Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 3

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 3
I Veru núna: 3—4 Bréf frá lesendum 5 Afmæliskveðja til Kvennasögusafnsins 6—8 Viötalið endalausa: Ingibjörg Hafstað er fyrsti viö- mælandi okkar í röö viötala um baráttuna. 9 Skrafskjóðan Guðrún Ólafsdóttir skrafar 10—11 Eru konur sjúkar? Er starfsemi kvenlíkamans sérkenni eöa sjúkdómur? 12—13 Ef karlar færu á túr. Já, hvaö þá?! 14 Martröð skattpíndrar móður, viðtal 15 Tíðadagatal 1985 15 Ljóð eftir Þórunni Magneu 17—20 Borgarmálin: Fjárhagsáætlun, hækkar útsvarið eða lækkar? 21—24 Þingmál: Utanríkismál, Störf fjárveitinganefndar Húsnæðismál 25 Laugardagskaffiö Dagskráin næstu vikurnar 27 Viðtal við Bryndísi Guðmundsdóttur, kennara 28—29 Álfrún Viðtal við Álfrúnu Gunnlaugadóttur, rithöfund 30 Erlend myndlitst: Alice Neal 21—34 Dómar: Agnes guðsbarn Úr lífi og starfi íslenskra kvenna Öskubuskuáráttan 35 Hvað er á döfinni á lokaári Kvennaáratugs? 26—37 Kvennanefndir eins og þær gerast í London 39 Myndasaga VERA ,,bréf” Hótel Vík Reykjavik Skaupið Elsku Vera mín. Þar kom að því að við blátt áfram verð- um að tjá okkur á prenti og erum auk þess til í skoðanaskipti út af þessu helvítis skaupi. Síðastliðið ár er eitt það viðburða- ríkasta ár í íslensku þjóðfélagi sem við höf- um upplifaö (en höfum þó náð því að verða 32 og 37 ára gamlar). Leikhús fáránleik- ans var með stöðugar sýningar þar sem ráðamenn þjóðarinnar voru í aðalhlutverk- um. Satt best að segja vonum við innilega að aldrei aftur gefist svo gott tækifæri til að draga upp svipmyndir af atburðum ársins á frjóan og skoplegan hátt, þannig að ekki fari milli mála hverjir eru hlægilegir í þessu þjóðfélagi og hvers vegna. Gömlu kvennabaráttuhjörtun glöddust því ekki lítið þegar fréttist að áramóta- skaupið yrði unnið af eintómum konum og ekki bara konum heldur m.a. Hlín og Eddu sem eiga heiðurinn af hinum óborganlega Guðmundi (láttu ekki deigan síga.) En hvað fengum við? Þátt þar sem öllu er snúið við. Húmorinn snérist ekki um það sem er í raun hlægilegt en jafnframt skiptir sköpum fyrir almenning í þessu landi. Áls- kyns fatlanir líkamlegar, andlegar og fé- lagslegar hins vegar eru alveg svakalegar fyndnar. Það er skoplegt að vera smá- mæltur, sjúklega skemmtilegt að fylgja ekki akademískri beygingarfræði, ofsa- lega fyndið að hafa stórar tennur og vera alki samtímis, spastískir eru hlægilegir, of- fita og húðsjúkdómar eru algjör brandari en ofbeldi gagnvart konum er þó skemmti- legast af öllu. Það þykir víst líka fínt að gera grín að ákveðnum fjölskylduharm- leikjum þar sem börnin í viðkomandi fjöl- skyldum væntanlega hlökkuðu til að sjá áramótaskaupið eins og allir hinir. Það er líka obboðslega gaman að gera grín að hinu kyninu, sérstaklega þegar það talar mikið og er miðaldra og tölum nú ekki um ef það á maka sem er ekki í hefð- bundnu kynhlutverki. Sígildur brandari reyndar, og okkur rámar i að hafa bæði heyrt hann og séð áður. En elsku stelpur, af hverju tókuð þið ekki með nauðganir, barnaklám, barnamis- þyrmingar, gjaldþrot og vonleysi fjöl- skyldna og eins og tvö sjálfsmorð. Okkur fannst bara vanta þetta, þá væri það full- komið. í alvöru, það var sorglegt að vera kona síðastliðið gamlárskvöld (tölum nú ekki um hvað það var leiðinlegt að vera barn eða unglingur eða eldri en 68 kynslóðin) og ekki fengum við valíumsendinguna eins og þær skaupstöllur höfðu þó lofað kvennabaráttukonum fyrir skaupið (sbr. viðtal í Mannlíf.) Vert er að taka fram að hingað til hefur enginn vænt okkur um húmorsleysi enda erum við bráðskemmtilegar konur, eins og við vonum ennþá að allflestar íslenskar konur séu. Ingibjörg Hafstað. Hjördís Hjartardóttir. Enginn sjens? Reykjavík, 21. 1. ’85 Ég hef gluggað nokkuð reglulega í Veru þessi ár sem blaðið hefur komið út. Ég er ánægður með blaðið og hef lesið þar margtog mikið mértil fróðleiksog vonandi líka gagns. Takk fyrir mig. Það er ekki margt sem ég hef hnotið um í blaðinu í gegnum tíðina, en núna finnst mér tilefni til að rísa upp á afturlappirnar: Tema síðasta tbl. er ástin, og þar má lesa í inngangi að „Jafnréttissinnuðustu karlmenn bjóðasttil ,,að hjálpatil” við hús- verkog „passafyrir” konunaogverðasár- ir ef þeim er ekki þakkað fyrir örlætið.” Þetta finnst mér ekki nógu gott. Ef maður skrifar undir þann fatalisma sem þarna birtist, til hvers er þá að garfa í þessum jafnréttismálum yfirhöfuð? Ef þetta er það lengsta sem hægt er að nudda körlum í jafnréttisátt, til hvers yrði þá ykkar starf, jafnvel þóað sumrin yrðu sexhundruð? Auk þess sem mér finnst það vitlaus taktík að gefa okkur þessum örmu djöflum engan séns sem vilja meina að jafnréttis- málin heima fyrir séu í lagi. En vonandi hef ég misskilið eitthvað. Húsfreyr í Vesturbænum Ágœti húsfreyr, já þú hefur misskilið eitt- hvað! Það er ekki verknaðurinn sjálfur, sem gert vargrín að ígreininni heldur orðin, sem jafnvei jafnréttissinnuðustu karlmenn” nota um hann. Orðanna merking ber með sér viðhorf þeirra, sem taka sér þau í munn ekki satt? Þess vegna gæsalappir. 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.