Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 4

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 4
Það t.d. að láta óhreinu fötin sín sjálfur í óhreinatauskörfuna er ekki „hjálp” við ein- hverja þjónustukonu heldur framiag til sameiginlegra verkefna, sem sinna þarf á heimilinu. Að annast börnin sín á meðan mamma þeirra er ekki heima er ekki að passa fyrir hana heldur það, að vera með I uppfóstran þeirra og tilveru — eða passar mamman kannski /yrir pabbann meðan hann er ísinni vinnu eða stundar sín áhuga- mál? Karlmenn, sem telja sig sýna örlœti þegar þeir sjá sjálfir fyrir líkamlegum þörf- um sínum eða umgangast sín eigin börn vita ekki enn, að „það lengsta sem hœgt er að nudda körlum I jafnréttisátt” er að koma þeim í skUning um að konur eru ekki þjón- ustustúlkur og barnapíur bara af því að þœr eru konur og að þátttaka karla I heimilis- störfum og barnaumönnun er ekki þakkar- verð örlœtisverk heldur eðlilegur skerfur til heimilisins ogfjölskyldunnar. Það er nú allt og sumt. Og þú ert sjálfsagt alveg sammála okkur — a.m.k. gefum við þér þann sjéns, þótl þú likt og margir skoðanabrceður þínir notir enn orðin, sem við lærðum að nota en erum að reyna að „af-lœra”. Þakka þér bréf- ið og kœrar kveðjur, Vera. Útvarp. . . Hér er, af gefnu tilefni — tillaga handa útvarpsráði: ,,Útvarpsráð samþykkir að leggja þá vinnureglu til við umsjónarmenn umræðu- þátta í sjónvarpi og hljóðvarpi, að konur skuli vera minnst helmingur þátttakenda í slíkum þáttum. Nemi fjöldi þátttakenda oddatölu, skal sástaki veraaf öðru kyni en stjórnandinn.” ímyndum okkur mótrök gegn slíkri til- lögu. ímyndum okkur líka svör: EN ÞETTA MYNDI ÞÝÐA AÐ KONUR KÆMUST AÐ BARA VEGNA ÞESS AÐ ÞÆR ERU KONUR! — Auðvitaö. Þaö er akkúrat það sem þarf! — Er eitthvað einkennilegra viö það að kona komist að bara af því aö hún er kona, en hitt, aö karlmaður komist aö bara vegna þessað hann er karl? (Pælið í þessu. Þetta er ekki eins fráleitt og sýnist.) EN SVONA REGLA GÆTI HAFT í FÖR MEÐ SÉR AÐ KONUR YRÐU í MEIRI- HLUTA í UMRÆÐUÞÁTTUM! — Já, einmitt. — Og hvað með þaö? EN ÞAÐ ERU EKKI TIL NÓGU MARGAR KONUR, SEM ERU SÉRFRÆÐINGAR! — Ertu alveg viss? — Hvað er það að vera sérfræðingur? — Fínt, þaö er allt of mikið af sérfræð- ingum í útvarpinu hvort eð er! Hvernig væri að heyra einu sinni álit þeirra, sem þurfa að lifa við bankakerfið í stað hinna, sem búa það til. Þessi regla gæti valdið stórkostlegri byltingu í gerð umræðuþátta! ÞAÐ ER SVO ERFITT AÐ FÁ KONUR TIL AÐ TAKA ÞÁTT: — Hvað ertu búinn að reyna lengi? — Ertu að spyrja réttar konur? — Ef konasegir nei, gæti það mögulega verið vegna þess aö þátturinn þyki ekki þess virði? Þarf kannski að hugsafleti um- ræðuefnisins upp á nýtt? — Skyldi það vera nokkuð skrýtnara hvað allir karlar telja sig alltaf hæfa til að tjá sig um allt milli himins og jarðar? EN T.D. í STJÓRNMÁLAUMRÆÐUM VILJA FLOKKARNIR FÁ AÐ RÁÐA ÞVÍ HVER KEMUR OG ÞEIR SENDA EKKI KONURNAR. — Hver stjórnar þessum þætti, þú eða flokkarnir? EN ÞAÐ ER HEIMTUFREKJA AÐ ÆTL- AST TIL ÞESS AÐ KONUR KOMI FRAM í SJÓNVARPI OG ÚTVARPI TIL JAFNS VIÐ KARLA. HREINASTA ÓSVÍFNI OG EKKERT ANNAÐ EN KYNFERÐISLEG AÐSKILNAÐARSTEFNA. — Rök bíta rök! — Guð minn almáttugur! — ímyndum okkur að lokum, að svona tillaga yrði samþykkt og að þessi vinnu- regla yröi í heiðri höfð: Hún myndi útiloka að hægt væri að byggja Kastljós, sem ætlað væri aö fjalla um ástand og horfur í upphafi nýs árs, á viðtölum við u.þ.b. tiu íslendinga, sem allir væru karlmenn. Hún myndi útiloka að fram færi um- ræðuþáttur um stjórnmálaástandiö án þess að nokkur kona fengi að leggja orð í belg. Hún myndi útilokaað í umræðuþætti um ofbeldi gegn konum fengi aðeins einn karl- maður að lýsa þeim viðhorfum, sem barist er gegn. Hún myndi verða til þess að gera útvarp- ið að betri fjölmiðli. Ms VILTCi VERNDA BAKIÐ? Framleiddir hjá Stálhúsgagnagerö Steinars h/f og Stál og Stil. Þeim leiðist ekki að auglýsa Kvennalist- ann! Svava. Ástin Ástin hefur alla tíð yljað mína daga, þung var stundum þrautahríð en það er önnur saga. Börnunum og bóndanum bjó hún allt í haginn. Nú kyndir hún upp í kofanum krappan elli daginn. Ellilaunin eru smá allt er klippt og skorið En ástina mína enn ég á eins og blessað vorið. Alls staöar eru arðránsklær eins og gamli skrattinn en ástinni minni enginn nær upp í ríkisskattinn. Elli kerling engu nær að eyða af hennar sjóðum Frosti gamli fjúk og snær fölna á hennar glóðum. Þegar þyngist hugurinn og þín er höndin lúin þá er besti bjargvætturinn bænin, ástin, trúin. Ástarþakkir ástin mín og allt úr þinni hendi láttu björtu Ijósin þín lýsa minum endi. Laufey

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.