Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 14
dag ynni ég frá kl. 10 á morgnana
til uþb. 10 á kvöldin."
— Nú eru uþb. 80% allra giftra
kvenna setn vinna utan heimilisins.
Hvaða skoðttn hafið þið ú þessari
attknu útivinnu kvenna?
Jónína: „Það þarf alls ekki að
vera neitt verra fyrir heimilið og
börnin þótt konan vinni úti. Ég
geri td. ekkert minna-af heimilis-
störfum eftir að ég fór að vinna úti.
En mér finnst þó ekki eigi að setja
börn í pössun fyrr en þau eru orðin
2ja ára. Ég fór út að vinna því ég
hafði orðið svo mikla þörf fyrir til-
breytingu. Svo var yngri strákurinn
orðinn allt of háður mér og eigin-
gjarn á mig."
Elinóra: „Það er mikið atriði að
mæður sinni börnum sínum bæði
andlega og líkamlega og því held
ég að mjög langur vinnudagur utan
heimilisins sé ekki heppilegur. En
sé konan í vinnu sem henni þykir
skemmtileg þá finnst mér alls ekki
hægt að ætlast til þess að hún gefi
hana upp á bátinn eftir að hún
eignast barn. í þeim tilvikum finnst
mér sjálfsagt aö hún noti dagvistar-
stofnanir. Mér finnst líka þessar
konur alveg geta gert þá kröfu til
eiginmanna sinna að þeir minnki
við sig sína vinnu og beri ábyrgð á
uppeldinu á móti þeim. En það
sem gerir þetta því miöur erfitt er
að konur fá í flestum tilvikum mun
verr launaða vinnu en eiginmenn
þeirra. Því er það oft hrein og bein
efnahagsleg ákvörðun sem ræður
því að karlmaöurinn vinnur fyrir
tekjunum en konan er heima."
Hanna: „Mér finnst það skipta
heilmiklu máli í sambandi við úti-
vinnu kvenna á hvaða aldri börnin
eru og hversu lengi unnið er. Ég er
eins og Elinóra og Jónína á móti
því að börn séu frá 3ja mánaða
aldri á stofnun og séu þar frá kl. 8 á
morgnana til kl. 6 á daginn. En ég
er alveg jafn mikið á móti því að
konan sé alveg einangruð inni á
sínu heimili og karlinn vinni allt
upp í 12—16 tíma á sólarhring. Það
hlýtur að vera millivegurinn sem er
bestur fyrir alla, það er aö báöir
aöilar vinni utan heimilisins og
báðir taki ábyrgð á börnunum. En
til að svo megi verða þarf svo
margt að breytast td. dagvistunar-
málin, þar vantar allan sveigjan-
leika.“
Röng stefna í dagvistunar-
máluin
Hanna: ,,Þegar ég var í Englandi
kynntist ég barnaheimilum sem
voru þannig rekin aö maður átti
ekki fast ákveðið pláss fyrir barnið,
heldur var hægt að koma meö það
á hvaða tíma dags sem var og þar
gat það verið eins langan eða
skamman tíma og maður þurfti á
að halda. Síðan var aðeins borgað
fyrir þann tíma sem barnið dvaldi á
barnaheimilinu hverju sinni. Mér
finnst vanta hér á landi eitthvað
þessu líkt. Þaö þarf einnig að
breyta þeirri stefnu íslenskra
stjórnvalda að byggja eins stórar og
dýrar steinhallir og nú er gert þegar
verið er aö byggja dagvistunar-
heimili. Það er auðveldlega hægt
að leysa brýnasta vandann með því
að setja upp færanleg hús í þau
hverfi þar sem þörfin er brýnust.
Börnin þurfa engan íburð í kring-
um sig. Þeim duga nokkrir penslar,
litir, leiktæki og góð fóstra sem
sinnt getur andlegum og líkamleg-
um þörfum þeirra. Mér finnst líka
orðið nauðsynlegt að fá umræðu
inn í skólana um uppeldismál. Það
þarf að mennta fóstrur í 3 ár til aö
annast börn, en það geta allir orðið
foreldrar án nokkurrar fræðslu í
sambandi við uppeldi barna.”
— Petta tóku þœr Elinóra og
Jónína undir. Pœr voru einnig
nokkuð sammála um að það hefðu
allir feður gott af því að taka þútt í
uppeldi og þroska barna sinna. Pað
mundi jafnvel breyta körlunum dú-
lítið, gera þá blíðari og skilnings-
ríkari um mannlegar þarfir.
