Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 18

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 18
Ertu nú ánægð kerling? í> Satt að segja þá erum við í Kvennaframboð- inu sáttari við fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1985 en áætlanir tveggja undangenginna ára. Ástæðan er einfaldlega sú að á s.l. árum voru framlög til ýmissa byggingarfram- kvæmda, s.s. dagvistarstofnana og stofnana aldraðra, skorin við nögl en í ár sýnir meirihlut- inn viðleitni til að bæta ráð sitt. í áætluninni er gert ráð fyrir því að borgarsjóður leggi 39.6 milljónir í byggingu dagvistarstofnana á þessu ári en sú upþhæð nam 18.3 milljónum á síðasta ári. Er því um 116% hækkun að ræða milli ára. Kom þessi hækk- un skemmtilega á óvart því eins og allir vita hafa orðið fáar stökkbreytingar á framlaginu til dagvistarstofnana í tímans rás. Uppbygging þeirra hefur aldrei verið uppá- haldsverkefni borgaryfirvalda. Vonandi boðar hækkun- in að viðhorf þeirra séu að breytast. Og erum við nú ekki ánægðar? Nei, við viljum meira. Því skyldum við gera okkur ánægðar með 39.6 milljónir í byggingu nýrra dagvistarstofnana þegar 361.6 milljón- ir fara í nýbyggingu gatna? Því skyldum við gera okkur ánægðar með 39.6 milljónir þegar borgin spreðar 45 milljónum í einn gervigrasvöll? Því skyldum við vera ánægðar með þetta framlag í ár þegar við vitum að meirihlutinn vill á engan hátt skuldbinda sig til að tryggja ákveðin framlög til þessa málaflokks á næstu árum. Fyrr í vetur lagði Kvennaframboðið fram tillögu í bor- arstjórn um að 4% af útsvarstekjum borgarinnar skuli renna til byggingu dagvistarstofnana (sbr. síðasta tbl. af VERU), en það eru 55 milljónir í ár. Meirihlutinn lagði tillöguna í salt en við munum að sjálfsögðu endurflytja hana við endanlega afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Þeg- ar þið lesið þetta vitið þið eflaust að hún var felld. réttlát skattlagning? Fasteignagjöld Eins og lögum er nú háttað getur skattlagning sveit- arfélaga aldrei verið réttlát að okkar mati. Engu að síður þáhljóta fasteignagjöld að vera ,,réttlátari“ álagning en útsvar eða óbeinir skattar s.s. þjónustugjöld. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að þjónustugjöld s.s. fargjöld SVR greiða þeir helst sem lægstar hafa tekjurnar (konur, börn og gamalmenni ferðast mest með strætó), útsvar greiðist af launatekjum og sumir eru í betri aðstöðu en aðrir til að fela þær, en fasteignagjöld greiðast af eign- um og þær er erfitt að fela. Auk þess hljóta þeir að greiöa mest sem stærstar og dýrastar eiga eignirnar þó þeir mættu gjarnan greiða meira, en hinir minna sem eiga sína nauðþurftaríbúö og annað ekki. Reykjavíkurborg leggur 0.421% fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í ár sem og á síðasta ári. Kvennafram- boðið lagði að þessu sinni til að álagningin yrði 0.5% sem hefði þýtt 1580,- kr. hækkun á fasteignagjöldum fyrir fjölskyldu sem á íbúð metna á 2 milljónir en 4740.- kr. hækkun á íbúð metna á 6 milljónir. Með þessu vild- um við koma í veg fyrir hækkanir á þjónustugjöldum s.s. dagvistargjöldum og fargjöldum SVR. Þjónustugjöld Með kjaraskerðingum undanfarinna tveggja ára hef- ur launafólk verið látið greiða niður verðbólguna. Við þekkjum frasann um að „allir þurfi að axla byrðar o.s.frv.“ en vitum líka að það hafa alls ekki allir gert. Reykjavíkurborg hefur t.d. ekki gert það sem sést best á því að hún hefur hækkað öll þjónustugjöld langt um- fram launahækkanir á s.l. tveimur og hálfu ári. Sem dæmi um þetta má nefna að verð á heitu vatni frá Hita- veitunni hefur hækkað um 355%, verð á rafmagni um 207%, verð á fastagjaldi Rafmagnsveitunnar um 232%, gjaldskrá dagvistarstofnana um 153%, gjald- skrá sundstaða um 300% og fargjöld SVR um 227% (þau hækka fljótlega aftur svo byrjið að hamstra). Á sama tíma hafa launatekjur verkakonu hækkað að meðaltali um 135%. Þetta heitir ekki að axla byrðar heldur að velta byrðum yfir á annarra heröar. 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.