Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 14

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 14
I Fr»mtal launþsgá »ksl hafa borlst *Vatt>)lrvöldum elgl «f»e j atvlnnurokanda elgl sffiar er» 15 mars. Berlst framtal ekkl in aföor en 10. fobrúar «n nnan tilokillns frests ðkatfframta! 1985 Allar fjárhæðir skal fasra í heilum krónum R1.01 m. t. eignir barna (innstæöur og verðbréf barns, sb Nýlega var samþykkt á Alþingi frumvarp til laga nr. 187, um tekju- og eignaskatt. Laga- frumvarpi þessu er meöal annars ætlað að koma sérstaklega tíl móts við þá lægstlaunuðu í þjóð- félaginu. Eða eins og stendur í athugasemdum með frumvarpinu: ,,Meðallækkun á álögðum tekjuskatti er samkvæmt frumvarpi þessu mest hjá einstæðum foreldrum, eða 18,6%. . Enn- fremur segir á öðrum stað þar sem vitnað er í meðfylgjandi töflu: ,, Jafnframt sýnir þessi tafla að tekjuskattur einstæðra og einhleypra for- eldra lækkar hlutfallslega öllu meira. . .” Allt er þetta mjög gleðilegt. Og svo höfum við líka ið E 5, fœrast á !ið E 9 eða á skattframtai barr r~ C23 Erlendir peningar Rjl veiar, verkfæri | ■ r“* og áhöld heyrt um alla hækkunina sem orðið hefur á barnabótum og barnabótaauka. Að ég tali ekki um mæðralaunin. Sem sagt allar aðgerðirnar sem miða að því að bæta hag hinna lægstlaun- uðu. En hafa þá einstæðar mæður ekki himin- höndum tekið? Eða hvernig koma þessar ,,að- gerðir” út í raun? Þegar ég bað Þóru Þorsteinsdóttur aö svara þeirri spurningu varð heldur betur annað uppi á te|líÍflÍ^ftlUlTTrar'~oref Hlutafé I ársiok Þóra er einstæð móðir þriggja barna og vinn- ur hjá hinu opinbera. Þóra nú var sköttunum breytt, getur þú sagt mér hvernig sú breyting kemur út fyrir þig? Mesta lækkunin átti aö koma hjá einstæöum foreldrum. En þegar ég fer aö reiknáút skattana mína kemur heldur betur annaö í Ijós. Hækkun á álögðum sköttum hjá mér er 52% á milli ára. Getur þú sagt mér hvaö það þýöir i peningum? Já, áriö 1983 var ég meö í tekjur kr. 270.200.00, álagðir skattar voru kr. 52.499.00. Þar á móti komu svo barnabætur og barna- bótaauki sem þá voru kr. 49.099.00 þannig aö á milli þurfti ég aö borga kr. 3.400.00. Áriö 1984er égsvomeö kr. 371.600.00 ítekjur, ég vil takafram aö tekjuaukningin stafar aö miklu leyti af aukinni eftirvinnu- Álagðir skattar veröa ca. kr. 79.900.00, barnabætur og barna- bótaauki kr. 45.800.00. Þannig að á milli þarf ég aö borga kr. 34.000.00, sem sagt upphæðin hefur þúsund faldast á milli ára. Hafa barnabætur og barnabótaauki lækkað? Barnabætur eru föst upphæö en lækka eftir aö barn nær sjö ára aldri um kr. 7.500.00 á ári. Eitt barnanna minna varö sjö ára á ár- inu. Barnabótaaukinn hins vegar lækkar meö hækkandi tekjum. Ég var tilneydd til að vinna meiri eftirvinnu til aö framfleyta okkur og nú er ég komin í vítahring. Til aö borga skattana verö ég aö vinna meiri eftirvinnu á þessu ári. En þaö eru auðvitað takmörk fyrir því hvað maður getur og ekki síöur hvað hægt er aö bjóða börnunum upp á. Getur þú nefnt mér önnur dæmi um hvernig skattarnir koma bfunni, krónutalan senri fólk fær í vasann er alls staöar minni. Ef viö tökum einstæða móöir meö eitt barn undir sjö ára aldri. Árið 1983 eru brúttótekjur hennar kr. 183.900.00, þá fær hún endur- greiddar barnabætur kr. 6.200. En áriö 1984 eru brúttó tekjur kr. 252.200.00 og hún fær endurgreiddar kr. 2.050.00. Tekjuhækk- unin er37% og er reyndar aöallega vegna aukinnar eftirvinnu. En skattarnir hækka um 43% á milli ára. Og ég get tekið annaö dæmi, sem reyndar er dálítiö annars eölis, en sýnir þó hve staðan er vonlaus: Einhleyp kona barnlaus, ætlar aö fara aö kaupa sér íbúö. Til þess aö geta það fær hún sér aukavinnu og tvöfaldar vinnunasvoog launin. Áriö 1983er hún meö kr. 181.400.00 i tekj- ur og borgar kr. 25.500.00 í satta. 1984 er hún svo meö 389.000.00 í tekjur (þar af kr. 138.000.00 fyrir aukavinnu) og borg- ar kr. 96.000.00 í skaha. Það er aö segja launin hækka um 114% á milli ára en skattarnir um 280%. En hvernig er hægt aö tala um skattalækkun? Jú, ef þú lítur á skattaþrepin, þá sérðu aö áriö 1983 greiddu menn 23% af fyrstu 170 þús. kr. og 32% af næstu 170 þús. kr. 1984 greiða menn 20% af fyrstu 200 þús. kr. og 31% af næstu 200 þús. kr. Þarna hafa tekjumörk veriö hækkuö um 17,64% og skattahlutfallið lækkað um 3%. Þetta er lækkunin sem talaö er um. En 17,64% hækkun á tekjumörkum er auðvitað allt of lágt. Barnabætur hækka til dæmis um 25% á milli ára sem áreiðan- legaerekkiofreiknað. Persónuafslátturvar 1983kr. 29.500.00 og hækkar upp í kr. 35.000.00 eöa um 18,65%. Þaðersem sagt klip- iö af alls staðar auk þess sem neöstu tekjumörkin eru allt of lág Ul- miöaö viö þaösem viöu Já, í þeim dæmum sem ég hef reiknað út ber allt aö sama rkennt er aö fjölskylda þurfi til framfærslu. K.BI. 14 ■>£... —■

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.