Hanna: ,,En áöur en þaö getur
átt sér stað í einhverjum mæli, þarl'
lífsgæðakapphlaupið að minnka,
vinnutíminn að styttast og verða
sveigjanlegri en hann er í dag.”
Eiginmaöurinii á peningana
og skammtar þá
— Nú er húsmóðurstarfið eina
starj'ið í þjóðfélaginu sem er algjör-
lega ólaunað. Finnst ykkur það
þurfi að breyla þessu?
Hanna: ,,Já, ég er þcirrar skoð-
unar að vilji húsmæður vinna innan
heimilisins meðan þær eru með
börn undir skólaskyldualdri þá eigi
þær aö fá greitt fyrir það. Slíkt gæti
t. d. átt sér stað í gegnum skatta-
kérfið. Á þann hátt væri búið að
viðurkenna þetta sem vinnu.“
— Pað besta við að vinnu utan
heimilisins að mati margra kvenna
er að þú verða þœr efnahagslega
sjálfstœðar. Finnst ykkur erfitt að
Við tilkynnum
adsetursskipti
og nýtt símanúmer: 8 59 55
Með stórbærrri aðstcjðugerum við btxðið
srórbætra bjonustu, því enn höfum við
harðsnúið hð,scm bregður skjórr við !
Nú Parf enqinn aó bióa lengi
eftir viógeröamanninum.
bú hringir og hann er kominn
innan skamms.
Einnig önnumst vió nýlagnir
og gerum tilboó. ef óskaö er.
•RAFAFL
tramleiðslusamvinnu-
félag iðnaðarmanna
SMIÐSHÖFÐA 6 - SÍMI: 8 59 55
líta á þú peninga sem eiginmenn
ykkar fá greidda fyrir sína vinnu,
sem ykkar eigin peninga?
Hamta: „Mín reynsla er ekki sú,
en ég þekki þess mörg dæmi að
hjón líti svo á aö eiginmaðurinn
eigi peningana einn, því það er jú
hann sem fær útborgað. Ég held að
það sé sérstaklega erfitt fyrir marg-
an karlmanninn aö líta svo á að
konan hans eigi peningana líka. Ég
veit að það er algengt að eiginmað-
urinn skammti konu sinni ákveðna
peningaupphæð t. d. á viku sem
hún verður að láta sér nægja við
rekstur heimilisins."
Jónína: „Og þessir karlmenn
gera sér á engan hátt grein fyrir því
hvað það er orðið dýrt að versla til
heimilisins. Enda eru þeir alltaf
hissa á því hvað konan eyðir mikl-
um peningum."
— Þegar klukkan var langt geng-
in í eitt að nóttu vorum við farnar
að tala um vandamálið sem skapast
samfara þeim tómleika sem upp
kemur hjá húsmœðrum þegar
börnin eru flutt að heiman og verk-
efnum heima fyrir fækkar til muna.
Sú' vatuli er m. a. tengdur þeim
skorti ú sjálfstrausti sem svo oft er
áberandi hjá eldri konum er þær
standa frammi fyrir því að langa til
að sœkja út á vinnumarkaðinn eftir
jafnvel úratuga vinnu innan heimil-
isins.
Hvernig fjölskylda framtíðarinn-
ar kemur til með að vera er ekki
gotl að spú J'yrir um. Eitt er þó víst
að minnkandi hlutverk fjöl-
skyldunnar í nútíma þjóðfélagi og
hin aukna útivinna kvenna mun
fremur veikja hana en styrkja. Pví á
fjölskyldan t dug í nokkrwn vanda
gagnvart breyttum þjóðfélagshátt-
um. Hvernig þeim vanda verður
mœtt mun framtíðin ein skera úr
um. Ýmsir hafa þú trú að með ör-
tölvubyltingunni sem siglir nú hrað-
byri inn í íslenskt þjóðfélag, getum
við stytt vinnudaginn án þess að
skerða launin. Verði sú raunin mun
verða auðveldara að koma á jafnri
foreldraábyrgð samfara jafnvel 5-ó
tíma útivinnu beggja foreldra. Þetta
rceðst þó allt af því í þctgu hverra
tœknibyltingin mun verða skipu-
lögð. Hvort það verður í þágu al-
mennings og þá með styttingu
vinnudagsins, eða hvort það mun
aðeins hafa í för með sér aukið at-
vinnuleysi. Ef til atvinnuleysis kem-
ur, þá vitum við af reynslu hverjum
verður fyrst sagt upp. Auðvitað
konunum.
G. L. R.