Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 18

Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 18
„Eftir lokaglímuna standa böm og foreldrar í Seljahverfi eitt ár- iö enn án úrlausnar.“ „Þad léttir baráttuna við kerfið þegar bæjarbúar sjálfir láta í sér heyra.“ fórum við svo léttar í skapi og næsta öruggar um farsæl endalok á síðasta fundinn í félagsmálaráði sem um málið fjallaði svo og með ábendingar um hvaða liðir í fram- kvæmdaáætluninni væru ekki nýttir. En niðurstaðan í félagsmálaráði varð sú sem þegar hefur verið rakin. Málinu var vísað frá. Lokaglíman Nú vill svo til að ég á þetta árið sæti í borgarráði og því ákvað ég að láta reyna endanlega á málið þar og flutti því enn tillögu um að borgarráð heimilaði kaup á einni lausri kennslustofu af því fé sem ætlað er til byggingar dagvistar- heimila í ár og gerði þannig kleift að koma á fót skóladag- reynst að fá upplýsingar. Það eru t. d. ótaldir tímarnir sem það tók mig að fá þau skjöl og bréf sem snertu forsögu þessa máls. Annað sem er áberandi er að mál eru þæfð, þau eru send milli stofnana, embættismanna og nefnda og allt tekur það óratíma. Þriðja atriöið er að svo er látið líta út sem embættismenn í kerfinu séu hlutlausir í málurn, þeir safni einungis upplýs- ingum og dragi fram allar hliðar máls. Þetta er að sjálfsögðu goðsögnin einber. Embættismenn hafa skoðanir og skoðan- ir þeirra hafa áhrif á hvernig þeir leggja málin fyrir og þeir geta tafið mál. Stundum gengur svo langt að embættismenn- irnir sjálfir virðast trúa á goðsögnina. Breidagerðisskóli Ljósm. Rut Seljaskóli Ljósm. Rut heimili í Seljahverfi. Áður hefði félagsmálastjóri upplýst að fé væri til á fjárhagsáætlun til rekstrar heimilinu. Þegar þessi tillaga var kynnt á fundi borgarráðs lágu enn á ný fyrir bréf frá stjórn foreldrafélags ölduselsskóla og Félagi einstæðra foreldra til stuðnings málinu. Föstudaginn 3. sept. s. 1. hófst svo lokaglíman og þá flutti félagsmálastjóri skýrslu forstöðumanns byggingardeildar. Allir liðir hennar höfðu bólgnað út og farið fram úr áætlun á þeim hálfa mánuði sem liðinn var frá viðtali okkar við forstööumann. Ekki nóg með það. Kostnaðurinn við að kaupa færanlega kennslustofu og tíminn sem til þurfti til að byggja hana hafði tvöfaldast. — Allir vita að mikil verðbólga er hér á landi en þetta slær þó trúlega öll met. Er nú skemmst frá að segja að tillaga mín fékk aðeins tvö atkvæði minni hluta fulltrúa í borgarráði og þar var endan- lega gengið af þessu máli dauöu. Eftir standa börn og for- eldrar í Seljahverfi eitt árið enn án úrlausnar á vistun barna þar. Lokaorð Þetta mál var ekki keyrt í gegn af meirihluta á feikna hraða eir>s og við höfum nýlega reynslu af í skipulagsmálum. Nei, nú var allt sett í hæga gírinn og velkunnum vörnum skrifræðiskerfis beitt til þess að hindra að málið næði fram að ganga. Er þar fyrst til að nefna hversu seinlegt og erfitt getur Loks vil ég nefna meðferð talna. Þar gætir sömu blekk- inga og um embættismennina. Tölur er hægt að túlka á ýmsa vegu og þær segja í flestum tilvikum ekki nema hálfa sögu. I þessu máli notuðu meirihlutinn og embættismennirnir allar þessar aðferðir til að fá málefnalegan svip á ákvörðun sem gekk þvert á rök og áskoranir þeirra aðila sem málið snertir og sýnilega þörf á úrlausn þess. Þetta mál sýnir einnig að rök, sannanleg þörf á þjónustu og barátta megna lítils í glímunni við kerfið. Það eru þó einu vopnin sem við höfum og þeim munum við halda áfram að beita. Það eru margar slíkar orustur framundan og einhverj- ir munu sjálfsagt telja að þetta sé að berja höfðinu við steininn, og ekki er nú laust við að hiö sama hvarfli að undirritaðri öðru hvoru. Það sem vekur von og léttir bar- áttuna er að borgarbúar sjálfir eru í vaxandi mæli farnir að láta í sér heyra og til sín taka ýmislegt í stjórn borgarinnar sem snertir þá og þeirra hverfi. Eins og dæmin sanna hunsar meirihlutinn, hvort sem hann telst til vinstri eða hægri, oft álit slíkra hópa. Öflug og virk íbúa- og hverfasamtök eru sterkt afl og ásamt með þeim er von til að hægt sé að knýja kerfið til að þjóna borgarbúum í stað þess aö þjóna sjálfu sér og sínum hags- munum. Að því marki miðast baráttan. Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.