Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 31

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 31
Sogusviðið er klaustur. Leikmyndin grá. köld. kraftaverk hafi verið að ræða. annað se ohugs- einfold og vel við hæfi. í kiaustrinu hefur gerst andi. Martha reynir að komast að hinu sanna og vægast sagt ovanalegur atburður. Ung nunna. tekst smam saman að komast að þvi hvernig fæð- Agnes. hefur alið barn sem finnst myrt i rusla- ingu barnsins og dauða bar að hondum. Hvað korfu. Geðlæknirinn Martha er fengin til að meta getnaðinn varðar. er spurnmgin skilin eftir opin hvort Agnes se sakhæf. Með hennar augum sja- fyrir ahorfandann. Agne$ sjalf afneitar atburð- um við atburðina. hun er einskonar sogumaður. inum. man ekkert eða læst ekki muna. Abbadisin. moðir Mirjam gefur i skyn að um Er Agnes einfeldningur? Er hún geð- veik? Eðaer hún dýrlingur? Hún elst upp í ^ikilli einangrun hjá móður sinni sem jafn- Vel kemst upp með að halda Agnesi frá skóla. Móðirin sem er mjög brengluð, kúg- ar hana og beitir hana meðal annars kyn- ferðislegu ofbeldi. Andlegt ástand Agnes- ar sýnist mér vera summan af þeirri með- íerð sem hún hefur hlotið. Mér finnst verkið í rauninni ekki snúast am hvort gerst hafi kraftaverk, enda hvað er kraftaverk? Heldur um það hvað sé Agnesi fyrir bestu. Abbadísinni þykir mjög Vaent um Agnesi, svo fer einnig um Mörthu Sem fljótlega tekur ástfóstri við hana. Þar stðngast á mismunandi sjónarmiö. Abba- ’-f'sin vill láta málið falla niður og að Agnes Verði áfram innan veggja klaustursins. Vemduð frá hinum grimma heimi utan Veggjanna, sem hún sjálf þekkir mætavel. Geðlækninum finnst hins vegar að Agnes eigi aö fá tækifæri til að kynnast eeiminum fyrir utan, læra að takast á við eenn, njóta þess sem hann hefur upp á að ejóða og taka síðan ákvörðun um það nvernig hún vill verja lífi sínu. Afstaða Abbadísarinnar til Agnesarfinnst mérekki mótast af trúarsannfæringu, fremur notar hún trúna sem skjól. Vissulega hefur hún valið sér lífsmáta af mjög yfirveguðu ráði. Og efalítið trúir hún á Guð. En hvað olli þessu vali hennar? Hún var ,,misheppnuð móðir og misheppnuö eiginkona”. Ekki beint fýsilegt líf þaö. . . Eðahvaða mögu- leika hefur ómenntuð kona sem mistekst þau einu hlutverk sem henni eru ætluð? Er ekki kjörið að flýja veröldina og loka sig innan veggja klaustursins? Á sama hátt vill hún að Agnes fái að vera í friði. Hún vill vernda hana fyrir umheiminum. Og hún hefur mikið til síns máls. Það yrði eflaust ekki þrautalaust fyrir Agnesi að takast á við lífiö utan klaustursveggjanna, með þær klyfjar sem fortið hennar hefur lagt henni á herðar. Leikritið vekur ýmsar spurningar svo sem góðu verki sæmir. Hvað veldur til að mynda því að fólk gengur í klaustur? Er það flótti frá raunveruleikanum? Er þaö trúar og eða tilbeiðsluþörf? Er það ímugustur á efnishyggjunni? Dýrkun ein- faldleikans? Allt þetta eða eitthvað ann- að? Hver er æskilegasti lífsmátinn? Hvar eru bestu skilyrðin fyrir þroska andans? Hver er yfir höfuð tilgangur lífsins? Og svona mætti lengi telja. Greinilegt er að þeir sem hafa unnið aö þessari sýningu hafa gert það af natni og næmleika. Hlutir sem eru hinum almenna áhorfandaoftast huldir og ekki laust við að yfir hvíli leindardómsfullur blær, svo sem helgisiðir og athafnir nunnanna og dá- leiösla geðlæknisins, fannst mér afar trú- verðugir. Leikkonurnar þrjár skila hlutverkum sín- um vel. Mest reynir á Guðrúnu Gísladóttur og fer hún á kostum. Svo vel tókst upp í fæðingunni að ég gat fundið hríðarverk- ina. . . Sú mynd sem Guðrún Ásmunds- dóttir dregur upp af Abbadísinni sam- svarar ekki beint þeirri mynd sem ég geri mér af konu í þeirri stöðu. En þar er eflaust um að kenna mínum eigin fordómum, þar fannst mér líklega vanta heilagleikann og strangleikann. En einmitt það, hvað hún er einlæg og hlý, gerir hana áhugaverða. Sigríður Hagalín kemur vel til skila hinni menntuðu, meðvituðu, raunsæju konu, geðlækninum, með frjálslegri og ákveð- inni framkomu sinni. Söngur Guðbjargar Thoroddsen var einkar Ijúfur og fallegur. K.BI. 31

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.