Vera - 01.02.1985, Qupperneq 25

Vera - 01.02.1985, Qupperneq 25
Laugardagskaffin í Kvennahúsinu hafa lukkast stór- kostlega enda verða þau œ fjörugri og fjölsóttari. Um- rœðuefnin eru margbreytt svo allar œtti að langa einhvern tímann! Hér er listi yfir gesti og dagskrá nœstu vikuna. KLASSA PIUR, 9. febr. Vorkonur Alþýðuleikhússins rœða um verkið, efniþess og vinnuna við það. Við minnum á að einhverjar þœr hressilegustu umrœður, sem átt hafa sér stað í laugardags- kaffinu voru einmitt með vinkonum Petru von Kant. HUGMYNDAFRÆÐIKVENFRELSISBARÁTTU. 16. febr. Helga Sigurjónsdóttir kynnir helstu stefnur í hugmynda- frœði kvennabaráttunnar — ómissandi tœkifœri fyrir allar, sem hafa beðið eftir umrœðum einmitt um þetta mál! HUNDURINN, ÞJÓFURINN, FANGINN, 23. febr. Það hlaut að koma að því — sjálfur karlinn nær eyrum allra — lngibjörg Hafstað segir frá skilgreiningu norrœnna karlmanna á sjálfum sér! HVAÐ VARÐ UMÞÆR? 2. mars Hvað varð um íslensku konurnar, sem giftust bandarísk- um hermönnum á stríðsárunum? Inga Dóra Björnsdóttir segir frá rannsókn sinni á högum þeirra. GETNAÐARVARNIR, 9. mars Kvensjúkdómafrœðingurinn Þóra Fischer situr fyrir svörum um tœknivœðinguna — er hún framför í frelsis- baráttu kvenna eða ekki? Látið ekki happ úr hendi sleppa, það er ekki á hverjum degi sem kvenlœknir svarar spurn- ingum kvenna. I K^mdu r 1 kaffi! AÐ VERÐA GAMALL IREYKJAVIK, 20. apríl Hvernig er búið að gamla fólkinu núna, hvað bíður okk- ar sjálfm? Guðrún Jónsdóttir leggur spilin á borðið! UMHVERFISMÁL, 27. apríl Hvers vegna skipta umhverfismálin konur svo miklu? Hverju myndum við vilja breyta? Guðrún Ólfsdóttir opnar umrœðuna. GÖNGUFERÐ UM KVOSINA, 4. maí Guðný Gerður Guðmundsdóttir verður leiðsögumaður í gönguferð um gamla miðbœinn, segir frá húsum og hátt- um. Þá verður komið glampandi vor og aldrei betra að leggja götur undir fót. Laugardagskaffin byrja hvern laugardag kl 13 (nema laugardaginn fyrirpáska, þ. 6. apríl) og varasvo lengisem við viljum. Allir eru velkomnir í Kvennahúsið rétt eins og aðra daga, en við viljum minna á að einmitt þessar óform- legu rabb-samkomur eru ekki síst upplagðar fyrir ykkur, sem viljið forvitnast og kynnast nýju fólki en hafið ekki gert gangskör í að drífa ykkur í Kvennahúsið enn sem kom- ið er. Kvennahúsið er rekið af ýmsum kvennasamtökum og er opið öllum konum. Það er opið virka daga kl 14 til kL 18 og þar er alltaf heitt á könnunnl Símar hússins eru 21500 og 13725. Verið velkomnar í Kvennahúsið. GETNAÐARVARNIR FORMÆÐRA OKKAR, 16. mars Forvitnilegt ekki satt? Kristín Ástgeirsdóttir segir frá mnnsóknum sínum. KYNSKIPTUR VINNUMARKAÐUR, 23. mars Fríða B. Pálsdóttir segir frá niðurstöðum rannsókna sinna á verkskiptingu kynjanna á vinnumarkaðinum. LISTSKÖPUN KVENNA, 30. mars Er mismunur á listsköpun karla og kvenna? Hrafnhildur Schram reifar málið. HVERNIG MIÐBÆR? 13. apríl Góð spuming! Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fermeð okk- ur í skoðunarferð í nokkrar erlendar miðborgir, þ.e. í mynd- um og málL I 25

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.