Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 8

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 8
um vináttubönd karla. Ég hef séð því sleg- ið fram að ef hugmyndir karla um vináttu væri ekki svona háleit, væri ómögulegt aö fá menn til að fara í stríð eða gerast her- menn. Þegar strákar eru kallaðir í herinn eru þeir jafnframt kallaðir inn í samfélag hinna sterku, þar sem hetjur snúa bökum saman og berjast fyrir æru og hugsjónum. Sýndarmennskan gengur svo langt að þeir eru reiðubúnir til að fórna lífi sínu fyrir hana. Og karlmenn talaöðruvísi en konur. Eins og einn vinur minn orðaði það: Þeir bla-bla-a ekki og hann orðaði þetta með öfundartón. Þeir segja sögur, af mikilli nákvæmni, vitna gjarnan til annarra, reyna að halda vissum stíl og málfari en þeir fara helst ekki undir yfirborðið heldur notatáknmál, forðastsjálfasig. Þeirsegja sjaldan: veistu hvað mér datt í hug um daginn þegar mér leið svo vel — eða illa. . . konur segja frá sjálfum sér, þær nota persónulega reynslu sem rök og já, að bauka strákar mínir er ómögulegt! Hlustið nú bara á okkur, við skulum leiða ykkur í allan sannleika.”! Við getum líka tekið stórt upp í okkur vegna þess að viö vitum vel, að það er ekki tekið mark á okk- ur!!! — Þú varst í Rauðsokkahreyfingurmi og með í hópnum, sem lét sér detta í hug kvennaframboð. Hver er munurinn á Rauð- sokkunum og Kvennaframboðinu? Raúsokkahreyfingin varð marxisk hreyfing, Kvennaframboðið er það ekki. Eftir fundinn á Skógum 1974, þegar upp- gjöriö varð á milli marxistanna og hinna, varð Rauðsokkahreyfingin hrein marxista- hreyfing. — Einhvern veginn finnst manni peim, sem yfirgáfu Rauðsokkuhreyfinguna til pess svo að hverfa á vit flokkanna, nýtast misjafnlega sú kvenfrelsishugsjón, sem pær hljóta að hafa haft par? Já, þaö finnst mér nú líka, sama í hvaöa Helga Sigurjónsdóttir og Helga Kress o.fl., þærtöluðu um hluti sem lustueinsog elding niður í huganum. . . það var æðis- lega skrýtið og erfitt og skemmtilegt líka. Öllu kollvarpað og byrjað upp á nýtt að skoða og skilgreina — vá! hvílíkt sumar. Nokkrar duttu út auðvitað. Fundu sig ekki í þessum nýju hugmyndum eða gátu ekki sætt sig við þær, öðrum fannst við ekki ganga nógu langt. — Finnst pér konur vera nær markinu? Það held ég, að því leyti að við höfum reynt að skilgreina vandamálið og gerum okkur betur grein fyrir því en áður. — Hvort finnstpér hafa breyst meira, við- horfin eða staða kvenna? Viöhorfin. Við höfum breyst sjálfar. Hug- arfarið er allt annaö. Líttu á verkföllin í haust, þau voru borin upp af konum. En ekki svo sem eins og það sé kvennahreyf- ingunum að þakka að öllu leyti — kjara- já, jDað þykir ómálefnalegt. En hvers vegna er það ómálefnalegra að ganga út frá eigin reynslu og gangast við því? Þetta er kannski það frelsi sem við krefjumst einna helst, þetta frelsi sem Ragnhildi finnst svo nýtt og óskiljanlegt, frelsi til að ganga ekki inn í þá ramma og viðhorf, sem þegar hafa veriö sett, frelsi til að skilgreina og eru farin að virka eins og náttúrulögmál — frelsi til að skilgreina á annan hátt. . . þetta er það sem manni finnst körlum ganga svo illa að skilja. — En pað eru svo sem til karlar, sem skilja petta og setja fram sömu kröfu. . . Já en þeir eru ekki í sömu aðstöðu og við, sem getum sagt: við berum enga ábyrgð á því sem áöur fór fram, við áttum enga hlutdeild! Við erum í miklu betri að- stöðu til þess að skilgreina upp á nýtt vegna þess að viö erum stikkfrí — enn þá. Við getum haldiö því fram með góðri sam- visku að ,,flest af því sem þið hafið verið flokk þær fóru. Ætli það sé ekki einna helst vegna þess að þær ganga þar inn í fyrir- framgerðan ramma og vinna að framgangi ákvarðana, sem voru alveg örugglega ekki markaöar með kvenfrelishugsjónina ( huga. . . Sumarið 1981 var alveg furðulegt tíma- bil. Einhvern tímann það vor hittumst við eftir steingeldan fund hjá Rauösokkunum, lágum nokkrar saman úti í garöi heima hjá mér og nutum veöurblíðunnarog allt í einu vorum við búnar að ákveða að bjóða fram sér — sérstakt kvennaframboð. Við tókum okkur til og skrifuðum niður nöfn u.þ.b. 50 kvenna sem okkur þóttu líklegar og hringdum í þær. Það mættu að mig minnir 20 á fund. Auðvitað átti þetta upphaflega að vera vinstrikvenna framboð en þær, þessar nýju, komu meö hugmyndir, sem gjörsamlega kollvörpuðu öllu því sem maöur haföi verið svo rígbundin í fram að þessu. skerðingin átti sinn þátt — en hreyfingin hefur haft sitt að segja, drottinn minn dýri! — Svo langar mig til að spyrja pig svona fyrir rest hvaða spurningum pig myndi langa til að Vera leitaði að svörum við ef við höldum áfram að taka viðtöl við fleiri gamlar kempur! Þetta er náttúrulega svo rosalega stórt svið og við höfum svo sem ekki gert annað en að gára yfirborðið hér, (og verið rosa- lega ómálefnalegar!) og viðtal um þetta efni gæti orðið endlaust ekki satt, en biö- um við. . . jú það væri nú gaman að fá t.d. eitthvað um áhrif jafnréttisbaráttunnar eða t.d. spyrja hvernig standi á því að stelpurn- ar í Evrópu eru á kafi í Freud núna en ekki við. . . á ég að halda áfram?! — Þakka pér fyrir, petta er orðið ágætt hjá pér! Ms/IH. 8

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.