon- ur geti eignast börn án þess að þurfa að óttast stöðumissi eða stööulækkun. Barnagæsla, skóla- kerfið, tryggingakerfið, allt ætti að breytast í þá átt að konur geti gert hvort tveggja í senn, verið sáttar utan heimilis og innan. Betty kallar á byltingu í heimahúsum, ekki að- eins hvað varðar hlutverkaskipan heldur hvað varðar húsnæði og skipulagsmál. Og hún segir að kvennahreyfingin sé á blindgötu hvað varðar stjórnmálaathafnir, vandamálin séu óleysanleg. Von hennar liggur í körlunum — að kvennahreyfing síðustu ára hafi fengið þá til að spyrja nýrra spurn- inga, endurskoða gildismat sitt. Augu karlanna séu að opnast og að saman geti karlar og koriur fundið kraft og lausnir til að leysa vanda- mál, sem í þessu virðist ekki hægt að ráða fram úr. Ja hérna! Við Kvennaframboðskonur leggjunt til að Betty Friedan verði boðið til Islands til aö skoða hvað verið er að gera hér! (Ofangreindar upplýsingar um bókina „The Second Stage" eru fengnar úr bandaríska tímaritinu „Dialoeue.") HEIMILIÐ ’82 Barnavinir og kaupsýslumenn Hér á eftirfer saga ungra hjóna sem létu hafa sig að féþúfu, eins og margir aðrir á Heimilissýningunni '82. VERA telur það umhugsunarvert hvernig fésýslumenn notfœra sér hiklaust börnin og þarfir þeirra, til að nœla sér í auðfenginn gróða og til að ná tökum á barnafólki sem stendur varnarlaust framrni fyrir auglýsingaskruminu. VERA slœr því einnig fram hvort ekki sé tímabœrt að borgaryfirvöld sjái til þess að skipulögð séu almennileg leiksvœði og skemmtilegheit fyrir börn vítt og breitt um borgina alla? Þreytt ung hjón með tvö börn löbbuðu inn á sýninguna Heimilið '82. Vikan hafði verið erfið. Pabb- inn vann alltaf yfirvinnu og mamm- an smáskammtavinnu, skúringar á tveim stöðum og prjónaskap, það var út af börnunum, þau höfðu enga dagvistun, en hægt var að notast við skólastelpur eftir klukk- an 5. Það var búið að suða í tvær vikur um að fara í Tívoltið, — það var sýnt í sjónvarpinu. Foreldrarnir létu undan aö lokum, — þau gætu líka í leiöinni skoðað vörur á sýn- ingunni, sem þau tnyndu kaupa þegar íbúðin væri greidd, — eftir 20 ár eða svo. En hvað var þetta? Ha, kostar inn, 80 krónur fyrir manninn? Hjónin gjóuðu augunum hvort til annars, — fjárans okur, og þaö fyr- ir að glápa á auglýsingar, — jæja, þau voru komin á staðinn og börn- in oröin æst við aö heyra tívolí- hljóöin, — en ekkert var minnst á verð í sjónvarpsauglýsingunni, og 25 krónur fyrir börn, jahérna hafa börn not af heimilis-vörusýningu? Borga 185 krónur og skella sér inn. Börnin tóku auðvitað ekki annað í mál en að byrja í Tívolí, og hjónin skildu litlu angana ósköp vel. Fyrir þá var þetta ævintýraheimur, börn- in höfðu aldrei séö neitt þessu líkt, — þau þekktu bara róló, — þar var bara vegasalt og rólur, jú og sand- ur. Foreldrarnir skildu þetta ósköp vel. Nei — sko, litlir bílar sem keyra, — jú, þau máttu fara í bíl- ana. — Ha, — kostar.......? en við erum búin að borga sko hér eru miðarnir okkar. Nú, kostar þetta auka, jahá, á þetta kannski að vera áfram þegar sýningin hættir? Nei, ekki það — en er þetta þá ekki bara á sýningunni sem við höfum borgað okkur inn á? Nei, ekki það. Bara svona agn fyrir börnin, ójá. Jæja, þá voru það 70 krónur í við- bót, þ. e. 35 krónur fyrir bununa, og auðvitað þurftu bæði börnin að fara, og það þurfti fullorðinn með. Svo var það kolkrabbinn, — já, og hjólið — allt ljósum prýtt, — al- máttugur, það gerði 240 krónur í viðbót, 30 krónur bunan per mann/barn. Börnin urðu æst, — fleiri bunur, þær voru svo stuttar, blöðrurnar voru svo flottar, — tvær takk — 45 krónur stykkið — Reynum að bæta okkur þetta upp í tombólunni, — 5 miða takk, — 10 krónur stykkið, — æ, æ, fengum ekkert. Hvað varö um alla peningana? Nærri þúsund krónur? Týndar. Hvern andskotann vorum við að þvælast inn á þessu vörusýningu? Þeim leið eins og kreistum sítrón- um, börnin voru æst. Tívolíið var sjabbý, það var ekki fyrir krakkana — heldur til aö trekkja hina full- orðnu inn á sýninguna. En nú voru þau oröin svo reið og þreytt; eitt- hvað svo varnarlaus gagnvart öllu þessu. Þau fóru heim. tóku hrein- lega á rás út úr tívolíinu með börn- in í togi, — út, út á harðahlaupum áður en síðustu aurarnir yrðu plokkaðir af þeim fyrir eitthvað helv . . . drasl; þau hlupu svo sann- arlega út af Heimilinu og komu þangað aldrei aftur. K.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.