Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 9

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 9
‘frm'i'i'2'2'2 QQQIQQQQ Q Q ÓQÓ'3QÓQ9 ^ Skrafskjóðan „Köld eru kvennaráð, ha ha!” sagði hann. „Æi, nei,” sagði ég, þreytulega, „ekki þú líka.” _ Hann leit á mig spyrjandi. „Ég hélt, satt að segja, að þú værir frumlegri en hinir. Þú — ert sá fimmti, sem hefur sagt þetta í mín eyru í dag.” Sagði ég. „Er ekki kominn tími til að leggja niður svona frasa?” Þetta var rétt fyrir áramótin þegar blöðin voru að skýra frá _ tillögum Kvennaframboðsins um breytingar á stjórnkerfi borg- •rinnar, aðallega þó frá þeirri bráðfyndnu tillögu að stofna — skyldi kvennaráð. „Það liggur nú eiginlega beint við að manni detti þetta I hug,” sagði hann, ólundarlega, líkaði greinilega illa að ég _ skyldi væna hann um ófrumleika. „Þetta er annars alveg dæmigert fyrir ykkur (kvenfrelsiskon- ' -— ur). Þið þolið varla lengur mælt mál! Gamalgróin orðatiltæki, •em maður notar til að krydda málfar sitt án þess að meina nokkuð sérstakt með því! Það endar með því að þið geldið _ tunguna!” Hugsið ykkur, hvað það væri mikið tjón af því ef orðatiltæki — eins og þetta „konur eru konum verstar”, eða „oft er flagð undir fögru skinni” hyrfi úr málinu. — Óbætanlegt! Ég hélt nú annars að tungan væri til þess að tjá einhverja reynslu og deila henni með öðrum. Hversu margir skyldu hafa reynslu af köldum, lymskufullum kvennaráðum? Hver skyldi — reynsla kunningja míns hafa verið af kvennaráðum? Skyldi hann oft hafa heyrt mömmu sína segja: „Góði, vertu — nú ekki að láta á þig trefil. Það er bara 5 stiga frost.” Hversu oft skyldi hún hafa varað hann sérstaklega við að fara yfir götu á grænu Ijósi — „allt I lagi með það gula,” hefur hún kannski sagt, „en það rauða er auðvitað best, ha ha.” Og konan hans, hvaða lymskuráð skyldi hún vera að brugga honum? Eflaust etur hún honum áfram í stærri og stærri húsbyggigar, æðis- gengnari húsgagnakaup, lengri og lengri yfirvinnu, spennir hann fyrir vagn neyslunnar og keyrir hann áfram æ hraðar þar _ til hann veltur um einn daginn, dauður af hjartaslagi. — Draumur hverrar konur, eða er það ekki? — En þetta með „flagðið og fagra skinnið?” Skyldi það ekki vera til komið sem einhvers konar huggun fyrir okkur, sem höfum bara fengið venjulegt skinn eða karla, sem ekki tókst _ að næla sér í „fagurt skinn” til að hengja yfir arininn sinn? Svona eitthvað í stíl við — „Berin eru súr,” sagði refurinn. — Hann náði ekki til þeirra. Reyndar er mín reynsla af fallegum konum meira í ætt við „hún var eins góð og hún var falleg” eins og prinsessurnar í ævintýrunum. Mér hefur meira en dot- _ tið í hug, að vandi þeirra nú til dags sé ekki sá, að menn haldi aö á bak við fallegt yfirborðið búi eitthvert íllfygli, heldur, að — þar sé að finna lítinn kjána. Eða hafið þið ekki heyrt karlmenn •egja í undrunartón, „Hún er bara ekkert vitlaus!” eða „Henni viröist vera full alvara með námiðl”, þegar falleg stúlka hefur _ «ýnt, að hún er gædd greind og vilja á viö hvern sem er. Og hvernig var þetta ekki með Marilyn Monroe, sem virtist — búa yfir öllu því sem samtíðin (les: karlmenn) áleit eftirsóknar- v*rt I útliti einnar konu? Hún varð að berjast alla ævi fyrir því •ð vera tekin alvarlega sem persóna og beið ósigur. Það _ vottaði þó fyrir skilningi á þeim harmleik, sem líf hennar hafði verið, þegar hún dó fyrir 22 árum. En sá skilningsvottur hefur ekki náð til íslenska blaðamannsins, sem skrifaði í blað sitt í fyrir skömmu: „Aðalhlutverk í myndinni leikur kyntáknið, Mari- lyn Monroe.” Þannig er þessi kvenímynd allra tíma svift öllum persónu- leika, m.a.s. kvenleika, gerð að hlut — hvorugkyns! — Stelpur, við verðum bara að breyta hugsunarhættinum, okk- ar eigin og annarra. Tungan skal nokk fylgja í kjölfariö. Við — geldum hana ekki, við frjóvgum hana meö nýjum og betri veruleika. Guörún Ólafsdótttr

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.