Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 10

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 10
Ljósmynd: Eija Lempinon ERU KONUR SJÚKAR? Nýlega kom út í Noregi bókin ,,Sjúkdómur eöa sérkenni — gagnrýnin bók um konur og heil- brigði”. Höfundur bókarinnar, Kristi Malterud, er starfandi lækn- ir í Osló og í bókinni vekur hún at- hygli á því að heilbrigðiskerfið taki sér yfirráðarétt yfir heilbrigði kvenna á æ fleiri sviðum. Sér- kenni kvenna og eðlileg tímabil á æfi þeirra (tíðir, meðganga, fæð- ing og tíðahvörf) eru gerð sjúkleg og þarfnast því meðhöndlunar. Mat kvenna sjálfra á því hvað hrjái þær, mætir vantrú, þærfágjarnan á sig merkimiðann „taugaveikl- un” og lækningin er fólgin í lyfja- meðferð. Heilbrigð uppreisn er sjúkdómsgreind en áhyggjur og vanlíðan er látin liggja á milli hluta. Malterud segir með öðrum orðum að heilbrigðiskerfið við- haldi afstöðu til kvenna sem geti hindrað kvenfrelsi. Hún segir aö skýringanna á þessari af- stöðu sé aö leita í því hvernig heilbrigðis- kerfið er uppbyggt og til orðið. Heilbrigðis- kerfið er karlstýrt og getur því undirokað konur. Þessi kúgun gæti hins vegar ekki átt sér stað ef konur sem sjúlingar væru ekki gerðar ómyndugar. Malterud segir að það gerist um leið og farið er að líta á kven- leika okkar sem sjúkdóm sem þarfnast meðhöndlunar og þar með eru konur gerð- ar háðar heilbrigðiskerfinu og lyfjaiðnaðin- um. Konur útilokaðar frá læknastarfinu Malterud bendir á þá þróun sem orðið hafi í læknastarfinu og sem hafi valdið því að smám saman tókst að þæla niður þá hylli sem læknislist kvenna naut frá gam- alli tíð. Hippokrates er talinn faðir læknis- listarinnar, en hann var uppi í Hellas 400 árum fyrir Krist, en læknislistin átti líka margar mæður, — áður en feðurnir yfir- tóku. í gömlu menningarsamfélögunum í Assyríu og Egyptalandi voru það gyðjurn- 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.