Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 28

Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 28
hliðar á manneskjunni. Margir karl- menn flytja mjög blíða og tæra tón- list og margar konur framleiða þungan og aggressívan gauragang." (NME, ágúst 1981.) En í tónlist sinni bregðast þær við ríkjandi hefðum og gildismati og þær leggja áherslu á að gera hana manneskjulega og höfða til tilfinn- inganna. f>að er þeirra stefna og að þeirra sögn tengist það því að þær eru konur. Textar þeirra fjalla gjarnan um tilfinningar kvenna, einmanaleikann, ástina og nauðsyn þess að brjóta hefðina. Pær syngja um konuna séða með augum kon- unnar. The Feminist Improvising Group The Feminist Improvising Group var stofnuð árið 1977 og hefur lengst af starfað sem kvintett enda þótt stærð hljómsveitarinnar hafi verið mismunandi gegnum tíð- ina. Meðlimir hennar eru: Lindsay Cooper - fagott, sópran sax, óbó, flautur, Georgie Born - celló, bassi, Maggie Nichols - söngur, Irene Schweizer — píanó, slagverk og Sally Potter - söngur, alt sax. Allar þessar konur voru meira og minna atvinnukonur í tónlist og höfðu kynnst af eigin raun hvernig það er að starfa í tónlistarbransan- um þar sem karlmenn ráöa lögum og lofurn. The F.I.G. var stofnuð sem andsvar við þessu karlveldi í tónlistarheiminum og vegna þess aö konur höföu takmarkaða mögu- leika til að starfa í spunatónlist. Markmiðið var líka að reyna ann- ars konar vinnutilhögun, að reyna að vinna á algjörum jafnréttis- grundvelli án innbyrðis samkeppni. Jafnframt líta þær á starf hljóm- sveitarinnar sem innlegg í femin- íska menningarpójitík. The F.I.G. spila, eins og nafnið gefur til kynna, tónlist leikna af fingrum fram þar sem öllum mögu- legum og ómögulegum tónlistar- HEICO Vinnu sloppar Kjólar Jakkar Hvítt Mislitt Stærðir 34—48 r^)íella Bankastræti 3 s.13635 Póstkröfusendum stílum og tegundum bregður l'yrir. T'he F.I.G. leggur aðaláherslu á sjálfa tónlistina, reynir að þróa tón- listarform sem sprengir ramma borgaralegrar tónlistarmenningar. Pær skilja ekki við áheyrendur í minningu um notalegt tónlistar- kvöld, þar sem tónlistin fer inn um annað eyrað en út um hitt, og bjóða ekki upp á þægilegan kliö- mjúkan lokasamhljóm sem endan- lega lausn á konsertinum. Til þess að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri beitir The F.I.G. leikhússpuna og gjörn- ingatækni. Formið verður þannig samsuða af tónlist, textum og leik- rænni tjáningu. Spuninn gerir það að verkum aö áheyrendur veröa virkir þátttakendur í tilurö tónlist- arinnar og ráða miklu um hver út- koman verður. Andrúmsloftið á staðnum hefur þannig mikil áhrif á tónlistina. Meölimir hljómsveitarinnar leggja mikla áherslu á að ná sam- bandi við áheyrendur og þar með koma pólitískum boðskap sínum á framfæri án þess þó aö sveigja frá markmiðum sínum um framsækið tónlistarform. HEIMILDIR SEM VI I'NAÐ ER í: Lindsay Cooper: Women, Music, Feminism — notes Musics no. 14, okt. I977 Karen Benson: Typical Girls Z G no. I. I98l Dave Laing: Interpreting Punk Rock Marxism Today apríl I978 Viötal viö The Slits Sounds okt. I976 Viðtal viö The Au Pairs New Masical Express júlí 1981 Viötal viö The Raincoats New Musical Express ágúst 1981 HELSTU HLJÓMPLÖTUR: The Slits: Cut- Island ILPS 9573 Return of the Gianl Slits - CBS 85269 The Au Pairs: Playing with a Different Sex - Human I The Raincoats: The Raincoats - Rough Trade - Rough 3 Odyshape - Rough Trade - Rough I3 The Fcminist Improvising Group: The Feminist tmprovising Group - kassetta The F.I.G. Lindsay Cooper: Rags - Arc records RRF 001 KYNNIST HINNI NÝJU VERU! Fæst á blaðsölustöðum um allt land. Verð: 40.- í lausasölu, áskrift 315.- fi28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.