Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 16

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 16
LAUS STAÐA HJÁ REYKJAVÍKURBORG Forstöðumaður Staða forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Þrótt- heima er laus til umsóknar. Menntun á sviöi æsku- lýðs- og félagsmála æskileg og jafnframt reynsla af stjórnunarstörfum. Laun skv. kjarasamningum borg- arstarfsmanna. Upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri, sími 21769. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sér- stökum umsóknareyðublööum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 18. febrúar 1985. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG SLÖKKVILIÐ REYKJAVÍKUR óskar eftir að ráða sumarstarfsmenn til orlofsafleys- inga á sumri komanda. Uppýsingar eru veittar á skrifstofu Slökkvistöðvar- innar í síma 22040. Umsóknum ber að skila þangað á sérstökum um- sóknareyðublöðum, sem þar fást fyrir 28. febrúar 1985. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Auglýsing vegna umsóknar um viðbyggingu við verslunarmiðstööina Hólagarð við Lóuhóla í Breið- holti í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar Reykjavíkur 17. des. 1984: „Samþykkt að kynna teikningarnar og líkanið fyrir íbúum hverfisins í 2 vikur í Hólagarði og verði þar merktur „póstkassi" sem fólki er gefinn kostur á að koma skoðunum og athugasemdum á fram- færi við skipulagsnefnd og Borgarskipulag". Teikningar og líkan er til sýnis í gangrými verslunar- miðstöðvarinnar Hólagarði frá mánudegi 28. jánúar til þriðjudags 12. febrúar 1985, áopnunartíma versl- ana. Reykjavík, 23. janúar 1985. Borgarskipulag Reykjavíkur. Auglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1985 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna 1. greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, símar 18000 og 10190. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar munu fá lækk- un á fasteignaskatti samkvæmt reglum, sem borgar- stjórn setur og framtalsnefnd úrskuröar eftir, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfé- laga. Verður viðkomandi tilkynnt um lækkunina þeg- ar framtöl liggja fyrir og yfirfarin, sem vænta má aö verði í mars- eöa aprílmánuði. Borgarstjórinn í Reykjavík, 2. janúar 1985. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Deildarstjóri mælastöðvar í innlagnadeild hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Rafmagns-tæknifræði eða verkfræöimenntun áskilin. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri R.R. í síma 686222. Rafmagnseftirlitsmann í innlagnadeild hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Iðnfræðimenntun áskilin. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri R.R. í síma 686222. Starfsmann vantar hjá útideildinni í Reykjavík í tæplega70% starf. Um er aö ræðadag,- kvöld- og helgarvinnu. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja starfs- reynslu og/eða menntun sem tengist unglingum. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 20365 milli kl. 13—17 mánudaga til fimmtudaga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 11. feb. 1985. 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.