Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 19

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 19
Síðan Kvennaframboðið tók sœti í borgarstjórn befur það tekið þátt í af- greiðslu þriggja fjárbagsáœtlana og í bvert skiþtiflutt mjög margar og ítarlegar breytingatillögur. Hefur stefna okkarver- ið sú að sýna fram á bvernig gera megi raunbœfar fjárbagsáœtlanir þar sem for- gangsröðun verkefna er önnur en við eig- um að venjast. Þetta befur að sjálfsögðu í för með sér að við verðum að finna fjár- magn til að standa undir þeim kostnaði sem ýmsar af tillögum okkar bafa óneit- anlega í för með sér. Hefur ekki reynst erfitt aðfinnaþaðfjármagn bingað tilþví það er mörg matarbolan í fjárbagsáœtl- uninni ef vel er að gáð. Við böfum þó aldrei náð endum alveg saman með til- fœrslum milli liða, og þess vegna böfutn við m.a. flutt tillögur um bœkkun fast- eignagjalda. Slíkur tillöguflutningur kann aðþykja óklók minnihlutaþólitík en við viljum bjóða uþþ á valkost ekki óska- lista. Hér á eftir verður sagtfrá belstu breyt- ingatillögum okkaríár, ef undan erskilin tillagan um aukið framlag til dagvistar- bygginga sem sagt varfrá bér að framan. Hér er þó aðeins stiklað á stóru en ýmsar smátillögur látnar liggja á milli bluta. KKAR TILLÖGUR Framkvæmdir við holræsi Borgarstjórn samþykkir að verja kr. 40.000.000 umfram áætlað fé í frumvarpi til fjárhagsáætlunar 1985 til endurbóta á holræsum borgarinnar. Holræsamál Reykjavíkurborgar, sem og höfuðborg- arsvæðisins alls, eru í algjörum ólestri. Meðfram allri suðurströnd borgarinnar eru fjörur svo mengaðar, hvort sem um er að ræða útlits-, gerla eða líffræðilega meng- un, að þær eru óhæfar sem útivistarsvæði. Svipaða sögu er að segja um norðurströndina en þar eru t.d. sjö útrásir við Skúlagötuna sem allar stangast að meira eða minna leyti á við heilbrigðisreglugerð. Hafa fram- vaemdir borgarinnar í holræsamálum verið mjög tak- markaðar á undanförnum árum en með tillögunni er 9ert ráð fyrir að hafist veröi handa við þetta dýra og tímafreka verkefni. Aðgerðir til að draga úr umferðahraða Borgarstjórn samþykkir að verja kr. 3.000.000, um- fram það sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárhags- éætlunar 1985, til hraöatakmarkandi aðgerða í 'búðahverfum borgarinnar. Ljóst er að umferðarhraði í íbúðahverfum borgarinn- ar er mun meiri en forsvaranlegt er og hafa foreldrar 9reinilega vaxandi áhyggjur af öryggi barna sinna. í Þeim bréfum sem borginni hafa borist frá íbúðasamtök- um og foreldrafélögum er nær undantekningalaust far- 'ö fram á hraðatakmarkandi aðgerðir s.s. upphækkanir é götum og þrengingar. Þó töluvert hafi verið aðhafst í Þessum málum aðundanförnu þávantar enn mikið upp a að brýnustu óskum hafi verið sinnt. Þess vegna er Þessi tillaga fram komin. Sambýli fyrir aldraða Borgarstjórn samþykkti að verja kr. 4.500.000 til kaupa eða byggingar á hentugu húsnæði til nota sem sambýli fyrir aldraða. í greinargerð með tilllögunni segir m.a. að það sé nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu fyrir aldraða til að hægt sé að framfylgja þeirri hugmynd að halda stofnanadvöl aldraðra í lágmarki. Margir aldraðir búi við félagslega einangrun, öryggisleysi í húsnæðis- málum og óhóflega húsaleigu. Sambýli við annað fólk gæti leyst þessi mál auk þess sem einstaklingar í slíku sambýli væru lengur virkir en ella þar sem gert er ráð fyrir að stjórn þess og rekstur sé í þeirra höndum. Leiguíbúðir Borgarstjórn samþykkir að hækka áætlað framlag til kaupa eða byggingu leiguíbúða, skv. frumvarpi að fjárhagsáætlun 1985, um kr. 13.200.000. í greinargerð er bent á að í frumvarpi að fjárhagsáætl- un sé aðeins gert ráö fyrir 15 milljón króna framlagi til leiguíbúða. Með þessu viðbótarframlagi væri hægt að festa kaup á 50 leiguíbúðum á árinu ef jafnframt væru nýttir þeir fjármagnsmöguleikar sem Húsnæðisstofnun ríkisins hefur upp á að bjóða. Neyðarathvarf fyrir unglinga Borgarstjórn samþykkti að koma á fót og reka neyðarathvarf fyrir unglinga. Kostnaður áætlast kr. 3.600.000 á árinu. Með þessari tillögu er líka greinargerö og þar segir að

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.