Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 24

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 24
Þelr sem þekkja til á leigumarkaðinum f Reykjavík vita að þar er þröngt á þingi, slegist um hverja íbúð og leiguverð almennt himinhátt miðaö við þau laun sem tíðkast í þeim hópum sem einkum vilja og þurfa að leigja. Sú stefna hefur verið rakin hér á landi um árabil að allir eigi að byggja og kerfið hefur allt beinst að þeirri einu leið ef frá er skilið Verkamannabústaðakerfiö sem á að þjóna þeim lægst launuðu. Afar lítið hefur verið byggt af leiguhúsnæði og reyndar má stærsti stjórn- málaflokkur landsins sem m.a. fer með stjórn Reykja- víkurborgar ekki heyra á leiguhúsnæði minnst. For- maður þess flokks barðist eins og Ijón gegn því s.l. vetur að byggingarsamvinnufélög fengju aðgang aö hús- næðislánakerfinu, enga samvinnu takk. En nú virðist svo sem heldur sé aö rofa til fyrir þá fjölmörgu sem gerst hafa félagar í byggingarsamvinnufélögum Búseta. Fé- lögin munu fá lán til að byggja fyrir námsmenn, aldraða og öryrkja en samkvæmt lögum má lána til leiguhús- næðis fyrir þessa hópa sem byggt er á félagslegum grundvelli. Einnig hermafregnir að frumvarp sé á leið- inni út úr Félagsmálaráðuneytinu um byggingarsam- vinnufélög. Þessu ber að fagna. En það breytir ekki því að eftir sem áður verður vandi leigjenda að miklu leyti óleystur, vandi þeirra sem ekki tilheyra þessum skilgreindu hópum, s.s. einstæöir for- eldrar, og venjulegt fjölskyldufólk eða einstaklingar sem vilja leigja. Meðan ég sat á alþingi í haust flutti ég tillögu til þings- ályktunar um aö þegar í stað yrði varið 200 millj. kr. til byggingar leiguhúsnæöis og síöan á hverju ári þar til þörfinni væri fullnægt og yrði fjárins aflað með sérstök- um hátekjuskatti. Þá flutti ég líka tillögu til breytingar á lögum um Húsnæöisstofnun ríkisins, í þeim tilgangi að allir ættu kost á leiguhúsnæði. Dæmi voru tíunduð um háa leigu, vitnað í ágæta frá- sögn sem birtist i októberblaði VERU og ég lét nokkrar tölur flakka máli mínu til stuðnings. Síðast liðið ár var gerö könnun á högum einstæðra foreldra sem sýndi glöggt að húsnæðismálin eru þeirra mesti vandi og tengist það auðvitað þeim lágu launum sem meginn þorri einstæðra foreldra fær. Samkvæmt upplýsingum ríkisskattstjóra skiluðu 5857 einstæðir foreldrar með 4062 börn á framfæri skattaskýrslum yfir tekjur ársins 1983. Af þessum hópi voru 60% með brúttótekjur undir 230 þús. kr. er þá allt fram talið. Síö- ast þegar úthlutað var íbúðum hjá Verkamannabústöð- unum komu 900 umsóknir en aðeins 300 fengu íbúö. Kristín Ástgeirsdóttir: í FRUMSKÓGI HÚSNÆÐISMÁLA Hjá Reykjavíkurborg voru milli 600 og 700 fjölskyldur á biðlista eftir leiguhúsnæði á vegum borgarinnar. Þá má geta þess að Félagsstofnun stúdenta getur aðeins séð um 4% stúdenta við Háskóla íslands fyrir leiguhúsnæði og þá eru nemendur við alla aðra framhaldsskóla f Reykjavík eftir. Þessar tölur segja okkur að í okkar þjóðfélagi eru stórir hópar fólks sem engan veginn hafa tök á að eign- ast húsnæði, verkamannabústaðirnir anna engan veg- inn þörfinni, enda þörfin á leiguhúsnæði mikil. Það er mikiö rætt um greiðslubyrði þeirra sem eru að byggja eða kaupa og eru með verðtryggðu lánin á herð- unum og skal ekki gert lítið úr vanda þeirra, en það er eins og enginn muni eftir leigjendunum. Leigjandinn fer ekki vel I Islenska draumnum um einbýlishús og tvo bíla. Það er eins og menn neiti að viðurkenna þær breyt- ingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi undanfarna áratugi, en þær eru m.a. þær að þeim fjölgar stööugt sem búa einir með eða án barna (svo mun vera á um 40% heimila I Reykjavík) íslendingar verða allra kerl- inga og karla elstir og því fjölgar stöðugt f hópi þeirra sem lifa eiga á eftirlaunum og ellilífeyri. Meðalfjölskyld- an minnkar stöðugt. Allt leiðir þetta af sér að við þurfum á annars konar húsnæði aö halda en löngum hefur ver- ið byggt, minni íbúðir. Þaö verður æ algengara aö einn einstaklingur verði að standa undir öllum kostnaði við húsnæöi og gefur auga leið að það er mun erfiðara en þar sem tveir eru um hituna. Launa- og verðlagsþróun koma hér einnig inn í dæmiö og allt leiðir til þeirrar niö- urstöðu að húsnæðismálin eru nánast óyfirstíganlegur hjalli fyrir fjölda fólks, einkum á Reykjavíkursvæöinu. Lausnin á þessum vanda er auðvitað fyrst og fremst breytt stefna í húsnæðismálum. Það veröur aö bjóöa upp á fleiri kosti. Beina fjármagni í fleira en íbúðakaup og byggingar einstaklinga, efla verkamannabústaða- kerfið og hefja markvissa byggingu leiguhúsnæðis. Meginatriöið er að fólk geti valiö. Aö við séum ekki þvinguð inn í ákveöinn lífsstíl, hvort sem okkur líkar það betur eða ver, aö ungu fólki sé ekki gert aö eyöa bestu árum ævinnar í gegndarlausan þrældóm og kapphlaup við víxla og vexti. En þessu breytir enginn nema við sjálf. Það er undar- legt hversu lítil hreyfing hefur verið á undanförnum ár- um meðal fólks í þá átt að knýja fram breytta stefnu. Undir niðri vilja kannski flestir láta íslenska drauminn rætast eða hvað. Ég þekki ótrúlega mörg dæmi um fólk sem hefur neyðst gegn vilja slnum til að fara út í íbúða- kaup. Ég þekki líkafólk sem hefur verið viö nám erlend- is sem ekki treystir sér til að flytja heim til að fara að berj- ast um á hæl og hnakka í frumskógi íslenska húsnæðis- kerfisins. Það var fyrst með stofnun Búseta sem rofa tók til og svo virðist sem þrotlaus barátta þeirra sé að skila ár- angri. En betur má ef duga skal. Eitt frumvarp og ein þingsályktunartillaga breyta kannski ekki miklu, en með slíkum tillöguflutningi viljum við Kvennalistakonur sýna hver hugur okkar er og knýja á um breytta stefnu í húsnæðismálum.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.