Vera - 01.02.1985, Page 29

Vera - 01.02.1985, Page 29
,, sumar bækur verða eins og vinir' ‘ Væri þaö rétt aö segja aö nýja bókin þín sé ástarsaga? Nei. Þaö er ást, en nei, hún er kannski meira um sambönd, tengsl á milli fólks. . . — Þaö er karlmaður sem segir sög- una? Sagan gerist á vissan hátt í huga karl- manns. Og mundu kannski margir kalla hann umsjónarmann. Stundum segir hann frá fyrstu hendi, stundum þaö sem aðrir hafa sagt honum — jú, sjónarhóllinn er hans. — Var þaö af einhverri sérstakri ástæðu, aö þú kaust aö nota karlmann Sem „umsjónarmann”? Ég held þaö hafi ráöist meira af efninu °9 af forminu. Hann er bara í góöri aö- stööu til að fylgjast meö. Þaö hlýtur, finnst m3nni, að ráöast af efninu hverju sinni hvernig notamápersónur, þær lagasig að Því á einn eöa annan hátt. Og svo öfugt. ®att að segja hef ég alltaf veriö heldur van- tfúuö á höfunda, sem segja aö persónurn- ar þeirra fari smátt og smátt að ráöa sér sjálfar en þetta er rétt, það er stundum ekki hægt aö sveigja þær undir vilja sinn. . . — Þú vilt helst ekki tala um nýju bók- 'na þína? Nei, ég vil sem minnst segja frá henni, mér finnst þaö hljóti að vera truflandi. Maður ætti ekki aö gefa mynd af bók því auðvitað er þaö fleira en maður gæti sagt tra, sem lesandinn þarf aö — eöa vill fá aö ~~ finna sjálfur. — Hverju breytir þaö aö vera bók- rhenntafræöingur og rithöfundur í senn. Geturðu t.d. skoðað það sem þú ert að skoöa utan frá, sem fræðilegt viöfangs- efni? Nei, ég held ég gæti það alls ekki. Nei, e9 leita til annarra eftir slíku. Og svo er þaö auðvitað þannig þegar ég les bækur, jafn- Vel þegar maður er aö lesa fyrir vinnuna Sem kennari, þá er maður alltaf fyrst og fremst lesandi, ekki kennari. ~~ það er ekki hægt að komast hjá því fð sPurja þig hvers vegna þú varst ekki yrr Þúin aö senda frá þér bók. Byrjaö- ,rðu seint aö skrifa eöa varstu búin að Vera lengi aö þessu —■ kannski í laumi? Nei, nei. Ja — ég var búin aö vera lengi með Þel í huganum en það er fjarri sanni aö ég hafi byrjað fyrir löngu. Reyndar held e9 aö þaö hljóti að vera betra aö byrja sem 'Vst, þjálfa sig lengi og þroska þetta meö sér. — í laumi, tja nei, en maöur var ekkert að segja mikiö frá þessu svo sem. . . — Þú hefur sem sagt ekki ung ákveö- ið að veröa rithöfundur?! Nei, nei. Ég held þetta sé algengara hjá karlmönnum, þetta að lýsa því yfir aö þeir ætli aö veröa t.d. rithöfundar. Konur gera þaö ekki, þær sjá til hvernig þetta æxlast fyrst og gefa ekki út neinar yfirlýsingar áö- ur. Þær eru held ég, ekki eins háöar því al- gjöra::: Það er kannski helst þaö sem manni finnst svo hræðilegt viö þennan svonefnda karlaheim, hvaö þeir eru háöir þessu absoluta. . . —Skýrðu þetta nánar. Jú sjáöu til, karlaheimurinn er svo ósveigjanlegur, þaö vantar þetta óvænta, oft þetta mannlega. Þeim eru settar svo fastar skoröur. Auövitaö eru konum settar skorður, þær eiga að ganga inn í vissa ímynd, en þær hafa samt möguleika til t.d. aö takast á við karlaheiminn. Og mögu- leika til aö mistakast. Hitt er svo annaö mál aö á slíkum vettvangi eru oftar gerðar meiri kröfur til kvenna en karla, sem getur leitt til þess aö þær gefist upp. Konur — viö! — virðumst heldur aldrei hafa þessa sigurvissu