Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 7

Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 7
ÚR KVENNASÖGUSAFNINU Kona tekur rétt og mannvirðing af bónda sínum, leitar hún sóma hans í öllu, og þareptir vex hcnnar eginn sómi. Hún venur líka hjú og börn á at virða hann, svo beggja þeirra stjórnsemi hafi þess betri framgáng. Sína innvortis kosti tek- ur hún hvergi at láni, þá hefur hún sjálf géfins af Guöi, og er sá hennar höfuðstóll geimdr hjá sjálfri henni, enn blasir þá helst í augum, nær bóndi hennar er heimskur og íll- gjarn, sem Nabal, eður mannrænu- laust lítilmenni. Þær dygöir, sem konur mest prýða, eru skírlífi, trygö og guðrækni. Vanti hana ein- hverja þessa, er hún ekki góð kona. Pá eru enn aðrar dygðir þarnæst, sem konum gjöra svo stórann sóma, sem mestu afreksverk karl- mönnum: Pessar kvenndygðir eru: gott og skynsamlegt barna uppeldi, umsorgun fyrir heimilisfólkinu og kjærleiki til bænda þeirra, hverra dygöa síðar verður gétið. íH Af því það er Guös boð, þá er hún bónda sínum undirgéfin í kær- leika og hlýðni; hún er hans besti trúnaðarmaðr, hollasti ráðgjafi, tryggvasti vinur; hún sýnir honum blíðu í umgengni, hugarlátsama önnustu í sjúkleika, huggun og meðhjálp í sorg og áhyggju, þolin- mæði yfir brestum hans, þag- mælsku í þeirra ráðagjörðum og fyrirætlan. Hún er lángtum heldur svegjanleg enn þrætugjörn, ef bóndinn er sérlyttdur, og l'ellst á hans ráð, þó henni sé miður um- géfið, nema þau leiöi til syndar og ósóma, því þá metur hún dýrri þá skyldu, sem Guð, hennar egin æra og samvitska heimtar af henni, enn bóndans íllræöi, þegar hann er samvitskulaust fól og vill ei sann- færast láta. Hún kýs þá heldur at líða íllt af honum, enn gjöra íllt fyrir hans munnmeti. Þvílík kona er vænst til þess, at gjöra mann sinn göfugann, vel metinn af öllum, enn helst af hjúum, og margur maður á konu sinni mikiö at þakka af vyrð- ing þeirri, sem heimafólk og grann- ar veita honum, gr. 12—13." * * * Björn Halldórsson (1724-1794) prestur í Sauðlauksdal í Barða- strandarsýslu var mjög framfara- sinnaður maður. Hann átti t. d. mestan þátt í því aö íslendingar fóru að rækta kartöflur. Séra Björn skrifaði fræðslurit fyrir bændur sem bar heitið Atli. Atli kom út tvisvar sinnum meðan séra Björn var á lífi. Hann skrifaði einnig fræðslurit handa húsmæðrum fyrir 200 árum, en það birtist ekki á prenti fyrr en um hálfri öld eftir andlát séra Björns, og þá sem tímaritsgrein. Hússtjórnarfræði séra Björns Hall- dórssonar kom ekki út í bókar- formi fyrr en árið 1973, og var Jólabók ísafoldarprentsmiðju í aö- eins 300 eintökum. Bókin heitir Arnbjörg æruprýdd dándiskvinna á vestfjörðum íslands, afmálar skikkun og háttsemi góðrar hús- rnóöur í húss-stjórn, barna-uppeldi og allri innanbæar búsýslu. í Arnbjörgti er aö finna mikla vitneskju um störf kvenna almennt á seinni hluta 18. aldar, og um kjör vinnukvenna á fyrirmyndarheimil- um. Sömuleiðis konta þar fram skýrt og greinilega skoðanir séra Björns — og samtíðar hans — á stöðu og skyldum húsmæðra. Hér ketnur dálítið sýnishorn af þeim: Konurnar eru skapaðar til að mýkja géðsmuni karlmanna, at eggja þá á nærgætni og meðaumk- an og þess þurfa margir karlmenn. Það er einhverr besti kostur góðrar konu, at hún bati bónda sinn í öllu, sem til hennar gétur náð, sjái hún hann reiðast, sefar hún hann; viti hún hann hafa þúngann hug á nokkrum, afsakar luin þann sama, og svo fer henni í hverju öðru: þó leitar hún sér ekki metnaðar og af- halds þar með, heldur sýnir hún dygö sína Guði, og væntir launa hjá honuin, þó at enginn ntaðr viti af þessu. Hún gjörir þetta, svo at beggja þeirra hjónaskyldr rækist því betur. Þegar hún veit bresti bónda síns, þá er henni það mesta sómaverk og manndygð, at geta vanið hann frá þeim, og setiö í vegi fyrir, at þeir verði honum at kinn- roða; at hann veröi hygginn af heimskum, góðgjarn og mildur af íllgjörnum og harðúðugum. Hún gjörir hann að nafnkéndum sóma- manni, sæll er sá sem hana fær, hans áratala tvöfaldast. Dugleg kona gleðr sinn mann og gjörir honum rósamt líf, hún er gott hlut- skipti, Syr. 26. 1. 2. Hún er kóróna mannsins. Prov. 12, 4. Hyggin kona rækir og elskar al- mennings gagn, hún styrkir gjarnan og ljúflega til þess eflingar, hún er bónda síns meðhjálp í því að gjöra góð sveitar skil, og sjálf er hún sveitar bót, þar sem hún býr. Hún geymir þess vandlega, að hennar ófullkomin og minni háttar skylda, sem bundin er við stað, tíð og kringumstæður. hindri ekki þá l'ull- komnu skylduna, sem aldrei [má] synja og aðrir meiga af henni kretja, því setur hún athöfnum sín- um þær skorður, at aldrei fóttroði hún Guðs, kóngsins eðr yfirvald- anna boð, aldrei brjóti hún í móti almennings gagni eðr föðurlands- ins, þó þaö væri henni ávinnings von. ♦ ♦ ♦ Skynsöm kona hyggur at Guðs stjórn í heiminum og gætir þess, at kóngur og hinir, sem kóngs vald hafa í höndunt, vaka yfir friði lands og lýða, svo alntenningr megi lifa góðu og rólegu lífi í allri guðrækni og siðsemi, hún biður því Guð fyrir kónginum og öörum yfirvöldum, hún heiðrar þau og elskar og brýnir fyrir börnum sínum og hjúum þá sömu skyldu, hún styrkir bónda sinn í öllum greiðslum og allri skyldu við yfirboðara, at sú land- stjórn, sent hún býr undir, megi farsællega viðhaldast í spekt og friði. * * *

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.