Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 32

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 32
Björg Einarsdóttir: Úr ævi og starfi ís- lenskra kvenna. I. Bókrún 1984. 406 bls. Laust fyrir jólin gaf nýstofnað útgáfu- félag, Bókrún, út sínafyrstu bók „Úrævi og starfi íslenskra kvenna” eftir Björgu Einarsdóttur. Er bókin safn erinda, 21 talsins, sem Björg flutti í Rikisútvarpinu s.l. vetur. Voru erindin í útvarpinu reynd- ar fleiri og boðar Björg í formála að bók- inni að framhald verði á útgáfu þeirra. Er þetta því fyrsta bindið af fleirum, ef að líkum lætur, um ævi og störf þeirra kvenna sem settu svip á samtíð sína. Þarf varla að fjölyrða um það hvílíkur fengur er i slíkri útgáfu fyrir langsoltna lesendur alls fróðleiks um íslenskar konur. Bók Bjargar ber það óneitanlega með sér að þarna eru á ferðinni útvarpserindi, samin sérstaklega með þann miöil í huga. Útvarp og bók eru um margt ólíkir fjölmiðl- ar, annar byggir á augnabliks hlustun en hinn á ótímabundnum lestri. Innskot og út- úrdúrar, sem geta eftir atvikum átt ágæt- legaheima í munnlegri frásögn, getaverið truflandi og ofaukið í rituðu máli. Eru nokk- ur dæmi um þetta í bók Bjargar sem kannski eiga rætur sínar að rekja til þess að útvarpsþáttum er mörkuð ákveðin lengd og upp í hana veröur að fylla. Slíkt innskot er t.d. í frásögninni af Ingibörgu Johnson þar sem segir frá þeirri vonlausu ást sem Símon Dalaskáld hafði á henni. Hafði sú ást lítið með líf Ingibjargar að gera en engu að síöur verður hún Björgu tilefni til að rekja æviferil Símonar. Eflaust var Símon Dalaskáld hinn merkasti maður en hann ætti ekki að taka slíkt pláss í frásögn af ævi og starfi Ingibjargar. í útvarpserind- inu hefur þetta innskot kannski þjónað til- gangi en í bókinni finnst mér því ofaukið. Virðist því vanta nokkuð upp á að efninu hafi verið ritstýrt nægilega áður en það fór á prent. 32 r —- Konur eiga sögu Konur I Thorvaldsentfélaginu IAlþingisgarðinum um 1894. (Ljósnv Jóhannes Long eftir mynd í eigu Thorvaidsensfélagsins). Allar þær konur sem sagt er frá í bókinni voru að sjálfsögðu hinar merkustu og eiga fullt erindi í slíka bók. Af sumum þeirra eru þegar til allítarlegar frásagnir s.s. Þóru Melsteð skólastýru Kvennaskólans og Jóhönnu Egilsdóttur formanni Framsókn- ar, og hefur Björg þar litlu við að bæta. Aðrar eru hins vegar lítt þekktar s.s. Kristó- lína Kragh hárgreiðslumeistari og dr. Björg C. Þorláksson, og því vekja þær óneitanlega meiri áhugaog löngun hjá les- andanum til að fá meira að heyra. Og kom- um við þá aftur að útvarpsþáttunum. Hver kafli var einn þáttur og því eru þeir mjög Þrjár systur. Frá vinstri Anna, Thora og Ida Friðriksson. (Eig. Anna Eiríkss.) svipaðir að lengd sem veldur því að ein- stökum konum eru ekki gerö ítarlegri skil en öðrum, þó full ástæða hefði verið til þess. Bók Bjargar er auðvitað ekki annað en ágrip af sögu nokkurra kvenna en engu að síður finnst mér að hún hefði mátt gefa kvennapólitísku starfi og skoðunum meira vægi í umfjöllun sinni. Má t.d. geta þess að Björg minnist ekki einu orði á skrif Thoru Friðriksson í Kvennablaðið né heldur þess að hún ritstýrði því um tíma meðan Bríet var erlendis. Þá finnst mér líka vanta þó nokkuð upp á að merku framlagi Bjargar C. Þorláksson til kvenfrelsisbaráttunnar séu gerð viðhlýtandi skil. Björg C. Þorláksson skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit um ólíkustu málefni auk þess sem út hefur komið eftir hana bæði leikrit og Ijóðabók. Hún fékkst líkavið þýðingar bæði á skáldverkum sem upplýs- andi ritum. Eitt af þeim ritum sem hún þýddi var „Hjónaástir” eftir Marie C. Stopes og sakna ég þess hvað Björg gefur þeirri þýðingu hennar lítinn gaum, þó hún nefni hana rétt eins og annað. Marie C. Stopes var ein af skeleggustu baráttukon- unum fyrir aukinni fræðslu um notkun getnaðarvarna í byrjun þessarar aldar og rak m.a. upplýsingastöð í þeim tilgangi. Ritið „Hjónaástir” fjallar að vísu ekki bein- línis um getnaðarvarnir heldur er þetta upplýsingarit um mikilvægi kynlífs fyrir konur sem karla og heilræði til ungs fólks um það hvernig byggja megi upp gott kyn- líf. Aftast er svo viðauki frá Björgu sjálfri þar sem hún kynnir notkun helstu getn- aðarvarna sem hægt var að nálgast. Er rit- ið ótrúlega fordómalaust og framsækið miðaö við þann tíma sem það er skrifað á.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.