karlmannsins, auövitaö er maður meö bullandi minnimáttar- kennd. . . kannskierþaöbaraþjóðfélagiö, uppeldið eins og sagt er. . . — En hvaö gæti það verið annað? Éger nú lítið hrifin af þessuorði eðli, þaö er búið aö fara svo illa meö það, en stund- um liggur viö manni finnist þetta vera eðlislægt á einhvern hátt. — Hljóta konur, sem skrifa, alltaf aö vera í uppreisn vegna stööu kvenrithöf- unda og kvenpersóna i bókmenntum? Ég held að þaö sé alltaf uppreisn aö skrifa. Barátta, þessi átök viö orð og efni og alltaf áhætta, sú aö veröa kannski aö gefast upp. En ég veit ekki hvort ég get t.d. skilið á milli sjálfrar mín og vitneskjunnar um stöðu kvenna eöa bent á hvernig sú vitneskja hefur áhrif á mig, mótar mig — ég veit ekki hvort ég get svarað þessu. — Oll sköpun hlýtur aö vera uppreisn. . . svo er eitthvað spaugilegt við þetta líka, þetta aö sitja aleinn og velta fyrir sér eigin hug- myndum, þaö er spaugilegt! — Og einmanalegt? Já. Það þarf mikið næði og einveru. Stundum þegar ég hef nöldrað t.d. yfir tímanum sem fer í að sækja barnið, keyra þaö hingaö og þangað, þá er mér bent á kosti þess, væri ég gift heföi ég enn þá minni tíma. Og má vera aö þaö sé rétt. — Sumir rithöfundar segjast alltaf þurfa að skrifa með sama pennanum, viö eitthvert sérstakt borö o.s.frv. En þú? Nei, ég vandi mig af þessu. Einu sinni gat ég varla lesiö bók nema sitjandi í ein- hverjum vissum stól hvaö þá meira, nú get ég skrifað hvar sem er, með hverju sem er. Þaö varö nauðsynlegt aö venja sig á þaö beinlínis. Þaö eru nú oft konurnar, sem sjá til þess aö maöurinn þeirra geti þetta, þær búa þannig í haginn fyrir hann. Um slíkt er sjaldnast aö ræöa hjá kvenrithöf- undum, ekki satt? — Hefurðu nokkurn tímann, þegar þú ert aö vinna aö bókunum þínum, rekiö þig á einhverjar skýringar á því hvers vegna konur skrifa færri bækur en karl- ar? Ég veit þaöekki. . .ogjú.vístskiptirþaö máli aö færri konur hafa skrifaö. Maður stendur sig aö vissu óöryggi, sem erfitt er aö skilgreina fyrir vikiö. Aöstæöur kvenna eru auðvitað mjög mismunandi, karla líka, nú á dögum er erfitt fyrir hvern sem er aö skrifa, bara þaö aö finna tíma frá vinn- unni. . . Því þetta tekur sinn tíma. Svo eru konur teknar síður alvarlega — þá á ég ekki bara viö rithöfunda — þaö er ósköp grunnt í klappið á öxlina. . . nei, engin opinber óvild en kannski ein og ein setning sem fellur í samræðum — eöa ómeövitað viðbragð. . . — Er þaö sárt? Já. Það er mjög særandi. En þaö er atriði aö láta það ekki á sig fá. Er ekki talað um að konur veröi aö halda reisn sinni? — Áttu þér uppáhaldsrithöfund, bók, sem þú getur lesið aftur og aftur? Já. Margar. Of margar til aö geta talið þær upp. Sumar bækur eru þannig aö maður sér alltaf eitthvaö nýtt í hvert skipti sem maður les þær. Bækur geta opnað nýja vídd, birt manni nýja sýn. Þá veröa þær eins og vinur, sem alltaf hefur eitt- hvaö óvænt aö segja manni, sem alltaf er gaman aö hitta. — Myndirðu vilja aö þaö væri þaö sem þínar bækur geröu, gæfu nýjan sjónar- hól? Já, líklega er þaö þetta, sem maöur von- ast eftir að geta gert. Ég veit ekki hvort ég get þaö enn þá, nei. En einhvern tím- ann. . . Ms 29

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.