Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 17

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 17
Pegar þetta blað kemur fyrir augu les- enda er nýlokið afgreiðslu borgarstjórnar á fjárhagsáœtlun Reykjavíkurborgar fyr- ir þetta ár. Sú ácetlun skiþtir borgarbúa verulegu máli því með henni markar meirihlutinn hverju sinni þá þólitísku stefnu sem hann ætlar að fylgja næsta ár- ið. Við gerð fjárhagsáætlunar fer fram val á því í hvað fjármunum borgarbúa skuli varið og hvaða verkefni eigi að hafa forgang. Vegna mikilvægi málsins er megnið af borgarmálasíðum VERU helg- að þessu málefni og við munum reyna að útskýra mikilvœgustu þætti fjárhagsáætl- unarinnar, einkenni hennar að þessu sinni og helsu breytingatillögur Kvenna- framboðsins. PJONUSTA l:l)A (iRÖttA' fyrirtaki? Hefur útsvarið lækkað eða hækkað? Einhverjum kann aö finnast þessi spurning undarleg í Ijósi þess að á árinu 1983 var út- svarsálagning 11.88%, 1984 11% og á þessu ári verður hún 10.8%. Hvað getur það þýtt annað en iækkun? Svariö væri einfalt ef biö byggjum ekki í verðbólgu- Þjóöfélagi þar sem verðbætur á laun eru bannaðar og launatekjur hafa verið skertar verulega á undanförnum tveimur árum. Ef við reiknum það dæmi til enda kemur Mjós að útsvarið hefur hækkað að raungildi á þessum árum þó álagningarhlutfallið hafi lækkað. Eins og allir vita er útsvarið lagt á tekjur undangengins árs en til aö finna hinar raunverulegu skattaálögur verður að reikna út hvað útsvarið er stórt hlutfall af þeim tekjum sem það 9reiðist með. Þetta er sýnt í eftirfarandi töflu: Með því að auka útsvarsbyrði Reykvíkinga verulega tókst meirihlutanum líka að auka tekjur borgarinnar langt umfram þær hækkanir sem urðu á rekstrarkostn- aði. Hækkuðu tekjur borgarinnar um 45% milli áranna ’83 og ’84 en rekstrarkostnaður hennar hækkaði ekki nema um 22%. Fékk borgarsjóður því miklar umfram- tekjur sem hann hefði getað notað í öflugar frarrv kvæmdir t.d. í dagvistarmálum ef ekki hefði komið til mikill skuldahali frá árinu áður. Skuldahali sem stafaði af Grafarvogs ævintýrinu margfrægaog þeim gífurlega forgang sem gatnagerð hafði á árinu 1983. Fóru 272 millj. i afborganir af lánum á síðasta ári sem er sama upphæð og allt framlag borgarinnar til fræðslumála og reksturs Borgarbókasafns á því ári. Og nú stendur borgin uppi skuldlaus og Davíð Oddsson hrósar sér af því að „markviss fjármálastjórn hafi skilað góðum ár- angri“. Kannski þaðsé markviss fjármálastjórn að auka álögur á borgarbúa? RÉTTLÁT skattlagning? Ár Tekjur (útsvars- stofn) Álagningar- hlutfall Greitt útsvars útsvar 1982 1983 150.000 231.000 11.880/o 17.820 1984 277.200 11% 25.410 1985 332.640 10.8% 29.937 Hlutfall greidds útsvars af tekjum ársins 7.7% 9.1% 9% Eins og sést af töflunni jókst útsvarsbyrðin verulega á síðasta ári sem stafar af því að tekjur hækkuðu um 54% milli áranna 1982 og 1983 en síðan ekki nema um 20% milli 1983 og 1984 vegna kjaraskerðinga ríkis- sfjórnarinnar. Ef meirihluti borgarstjórnar hefði viljað standa að „mildandi aðgerðum” þá hefði hann átt að laskka útsvarsálagninguna verulega. Það gerði hann hins vegar ekki og þvi urðu Reykvíkingar að greiða verðbólguútsvar af launum sem ekki voru verðbólgin. h’að eru því tómar blekkingar þegar Davíð Oddsson borgarstjóri segir í Mbl. og víðar: „Við höfum lækkað °pinber gjöld Reykvíkinga í áföngum á kjörtímabilinu Rétt eins og útsvörin eru tekjuskattur til borgarsjóðs eru fasteignagjöldin eignaskattur. Eru fasteignagjöld ákveðið hlutfall af fasteigna- mati, allt frá 0.3% og upp i 0.5% af fasteigna- mati íbúðarhúsnæðis. Eins og lögurn er nú háttað er sveitarfélögum skylt að leggja sama hlutfall á alla gjaldendur án tillits til umfangs eigna og tekna. Skattar til sveitasjóðs fara því ekki stighækkandi eins og skattar til ríkissjóðs. Kvennaframboðið í Reykjavík hefurallatíð barist fyrir því að þessu verði breytt og að ákvörðunarvaldið í þess- um málum verði fært frá ríkisvaldi til sveitarfélaganna. Fluttum við m.a. tillögu i byrjun síðasta árs þar sem skorað var á félagsmálaráðherra (en hann er ráðherra sveitastjórnarmála) að beita sér fyrir því að lögum yröi breytt þannig aö sveitarfélögin hefðu meira sjálfdæmi I álagningu útsvars og fasteignagjalda. Var tillagan sam- þykkt einróma en ekkert hefur heyrst frá félagsmálaráð-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.